Samráð fyrirhugað 13.03.2020—01.05.2020
Til umsagnar 13.03.2020—01.05.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 01.05.2020
Niðurstöður birtar

Sóknaráætlun Nordic Smart Government

Mál nr. 69/2020 Birt: 12.03.2020 Síðast uppfært: 29.03.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 13.03.2020–01.05.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Nordic Smart Government er Norrænt samstarfsverkefni um einföldun rekstrarumhverfis minni fyrirtækja á Norðurlöndum. Nú er unnið að þriðja hluta verkefnisins sem er sóknaráætlun með tillögum að aðgerðum til að raungera framtíðarsýn verkefnisins. Áætlunin er enn í vinnslu og mun íslensk þýðing hennar birtast hér þann 8.apríl n.k. Óskað er eftir rýni og athugasemdum frá hagsmunaaðilum við Sóknaráætlunina.

Nordic Smart Government er samstarfsverkefni um einföldun rekstrarumhverfis fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Norðurlöndunum. Þátttakendur koma frá stofnunum á öllum Norðurlöndum og er hvert land með eigið landsteymi. Skatturinn stýrir vinnu íslenska landsteymisins sem skipað er fulltrúum frá Skattinum, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Hagstofu Íslands.

Verkefnið er upprunnið hjá dönsku fyrirtækjaskránni árið 2016. Nú er unnið að þriðja áfanga þess sem áætlað er að ljúki í júní 2020. Þeim áfanga var formlega ýtt úr vör í Stokkhólmi 15. maí 2018 af viðskipta- og iðnaðarráðherrum Norðurlandanna. Meginafurð áfangans verður sóknaráætlun fyrir innleiðingu Nordic Smart Government.

Meginmarkmið

Verkefnið miðar að því að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að miðla/sækja viðskipta- og bókhaldsgögn á sjálfvirkan, snjallan og öruggan hátt í því sem næst rauntíma.

Hugmyndin er að gera viðskiptaferla við kaup og sölu á vöru og þjónustu sjálfvirka með aðstoð stafrænnar tækni þannig að upplýsingar frá birgjum til fyrirtækja og frá fyrirtækjum til viðskiptavina ferðist með stöðluðum, stafrænum hætti, bæði innanlands og á milli Norðurlanda.

Gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki geymi viðskiptagögn í eigin kerfum og deili þaðan upplýsingum með stjórnvöldum og öðrum hagsmunaaðilum svo sem bönkum, tryggingafélögum, endurskoðunarfyrirtækjum eftir því sem við á. Hverju fyrirtæki verður í sjálfsvald sett hvort og þá hvaða gögnum það deilir og með hverjum.

Til að raungera þessa sýn þurfa pantanir, reikningar og kvittanir fyrirtækja og stofnana að vera á stöðluðu, stafrænu formi. Stöðlun gagna skiptir höfuðmáli og er forsenda þess að hægt sé að vinna á stafrænan, sjálfvirkan máta. Í slíkt henta hvorki gögn á PDF formi né á pappír.

Samráð

Meginhlutverk landsteyma Nordic Smart Government er að hafa samráð við hagsmunaaðila í sínu landi. Nú þegar líður að lokum þriðja fasa verkefnisins eru afurðir þess að líta dagsins ljós. Þar á meðal meginafurð þess, sóknaráætlunin þar sem finna má m.a. tillögur að aðgerðum til að raungera framtíðarsýn Nordic Smart Government. Sóknaráætlunin er enn í drögum en tímabært að fá rýni hagsmunaaðila svo hægt sé að bæta hana fyrir lokaskil. Frestur til að skrifa álit og gera athugasemdir er til og með 1.maí n.k. Núverandi áætlun er á ensku en íslensk þýðing mun birtast hér þann 8.apríl n.k. Óskað er eftir rýni og athugasemdum frá hagsmunaaðilum við Sóknaráætlunina og má skila þeim annað hvort á íslensku eða ensku.

Nánari upplýsingar http://www.nordicsmartgovernment.org

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.