Samráð fyrirhugað 03.04.2020—09.06.2020
Til umsagnar 03.04.2020—09.06.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 09.06.2020
Niðurstöður birtar 23.11.2020

Breytingar á aðalskipulagi Kópavogs og aðalskipulagi Reykjavíkur

Mál nr. 81/2020 Birt: 03.04.2020 Síðast uppfært: 23.11.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Almennt voru umsagnir og athugasemdir jákvæðar gagnvart Borgarlínu og markmiðum um breyttar ferðavenjur. Fram komu ábendingar um legu Borgarlínunnar og staðsetningu stöðva. Bent var á mikilvæga þætti sem þarf að skoða við frekari útfærslu Borgarlínunnar, s.s. um öryggi vegfarenda, útivistarsvæði, minjar, náttúrufar, markmið Parísarsamningsins og kostnað. Einnig voru nokkur sem hvöttu til frekara samráðs við íbúasamtök og hagsmunaaðila. Litið er til þessara atriði í áframhaldandi skipulagsvinnu og er ráðgert að kynna drög að aðalskipulagsbreytingum á vormánuðum 2021.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 03.04.2020–09.06.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.11.2020.

Málsefni

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu leggja fram til kynningar sameiginlega verk - matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar.

Lögð er fram til kynningar sameiginleg verk- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 og Reykjavíkurborgar 2010-2030, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, og laga um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006.

Breytingin felst í að staðsetja legu 1. lotu Borgarlínu og svokallaðrar kjarnastöðvar ásamt breytingum á Sæbraut og Miklubraut. Lega Borgarlínu er afmörkuð milli Hamraborgar í Kópavogi og Ártúnshöfða í Reykjavík.

Verk- og matslýsing er í kynningu frá 3. apríl til og með 9. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar. Hægt er að senda inn athugasemdir hér inn á samráðsgáttina, á borgarlinan@borgarlinan.is, skipulag@reykjavik.is eða skipulag@kopavogur.is

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Félag ábyrgra hundaeigenda - 08.05.2020

Samkvæmt MMR könnun gerð í október 2018 má áætla að 24% heimila haldi hund. Það er því afar mikilvægt að taka tillit til hundaeigenda þegar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Félag ábyrgra hundaeigenda hefur útbúið umsögn varðandi þetta mál, sem finna má í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 09.05.2020

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Landhelgisgæsla Íslands - 09.05.2020

Sjá meðfylgjandi umsögn Landhelgisgæslu Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Skipulagsstofnun - 05.06.2020

Umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs vegna Borgarlínu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Birtna Björnsdóttir - 08.06.2020

A að eyðileggja mest nýtta útivistarsvæði á Islandi?

Alltaf er talað um að borgaryfirvöld séu að hugsa um fólkið og vilji gera borgina enn betri. En svo virðist vera að einn hópur gleymist algjörlega en það eru hundaeigendur. Talið er að um fjórðungur heimila haldi hund(a) og það hlutfall fer vaxandi.

Hundareigendur mæta reglulega á Geirsnef sumir nokkrum sinnum á dag þegar þau eiga leið framhjá. Þarna er hundar og menn nærri því allan sólarhringin, allt árið í kring, sama hvernig veðurfarið er til að njóta útiveru í öruggu umhverfi. Að flytja hundasvæði lengra í burtu mundi fela í sér meira mengun, fleiri kílometra og meiri kostnað fyrir samfélagið og ekki síst hundaeigendur.

Afgirtu hundagerðin sem eru 600 fermetrar að stærð henta fæstum hundum og það vita þeir sem hafa komið á Geirsnef og sjá hundana hlaupa og leika sér í víðáttunni þar. Það að hafa lausgöngu svæði er algjörlega nauðsynlegt þegar horft er til velferðar hunda og manna.

Búið er að þrengja að útivistarsvæðinu á Geirsnefi með göngu og hjólabrú sem reist var fyrir nokkrum árum nyrst á svæðinu.

Hér með er óskað eftir því að lega „Borgarlínu“ verði endurskoðuð með það í huga að áfram verði gott svæði til útivistar fyrir hunda og menn á Geirsnefi. Hægt væri líklega að hafa legu brautarinnar nyrst á svæðinu, nálægt núverandi hjóla og göngubrú eða þá syðst, næst Artúnsbrekkunni.

Vona ég að yfirvöldi átti sig á hversu mikilvægt Geirsnefið er fyrir hunda og fjölskyldur þeirra. Þar er alltaf eitthvað um að vera og því best nýtta útivistarsvæði landsins. Einnig er vert að benda á þá staðreynd að hundahald bætir líðan og fækkar félagslegum vandamálum. Rannsóknir sýna það. Því er brýnt að yfirvöld hugi vel að umgjörð svæðisins á Geirsnefi og víðar.

Virðingarfyllst,

Birtna Björnsdóttir

kt. 060966-4949

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Auður Sif Sigurgeirsdóttir - 08.06.2020

Efni: Umsögn um breytingar á aðalskipulagi Kópavogs og aðalskipulagi Reykjavíkur

Hundaræktarfélag Íslands hvetur Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að hafa hagsmuni hundaeigenda í huga við breytingar á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar varðandi staðsetningu legu 1. lotu Borgarlínu.

Umsögn félagsins er í viðhengi.

Fyrir hönd stjórnar HRFÍ,

Auður Sif Sigurgeirsdóttir, varaformaður og Guðbjörg Guðmundsdóttir, varastjórnarmaður.

Afrita slóð á umsögn

#7 Auður Sif Sigurgeirsdóttir - 09.06.2020

Efni: Umsögn um breytingar á aðalskipulagi Kópavogs og aðalskipulagi Reykjavíkur

Hundaræktarfélag Íslands hvetur Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að hafa hagsmuni hundaeigenda í huga við breytingar á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar varðandi staðsetningu legu 1. lotu Borgarlínu.

Umsögn félagsins er í viðhengi.

Fyrir hönd stjórnar HRFÍ,

Auður Sif Sigurgeirsdóttir, varaformaður og Guðbjörg Guðmundsdóttir, varastjórnarmaður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Ingibjörg Ingvadóttir - 09.06.2020

Umsögn vegna Borgarlínu - Geirsnefið

Undirrituð tekur undir sjónarmið Félags ábyrgra hundaeigenda og Hundaræktarfélags Íslands. Þá tek ég heilshugar undir umsögn Birtnu Björnsdóttur. Geirsnefið er eitt best sótta græna svæðið á höfuðborgarsvæðinu, ef ekki einfaldlega það best sótta. Svæðið er ekki aðeins nýtt af allskyns hundum í frjálsum leik og eigendum þeirra og vinum, heldur einnig af allskonar fólki sem kemur þar til að skoða hunda í frjálsum leik, oft með börnum sínum og barnabörnum; til að skoða fugla sem eiga þarna athvarf; til að horfa á laxveiðimenn og líka endur og aðra fugla sem svamla í ánum í kring; til að ganga hringinn eða marga hringi eða til að setjast niður og borða nesti eða grilla. Í síðasta hópnum má oft sjá túrista sem setjast við annað af tveimur borðum sem þarna er boðið upp á, borða saman og dást að hundum, enda flestir útlendingar vanir hundum sem bestu vinum mannsins og sáluhjálpurum. Það væri mikil skammsýni að eyðileggja svæðið eða þrengja að því í þeirri mynd sem það er núna og er núna nýtt, frekar ber að hlúa að því og gera það að enn meiri útivistarperlu fyrir hunda, fugla og fólk.

Virðingarfyllst,

Ingibjörg Ingvadóttir lögmaður

kt. 070864-4369

Viðhengi