Samráð fyrirhugað 19.03.2020—29.03.2020
Til umsagnar 19.03.2020—29.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 29.03.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

Mál nr. 79/2020 Birt: 19.03.2020 Síðast uppfært: 26.03.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 19.03.2020–29.03.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.

Frumvarpið felur í sér að stofnaður verði snýr sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins, Kría – Markáætlun um fjárfestingu í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðnum er ætlað að gegna því hlutverki að fjárfesta í öðrum sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, svokölluðum venture capital sjóðum. Markmið frumvarpsins er að efla vöxt og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að stuðla að virku fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.

Með frumvarpinu er hrint í framkvæmd aðgerðum í fjármálaáætlun 2020 – 2024 og Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 – Nýsköpunarlandið Ísland. Í fjármálaáætluninni kemur fram að það sé eftirsóknarvert að stuðla að því að á Íslandi styrkist grundvöllur undir fjárfestingar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og að alls staðar þar sem tekist hefur að koma á fót slíkri starfsemi sem fjármagnar áhættusöm sprota- og nýsköpunarfyrirtæki hafi þurft umtalsverða aðkomu frá hinu opinbera. Í fjármálaáætlun er miðað við að fjárfestingarsjóðir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum geti, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, óskað eftir mótframlagi frá stjórnvöldum og að tilgangurinn með slíkri aðkomu sé að stórauka aðgengi sprotafyrirtækja að áhættufjármagni á fyrstu stigum vaxtar. Í Nýsköpunarstefnu til ársins 2030 er sett fram það markmið að hér á landi verði byggt upp þroskað umhverfi fyrir nýsköpunarfjárfestingar og að sprota- og nýsköpunarfyrirtæki hafi aðgang að sérhæfðum fjárfestingarsjóðum fyrir nýsköpun á sprotastigi og á fyrstu stigum vaxtar. Það leiðir til öflugra atvinnulífs og eykur aðgengi fyrirtækja sem byggja á hugviti að fjármagni til vaxtar.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.