Samráð fyrirhugað 19.03.2020—26.03.2020
Til umsagnar 19.03.2020—26.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 26.03.2020
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003

Mál nr. 77/2020 Birt: 19.03.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (19.03.2020–26.03.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.

Með drögunum er lagt til að við reglugerðina verði bætt nýju bráðabirgðarákvæði sem falli brott 31. maí nk. Bráðabirgðarákvæðið kveði á um að Samgöngustofa geti heimilað tímabundna innlögn atvinnuleyfis til skemmri tíma en tveggja mánaða. Skv. gildandi reglum er ekki heimilt að leggja inn atvinnuleyfi til skemmri tíma en tveggja mánaða.

Þetta er lagt til þar sem Samgöngustofu hafa borist upplýsingar frá formönnum tiltekinna félaga leigubifreiðastjóra og atvinnuleyfishöfum um að verulegur samdráttur hafi orðið í greininni sem rekja megi til fordæmalauss ástands sem skapast hefur vegna SARS-CoV-2 veirunnar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sæmundur Jón Stefánsson - 19.03.2020

Mér finns þetta eiga líka við orlofsdaga þegar leyfishafi er ekki að nýta leyfið eða er ekki með afleysingar bílstjóra á bílnum .

Eg vil líka benda á að leigubílastöðvarnar eiga ekki að vera reknar með svona miklum hagnaði eins og þær eru að gera í dag, heldur á að reka þær á kostnaðarverði. Þannig er hægt að lækka bæði kostnað leigubíla og farþega .