Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–10.3.2020

2

Í vinnslu

  • 11.3.–22.6.2020

3

Samráði lokið

  • 23.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-63/2020

Birt: 3.3.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl. (lögbann á tjáningu)

Niðurstöður

Frumvarpið lagt fram á Alþingi 2. apríl 2020 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=710

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, með síðari breytingum (lögbann á tjáningu).

Nánari upplýsingar

Lögbann á miðlun fjölmiðla felur í sér fyrirfram takmörkun á tjáningarfrelsi sem gera verður sérstaklega ríkar kröfur til samkvæmt stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Þar reynir jafnframt á mörk tjáningarfrelsis annars vegar og friðhelgis einkalífs hins vegar. Oft er vandséð hvort trygging geti mætt því tjóni sem af lögbanni getur hlotist, m.a. tjóni sem verður vegna þess að með því er komið í veg fyrir lýðræðislega umræðu þegar tjáning um málefni sem varðar almenning er fyrirfram takmörkuð svo sem í aðdraganda kosninga. Slíkt tjón verður þau tæpast metið til nánar tiltekinnar fjárhæðar og vandséð hver ætti slíka kröfu um greiðslu bóta. Hins vegar er lýðræðisleg umræða þar í húfi og því rétt að bregðast við. Í frumvarpinu er því að finna tillögur sem ætlað er að styrkja umgjörð lögbannsmála og að hraða málsmeðferðinnin eftir því sem kostur er, að gættum réttindum gerðarbeiðanda og gerðarþola við slíka gerð. Við mótun þeirra tillagna sem frumvarpið hefur að geyma hefur verið komið til móts við þau sjónarmið án þess að stefna í hættu þeirri málsmeðferð sem nú þegar er við lýði við bráðabirgðagerðir samkvæmt fyrrgreindum lögum.

Með frumvarpinu er lagt til að bætt verði við ákvæði í lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl. nr. 31/1990 til að skýra nánar málsmeðferð fyrir sýslumanni og einfalda hana. Er lagt til að þegar um er að ræða beiðni um lögbann við birtingu efnis skuli ætíð lögð fram trygging til bráðabirgða. Þá er lagt til að frestir við meðferð sýslumanns verði takmarkaðir eins og kostur er og einungis veittir í undantekningartilvikum. Þá er lagt til að staðfestingarmál í kjölfar lögbanns fari eftir reglum XIX. kafla laga nr. 90/1991 um meðferð einkamála (flýtimeðferð) eftir því sem við á. Auk þess eru lagðar til strangari bótareglur í þessum tegundum mála, og dómara heimilað að dæma bætur að álitum vegna þess tjóns sem varð við það að birting efnis var hindruð vegna lögbanns eða beiðni um það.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

dmr@dmr.is