Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.–20.3.2020

2

Í vinnslu

  • 21.–25.3.2020

3

Samráði lokið

  • 26.3.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-73/2020

Birt: 17.3.2020

Fjöldi umsagna: 9

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun og lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara).

Niðurstöður

Sjá niðurstöðu samráðs í meðfylgjandi skjali.

Málsefni

Frumvarpið kveður á um brottfall laga um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, nr. 103/1994, með síðari breytingum, og breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér tvennskonar breytingar. Annars vegar eru lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara felld úr gildi. Með því móti er það stjórnskipulag sem byggt hefur verið upp í kringum sjóðinn afnumið og hætt verður að leggja sérstakt flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur, sem fluttar eru til landsins og ætlaðar eru til nota innanlands. Hins vegar er lagt til að breyting verði gerð á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun sem feli í sér fyrirkomulag um stuðning við flutning á olíuvörum til svæða sem standa höllum fæti í byggðalegu tilliti og búa við skerta samkeppni af landfræðilegum og lýðfræðilegum ástæðum.

Sú aðferð sem lögð er til í frumvarpinu felur í sér mun einfaldari leið til jöfnunar á olíuvörum en verið hefur. Frumvarpið miðar að því að einfalda regluverk og álögur á atvinnulífið en tryggir jafnframt að áfram verði aðgengi að eldsneyti í strjálbýli.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is