Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.4.–9.6.2020

2

Í vinnslu

  • 10.6.–22.11.2020

3

Samráði lokið

  • 23.11.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-81/2020

Birt: 3.4.2020

Fjöldi umsagna: 8

Annað

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Breytingar á aðalskipulagi Kópavogs og aðalskipulagi Reykjavíkur

Niðurstöður

Almennt voru umsagnir og athugasemdir jákvæðar gagnvart Borgarlínu og markmiðum um breyttar ferðavenjur. Fram komu ábendingar um legu Borgarlínunnar og staðsetningu stöðva. Bent var á mikilvæga þætti sem þarf að skoða við frekari útfærslu Borgarlínunnar, s.s. um öryggi vegfarenda, útivistarsvæði, minjar, náttúrufar, markmið Parísarsamningsins og kostnað. Einnig voru nokkur sem hvöttu til frekara samráðs við íbúasamtök og hagsmunaaðila. Litið er til þessara atriði í áframhaldandi skipulagsvinnu og er ráðgert að kynna drög að aðalskipulagsbreytingum á vormánuðum 2021.

Málsefni

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu leggja fram til kynningar sameiginlega verk - matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar

Lögð er fram til kynningar sameiginleg verk- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 og Reykjavíkurborgar 2010-2030, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, og laga um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006.

Breytingin felst í að staðsetja legu 1. lotu Borgarlínu og svokallaðrar kjarnastöðvar ásamt breytingum á Sæbraut og Miklubraut. Lega Borgarlínu er afmörkuð milli Hamraborgar í Kópavogi og Ártúnshöfða í Reykjavík.

Verk- og matslýsing er í kynningu frá 3. apríl til og með 9. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar. Hægt er að senda inn athugasemdir hér inn á samráðsgáttina, á borgarlinan@borgarlinan.is, skipulag@reykjavik.is eða skipulag@kopavogur.is

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

borgarlinan@borgarlinan.is