Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.–29.3.2020

2

Í vinnslu

  • 30.3.2020–14.12.2021

3

Samráði lokið

  • 15.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-79/2020

Birt: 19.3.2020

Fjöldi umsagna: 14

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

Niðurstöður

Frumvarpið varð að lögum nr. 65/2020. Í samráðskafla greinargerðar frumvarpsins er að finna viðbrögð við umsögnum sem bárust í samráðinu. Umsagnirnar leiddu ekki til efnislegra breytinga á frumvarpinu.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér að stofnaður verði snýr sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins, Kría – Markáætlun um fjárfestingu í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Sjóðnum er ætlað að gegna því hlutverki að fjárfesta í öðrum sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, svokölluðum venture capital sjóðum. Markmið frumvarpsins er að efla vöxt og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að stuðla að virku fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.

Með frumvarpinu er hrint í framkvæmd aðgerðum í fjármálaáætlun 2020 – 2024 og Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 – Nýsköpunarlandið Ísland. Í fjármálaáætluninni kemur fram að það sé eftirsóknarvert að stuðla að því að á Íslandi styrkist grundvöllur undir fjárfestingar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og að alls staðar þar sem tekist hefur að koma á fót slíkri starfsemi sem fjármagnar áhættusöm sprota- og nýsköpunarfyrirtæki hafi þurft umtalsverða aðkomu frá hinu opinbera. Í fjármálaáætlun er miðað við að fjárfestingarsjóðir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum geti, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, óskað eftir mótframlagi frá stjórnvöldum og að tilgangurinn með slíkri aðkomu sé að stórauka aðgengi sprotafyrirtækja að áhættufjármagni á fyrstu stigum vaxtar. Í Nýsköpunarstefnu til ársins 2030 er sett fram það markmið að hér á landi verði byggt upp þroskað umhverfi fyrir nýsköpunarfjárfestingar og að sprota- og nýsköpunarfyrirtæki hafi aðgang að sérhæfðum fjárfestingarsjóðum fyrir nýsköpun á sprotastigi og á fyrstu stigum vaxtar. Það leiðir til öflugra atvinnulífs og eykur aðgengi fyrirtækja sem byggja á hugviti að fjármagni til vaxtar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is