Samráð fyrirhugað 13.03.2020—27.03.2020
Til umsagnar 13.03.2020—27.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 27.03.2020
Niðurstöður birtar 14.09.2021

Opinn aðgangur að niðurstöðum rannsókna

Mál nr. 70/2020 Birt: 13.03.2020 Síðast uppfært: 14.09.2021
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Háskólastig

Niðurstöður birtar

Ráðuneytið vinnur nú að stefnu á grundvelli skýrslunnar með það að markmiði að stuðla að því að rannsóknarniðurstöður sem greiddar eru fyrir opinbert fé séu aðgengilegar á rafrænu formi án endurgjalds svo að flestir geti nýtt sér niðurstöður þeirra. Með opnum aðgangi að rannsóknargögnum er stuðlað að útbreiðslu þekkingar og nýtingu hennar í samfélaginu, en jafnframt verið að efla gæði rannsókna. Með því að opna aðgang skapast ábóti fyrir allt samfélagið, hraðar vexti þess og hvetur til nýsköpunar.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 13.03.2020–27.03.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.09.2021.

Málsefni

Verkefnishópur mennta- og menningarráðherra sem starfar í samræmi við aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs um opin vísindi skilaði fyrri skýrslu sinni í desember 2019 um tillögur um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna.

Verkefnishópur mennta- og menningarráðherra sem starfar í samræmi við aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs um opin vísindi skilaði fyrri skýrslu sinni í desember 2019 um tillögur um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna. Í skýrslunni er að finna tillögur að stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Á hverju ári kemur út fjöldi ritrýndra vísindagreina með niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir opinbert fé. Markmið með opnum aðgangi að vísindarannsóknarniðurstöðum er að efla gagnsæi í vísindastarfi og auka aðgengi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda að niðurstöðum rannsókna. Í skýrslunni er lagt til að vísindagrein sem birt er í ritrýndu tímariti verði vistuð í opnum aðgangi í rafrænu varðveislusafni. Einnig er í skýrslunni að finna ábendingar til ráðuneyta, háskóla, rannsóknarstofnana, bókasafna og útgefenda hér á landi um hvernig vinna megi að innleiðingu opins aðgangs.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Háskóli Íslands - 27.03.2020

Háskóli Íslands fagnar framkominni skýrslu um opinn aðgang með tillögum verkefnahóps mennta- og menningarmálaráðherra. Tillögurnar eru í góðu samræmi við þróunina í nágrannalöndum okkar og í samræmi við stöðuna hér á landi eins og henni er vel lýst í skýrslunni.

Háskóli Íslands leggur á hinn bóginn áherslu á að síðari hluta verkefnisins verði lokið sem fyrst, sem tekur til stefnumótunar stjórnvalda í tengslum við opinn aðgang að rannsóknagögnum, en þar er pottur víða brotinn hér á landi. Háskóli Íslands telur brýnt að vísindagögn verði að jafnaði í opnum aðgangi, m.a. í því skyni að unnt verði að endurnýta gögn sem safnað hefur verið á kostnað hins opinbera og ekki síður að til þess að aðrir vísindamenn geti með skilvirkum hætti sannreynt niðurstöður rannsókna annarra. Brýnt er að stjórnvöld móti stefnu og aðgerðaáætlun um þennan síðari þátt verkefnisins.

Meðfylgjandi er til fróðleiks slóð á nýlega finnska stefnumótun á þessi sviði, sem tekur til næstu fimm ára.

https://avointiede.fi/en/news/declaration-open-science-and-research-2020-2025-out

Virðingarfyllst,

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, f.h. Háskóla Íslands