Samráð fyrirhugað 17.03.2020—15.04.2020
Til umsagnar 17.03.2020—15.04.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 15.04.2020
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um viðskiptaleyndarmál.

Mál nr. 75/2020 Birt: 17.03.2020 Síðast uppfært: 24.03.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 17.03.2020–15.04.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um viðskiptaleyndarmál.

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný lög um viðskiptaleyndarmál þar sem kveðið verði með heildstæðum hætti á um viðskiptaleyndarmál og réttarúrræði til verndar þeim.

Lagt er til að ný heildarlög komi í stað ákvæða um vernd atvinnuleyndarmála í 16. gr. c. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005, með síðari breytingum.

Frumvarpið felur m.a. í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2016/943/ESB frá 8. júní 2016 um verndun trúnaðarupplýsinga um sérþekkingu og viðskipti (viðskiptaleyndarmál) gegn ólögmætri öflun, notkun og birtingu þeirra.

Auk innleiðingar á tilskipun felur frumvarpið í sér ríkari refsivernd viðskiptaleyndarmála en í gildandi lögum og afnám stjórnsýslueftirlits með öflun, notkun og afhjúpun viðskiptaleyndarmála.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.