Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.4.–19.5.2020

2

Í vinnslu

  • 20.5.2020–3.1.2021

3

Samráði lokið

  • 4.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-87/2020

Birt: 21.4.2020

Fjöldi umsagna: 6

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Reglugerð um heimildir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnalyfjum, um námskröfur og veitingu leyfa

Niðurstöður

Ráðuneytinu bárust sex umsagnir sem voru yfirfarnar. Ekki þótti ástæða til að breyta drögunum. Reglugerðin hefur verið birt í stjórnartíðindum og öðlaðist gildi 1. janúar 2021.

Málsefni

Reglugerðardrög um heimildir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnalyfjum, um námskröfur og veitingu leyfa.

Nánari upplýsingar

Reglugerðardrög þessi sem fjalla um heimildir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnalyfjum, um námskröfur og veitingu leyfa eru samin af óformlegum vinnuhópi sem settur var saman af heilbrigðisráðuneytinu. Í vinnuhópnum sátu fulltrúar hjúkrunarfræðideildar í HÍ, ljósmóðurfræðideildar HÍ, lyfjafræðideildar HÍ, hjúkrunarfræðideildar HA, Embættis landlæknis, Lyfjastofnunar og heilbrigðisráðuneytisins.

Sá fyrirvari er gerður varðandi gildistöku reglugerðarinnar að enn skortir lagaheimild fyrir gjaldtöku sem og aðgangsheimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra að lyfjagagnagrunni sem kveðið er á um í reglugerðardrögunum. Þegar frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga verður að lögum mun aftur á móti fullnægjandi lagaheimild verða fyrir hendi svo reglugerðin geti tekið gildi. Með því að óska eftir umsögnum um reglugerðardrögin í Samráðsgátt stjórnvalda á þessari stundu, þrátt fyrir að þinglegri meðferð um lyfjalagafrumvarpið sé ekki lokið, má því gera ráð fyrir að reglugerðin verði tilbúin samhliða því að lyfjafrumvarpið verður að lögum.

Ráðuneytið óskar hér með eftir umsögnum um framangreind drög að reglugerð sem byggjast á heimild í lögum nr. 153/2018 sem breytti lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu.

Tilgangurinn með reglugerðinni er að útfæra þá heimild sem veitt var með lögum nr. 153/2018 að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gætu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, ávísað hormónatengdum getnaðarvarnalyfjum.

Helstu ákvæði reglugerðardraganna varða:

- Lyf sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður mega ávísa.

- Skilyrði sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður þurfa að uppfylla til að ávísa tilteknum lyfjum.

- Námskröfur háskólanna.

- Leyfisveitingar og gjaldtaka Embættis landlæknis.

- Eftirlit og viðurlög.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is