Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–29.4.2020

2

Í vinnslu

  • 30.4.2020–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-83/2020

Birt: 15.4.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 550/2008, um flutning líflamba á milli landssvæða

Niðurstöður

Ekki var unnt að verða við ábendingu í umsögn.

Málsefni

Með breytingu á reglugerðinni er bætt við ákvæði sem bannar flutning líflamba á milli líflambasölusvæða.

Nánari upplýsingar

Breytingarnar eru gerðar að beiðni Matvælastofnunar sem telur mikilvægt að skerpa enn frekar á sérstöðu skilgreindra líflambasölusvæða samkvæmt reglugerðinni. Með breytingunum er bannað að flytja líflömb á milli líflambasölusvæða sem leiðir til þess að sjúkdómaleg sérstaða hvers líflambasölusvæðis er betur tryggð sem og öryggi svæðanna m.t.t. ýmissa sjúkdóma, t.d. lungnapestar og kregðu sem eru sjúkdómar sem geta leynst í stofni en blossað upp og valdið miklu afurðatjóni. Þannig er breytingin til þess fallin að draga úr hættu á sjúkdómum í sauðfé.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla og landbúnaðar

postur@anr.is