Samráð fyrirhugað 19.03.2020—03.04.2020
Til umsagnar 19.03.2020—03.04.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 03.04.2020
Niðurstöður birtar 02.06.2020

Drög að nýrri prófefnislýsingu fyrir verðbréfaréttindi (áður próf í verðbréfaviðskiptum)

Mál nr. 78/2020 Birt: 19.03.2020 Síðast uppfært: 02.06.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Engar athugasemdir bárust við drögin í gegnum samráðsgátt. Minniháttar athugasemdir bárust eftir öðrum leiðum sem leiddu ekki til efnislegra breytinga á drögunum.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 19.03.2020–03.04.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.06.2020.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að nýrri prófefnislýsingu fyrir verðbréfaréttindi (áður próf í verðbréfaviðskiptum). Gert er ráð fyrir að hún gildi frá september 2020.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í samráðsgátt stjórnvalda síðastliðið sumar áform um breytingu á fyrirkomulagi prófs í verðbréfaviðskiptum (mál nr. 139/2019). Í desember 2019 birti ráðuneytið síðan í samráðsgátt drög að reglugerð um almenn verðbréfaréttindi og fjárfestingarráðgjafaréttindi (mál nr. 325/2019) ásamt drögum að lagaákvæðum um prófnefnd verðbréfaviðskipta og próf.

Í kjölfar fyrrgreinds samráðs var ákveðið að leggja til að aðeins yrðu ein réttindi, svokölluð verðbréfaréttindi, fyrir bæði þá sem ber í dag lögum samkvæmt að hafa próf í verðbréfaviðskiptum og þá sem sinna fjárfestingarráðgjöf.

Stefnt er að framlagningu frumvarps á Alþingi til nýrra heildarlaga um markaði fyrir fjármálagerninga fyrir 1. apríl nk. þar sem lagt er til að þessu nýja fyrirkomulagi verði komið á.

Tengd mál