Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–27.3.2020

2

Í vinnslu

  • 28.3.2020–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-70/2020

Birt: 13.3.2020

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Háskólastig

Opinn aðgangur að niðurstöðum rannsókna

Niðurstöður

Ráðuneytið vinnur nú að stefnu á grundvelli skýrslunnar með það að markmiði að stuðla að því að rannsóknarniðurstöður sem greiddar eru fyrir opinbert fé séu aðgengilegar á rafrænu formi án endurgjalds svo að flestir geti nýtt sér niðurstöður þeirra. Með opnum aðgangi að rannsóknargögnum er stuðlað að útbreiðslu þekkingar og nýtingu hennar í samfélaginu, en jafnframt verið að efla gæði rannsókna. Með því að opna aðgang skapast ábóti fyrir allt samfélagið, hraðar vexti þess og hvetur til nýsköpunar.

Málsefni

Verkefnishópur mennta- og menningarráðherra sem starfar í samræmi við aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs um opin vísindi skilaði fyrri skýrslu sinni í desember 2019 um tillögur um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna.

Nánari upplýsingar

Verkefnishópur mennta- og menningarráðherra sem starfar í samræmi við aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs um opin vísindi skilaði fyrri skýrslu sinni í desember 2019 um tillögur um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna. Í skýrslunni er að finna tillögur að stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Á hverju ári kemur út fjöldi ritrýndra vísindagreina með niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir opinbert fé. Markmið með opnum aðgangi að vísindarannsóknarniðurstöðum er að efla gagnsæi í vísindastarfi og auka aðgengi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda að niðurstöðum rannsókna. Í skýrslunni er lagt til að vísindagrein sem birt er í ritrýndu tímariti verði vistuð í opnum aðgangi í rafrænu varðveislusafni. Einnig er í skýrslunni að finna ábendingar til ráðuneyta, háskóla, rannsóknarstofnana, bókasafna og útgefenda hér á landi um hvernig vinna megi að innleiðingu opins aðgangs.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is