Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.3.–3.4.2020

2

Í vinnslu

  • 4.4.–1.6.2020

3

Samráði lokið

  • 2.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-78/2020

Birt: 19.3.2020

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að nýrri prófefnislýsingu fyrir verðbréfaréttindi (áður próf í verðbréfaviðskiptum)

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust við drögin í gegnum samráðsgátt. Minniháttar athugasemdir bárust eftir öðrum leiðum sem leiddu ekki til efnislegra breytinga á drögunum.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að nýrri prófefnislýsingu fyrir verðbréfaréttindi (áður próf í verðbréfaviðskiptum). Gert er ráð fyrir að hún gildi frá september 2020.

Nánari upplýsingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í samráðsgátt stjórnvalda síðastliðið sumar áform um breytingu á fyrirkomulagi prófs í verðbréfaviðskiptum (mál nr. 139/2019). Í desember 2019 birti ráðuneytið síðan í samráðsgátt drög að reglugerð um almenn verðbréfaréttindi og fjárfestingarráðgjafaréttindi (mál nr. 325/2019) ásamt drögum að lagaákvæðum um prófnefnd verðbréfaviðskipta og próf.

Í kjölfar fyrrgreinds samráðs var ákveðið að leggja til að aðeins yrðu ein réttindi, svokölluð verðbréfaréttindi, fyrir bæði þá sem ber í dag lögum samkvæmt að hafa próf í verðbréfaviðskiptum og þá sem sinna fjárfestingarráðgjöf.

Stefnt er að framlagningu frumvarps á Alþingi til nýrra heildarlaga um markaði fyrir fjármálagerninga fyrir 1. apríl nk. þar sem lagt er til að þessu nýja fyrirkomulagi verði komið á.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is