Samráð fyrirhugað 22.04.2020—07.05.2020
Til umsagnar 22.04.2020—07.05.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 07.05.2020
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla

Mál nr. 88/2020 Birt: 22.04.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.04.2020–07.05.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í reglugerðinni er kveðið á um skilyrði fyrir notkun Skráargatsins við merkingar og markaðssetningu matvæla. Skilyrði fyrir notkun merkingarinnar styðja við ráðleggingar um mataræði.

Í reglugerðinni er kveðið á um skilyrði fyrir notkun Skráargatsins við merkingar og markaðssetningu matvæla. Endurskoðun reglugerðarinnar var unnin í samstarfi þeirra þjóða sem nota Skráargatið.

Merkið Skráargatið byggir á næringarviðmiðum um innihald fitu, sykurs, trefja, heilkorns og salts í matvælum í þeim matvælaflokkum sem tilgreindir eru í viðauka II við reglugerðina. Skilyrði fyrir notkun Skráargatsins styðja við ráðleggingar um mataræði. Með fyrirhuguðum breytingum á reglugerðinni verður unnt að merkja fleiri vörur með Skráargatinu, til dæmis tilbúna rétti og jurtavörur, og þannig aukið við möguleika matvælaframleiðenda til að nota merkinguna. Flokkar sem taka breytingum eru flokkar 9, 10, 22 og 24-30. Með reglugerðinni verður einnig gerð smávægileg breytingu á útliti Skráargatsins.

Í ákvæði til bráðabirgða er gert ráð fyrir að heimilt verði að merka matvæli í samræmi við ákvæði eldri reglugerðar fram til 1. janúar 2022. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að merkja og markaðssetja matvæli sem framleidd eru í samræmi við reglugerðina með eldra útliti merkingarinnar til 1. janúar 2024.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Embætti landlæknis - 07.05.2020

Sjá umsögn embættis landlæknis í viðhengi.

Viðhengi