Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–19.3.2020

2

Í vinnslu

  • 20.3.–2.6.2020

3

Samráði lokið

  • 3.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-64/2020

Birt: 5.3.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Reglugerð um breytingu á reglugerð 1221/2012, um menntun, réttindi og skyldur iðjuþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi

Niðurstöður

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1221/2012 hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda og fengið númerið 329/2020.

Málsefni

Breyting þessi snýr að 3. gr. reglugerðar nr. 1221/2012 vegna breyttrar námsleiðar sem Háskólinn á Akureyri býður upp á fyrir nemendur í iðjuþjálfun, þ.e. 180 ECTS-eininga BS-próf auk 60 ECTS-eininga diplómanáms á meistarastigi.

Nánari upplýsingar

Breyting þessi á reglugerðinni snýr að 3. gr. reglugerðar nr. 1221/2012 vegna nýrrar námsleiðar sem Háskólinn á Akureyri býður upp á fyrir nemendur í iðjuþjálfun, þ.e. að þeir geti valið leið sem lýkur með 180 ECTS-eininga BS-prófi auk 60 ECTS-eininga sem er diplómanám á meistarastigi. Nú á vordögum 2020 eru fyrstu nemarnir að ljúka þessari námsleið. Námsleiðirnar tvær, þ.e. þessi og fjögurra ára BS-prófið sem inniheldur 240 ECTS-einingar, munu skarast þannig að tveir hópar verða útskrifaðir.

Óvíst er hvort breytingin geti haft þau áhrif að þeir sem útskrifast úr þessu námi fái ekki viðurkenningu starfsréttinda milli EES-ríkja þar sem námsleiðin er ekki í samræmi við Bologna-samkomulagið um lengd námstíma sem gerir kröfu um þriggja ára grunnnám og tveggja ára meistaranám eða fjögurra ára BS/BA-nám.

Námsleiðin er byggð þannig upp að BS-námið er þriggja ára 180 ECTS-eininga nám. Nemendur geta ekki sótt um starfsleyfi, en þeir sem ljúka námsleiðinni með ákveðinni lágmarkseinkun geta sótt um diplómanám í iðjuþjálfun sem er 60 ECTS-eininga starfsréttindanám á meistarastigi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is