Samráð fyrirhugað 15.04.2020—29.04.2020
Til umsagnar 15.04.2020—29.04.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 29.04.2020
Niðurstöður birtar 14.09.2021

Drög að reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 550/2008, um flutning líflamba á milli landssvæða

Mál nr. 83/2020 Birt: 15.04.2020 Síðast uppfært: 14.09.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður birtar

Ekki var unnt að verða við ábendingu í umsögn.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.04.2020–29.04.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.09.2021.

Málsefni

Með breytingu á reglugerðinni er bætt við ákvæði sem bannar flutning líflamba á milli líflambasölusvæða.

Breytingarnar eru gerðar að beiðni Matvælastofnunar sem telur mikilvægt að skerpa enn frekar á sérstöðu skilgreindra líflambasölusvæða samkvæmt reglugerðinni. Með breytingunum er bannað að flytja líflömb á milli líflambasölusvæða sem leiðir til þess að sjúkdómaleg sérstaða hvers líflambasölusvæðis er betur tryggð sem og öryggi svæðanna m.t.t. ýmissa sjúkdóma, t.d. lungnapestar og kregðu sem eru sjúkdómar sem geta leynst í stofni en blossað upp og valdið miklu afurðatjóni. Þannig er breytingin til þess fallin að draga úr hættu á sjúkdómum í sauðfé.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jóhannes Geir Gunnarsson - 17.04.2020

Góðan daginn

Nú víst að það er verið að gera breytingar á lílambasölu tel ég rétt að bæta megi inn hreina hólfinu Miðfjarðarhólfi. En það er hreint hólf eins og hin líflambasölusvæðin. Tel ég það brot á jafnréttis ákvæðum í stjórnarskránni að leyfa ekki líflambasölu úr Miðfjarðarhólfi eins og hinum hreinu hólfunum.

Með bestu kveðju Jóhannes Geir