Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.3.2020

2

Í vinnslu

  • 26.3.2020–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-68/2020

Birt: 11.3.2020

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að auglýsingu um fjárhæð gjalda vegna stöðvunarbrota

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust í samráðsgáttina. Tekin var ákvörðun um að fresta gildistöku nýrrar auglýsingar um fjárhæð gjalds vegna stöðvunarbrota.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að auglýsingu um fjárhæð gjalds vegna stöðvunarbrota.

Nánari upplýsingar

Með drögunum er gert ráð fyrir að fjárhæðir verði uppfærðar fyrir stöðvunarbrot skv. 1. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 á þeim stöðum þar sem álagning gjalda fer ekki fram á vegum sveitarfélaga sem ákveðið hafa fjárhæð gjalds í gjaldskrá sem ráðherra hefur staðfest.

Með drögunum er gert ráð fyrir að gildandi auglýsing um fjárhæð gjalds vegna stöðvunarbrota nr. 316/1993 verði felld úr gildi. Fjárhæðir skv. þeirri auglýsingu hafa ekki verið uppfærðar í áraraðir.

Lagt er til að fjárhæðir gjalda vegna stöðvunarbrota verði þrenns konar.

• Í fyrsta lagi verði gjald fyrir brot gegn reglum um notkun stöðureita 5.000 kr.

• Í öðru lagi verði gjald fyrir önnur brot gegn reglum um stöðvun og lagningu sem talin eru upp í 1. mgr. 109. gr. laganna, að stöðvun og lagningu í stæði fatlaðra án tilskilinnar heimildar undanskildum 10.000 kr.

• Í þriðja lagi verði gjald fyrir stöðvun og lagningu í stæði fatlaðra án tilskilinnar heimildar 20.000 kr.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

postur@srn.is