Samráð fyrirhugað 30.04.2020—14.05.2020
Til umsagnar 30.04.2020—14.05.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 14.05.2020
Niðurstöður birtar 17.09.2021

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (flokkun mannvirkja og eftirlit með mannvirkjagerð)

Mál nr. 90/2020 Birt: 30.04.2020 Síðast uppfært: 17.09.2021
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Húsnæðis- og skipulagsmál
  • Alþingi og eftirlitsstofnanir þess
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Almanna- og réttaröryggi
  • Markaðseftirlit og neytendamál
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
  • Æðsta stjórnsýsla

Niðurstöður birtar

Samráði um drögin að frumvarpinu er lokið. Alls bárust 14 umsagnir um frumvarpsdrögin. Tekið var tillit til athugasemda eftir því sem kostur var. Jákvæðar umsagnir bárust m.a. um styrkingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála, einföldun byggingarleyfisferlis og eftirlits með innleiðingu flokkunar mannvirkja. Nokkrir umsagnaraðilar lýstu yfir áhyggjum af því að hverfa eigi frá því að byggja eftirlitskerfi byggingariðnaðarins á faggiltum skoðunarstofum. Þá voru frekari skýringar m.a. gerðar við 3. gr. og bráðabirgðaákvæði. Frumvarpið hefur nú verið samþykkt sem lög nr. 134/2020.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 30.04.2020–14.05.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.09.2021.

Málsefni

Frumvarpinu er ætlað að einfalda regluverk byggingarmála og gera það skilvirkara sem hefur í för með sér lægri byggingarkostnað, aukið framboð á íbúðum og bætta stöðu á húsnæðismarkaði.

Með frumvarpi þessu eru gerðar breytingar á lögunum í því skyni að einfalda regluverk byggingarmála og gera það skilvirkara sem hefur í för með sér lægri byggingarkostnað. Talið er að með því að efla og auka þátt rafrænnar stjórnsýslu, koma á flokkun mannvirkja og falla frá kröfu um að allir skoðunaraðilar séu faggiltir sé stigið ákveðið skref í þá átt.

Fram hefur komið á vettvangi byggingariðnaðarins að nauðsynlegt sé að efla og auka þátt rafrænnar stjórnsýslu í öllum ferlum til þess að auka skilvirkni og gagnsæi. Því sé mikilvægt að innleiða rafræn gagnaskil og rafrænar undirskriftir í öllum ferlum. Þannig er lagt til að hnykkt verði á því að rafræn skil á hönnunargögnum og rafrænar undirskriftir og samþykki vegna umsóknarferlis og skil á gögnum vegna mannvirkjagerðar verði að meginreglu og er það mikilvægur þáttur í því að ná fram þeim markmiðum stjórnvalda að minnka sóun með því að stuðla að rafrænni stjórnsýslu.

Þá hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að innleiða flokkun mannvirkja eftir umfangi og eðli þeirra, að fyrirmynd annarra Norðurlandaþjóða, í þeim tilgangi að einfalda og efla eftirlit með mannvirkjum og gera það skilvirkara. Slíka flokkun mætti nýta til að stytta umsóknarferli vegna einfaldari framkvæmda. Jafnframt hefur verið talið að með slíkri breytingu yrði auðveldara að stýra eftirliti með mannvirkjagerð og að greina hvar þurfi að auka og efla eftirlit. Af þessu leiðir að núgildandi krafa um að allir skoðunaraðilar hafi faggildingu er ekki lengur talin fýsileg.

Í ljósi þessa er lagt til að ráðherra skuli í reglugerð flokka mannvirki eftir stærð, vandastigi, fyrirhugaðri notkun og samfélagslegu mikilvægi með það að markmiði að hægt sé að aðlaga umsóknarferli og eftirlit að eðli og umfangi framkvæmda. Jafnframt er lögð til breyting á 19. gr. laganna þannig að faggildingarkrafa fyrir byggingarfulltrúaembætti sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skv. 19. gr. laganna verði felld niður.

Loks er lagt til að stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setji stofnuninni gjaldskrá án birtingar í B-deild Stjórnartíðinda né staðfestingar ráðherra, líkt og núgildandi ákvæði kveður á um.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Anna Margrét Tómasdóttir - 13.05.2020

Hafnarfjörður 13.05.2020

Undirrituð gerir athugasemd við Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki nr. 160/2010 (flokkun mannvirkja og eftirlit með mannvirkjagerð)

Ég geri athugasemd við breytingar í 3. gr. þar kemur fram í 3. málsl. 1. mgr.

" við framkvæmd eftirlits, sem og við umsókn um löggildingar eða starfsleyfi….."

3 . gr. 5. mgr. 17. gr. laganna verður svohljóðandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur eftirlit með störfum löggiltra hönnuða, löggiltra iðnmeistara og byggingarstjóra með úttektum á gæðastjórnunarkerfum þeirra. Eftirlit fer fram með úrtaksskoðunum auk þess sem heimilt er að framkvæma aukið eða tíðara eftirlit ef ítrekað koma fram athugasemdir við störf þeirra á grundvelli upplýsinga sem skráðar eru í rafræna byggingargátt sem og upplýsinga sem berast stofnuninni með öðrum hætti. Við framkvæmd eftirlits, sem og við umsókn um löggildingu eða starfsleyfi, eða endurnýjun þess, skulu eftirlitsskyldir aðilar afla og leggja fram úttektarskýrslu um gerð eða virkni gæðastjórnunarkerfis frá faggiltri skoðunarstofu eða vottunarstofu ef við á. Komi í ljós við eftirlit að gæðastjórnunarkerfi uppfylli ekki ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim skal gefa eftirlitsskyldum aðila kost á að bæta úr því nema um alvarlegt brot sé að ræða. Um alvarleg og ítrekuð brot fer samkvæmt ákvæðum 57. gr. Heimilt er að kveða nánar á um tilhögun eftirlits í reglugerð.

Bent skal á að ekki er krafa um gæðastjórnunarkerfi þegar sótt er um löggildingar hönnuða eða iðnmeistara samanber 26. gr. og 3. mgr. 32. gr í Mannvirkjalögum, svo það stenst ekki að krefja hönnuði og iðnmeistara um úttektarskýrslur þegar sótt er um löggildingu.

Það er óæskilegt að tengja gæðastjórnunarkerfi við löggildingar. Löggildingar eru starfsréttindi sem þú aflar þér með námi og starfsreynslu. Í mörgum tilfellum er krafa um löggildingar í störf þar sem ekki er gerð krafa um gæðastjórnunarkerfi, td. í ýmis sérfræðistöf hjá ríki og borg. Einnig ef hönnuðir eða iðnmeistarar eru laumamenn þá vinna þeir undir gæðastjórnunarkerfi atvinnurekandans og þá er ekki þörf fyrir eigið gæðastjórnunarkerfi. Löggildir hönnuðir og iðnmeistarar vinna ýmis störf þar sem ekki er þörf fyrir gæðastjórnunarkerfi en gerð er krafa um löggildingu.

Einnig geri ég athugasemd við orðalag í 9. gr. þar er talað um vandasama eða umfangsmikla framkvæmd og svo sérlega vandasamar framkvæmdir. Hver er munurinn á þessum framkvæmdum. Fróðlegt væri að fá skilgreiningu á mun milli vandasamra framkvæmda og sérlega vandasamra framkvæmda.

9. gr. 2. tölul. ákvæðis til bráðabirgða skal orðast svo: Leyfisveitanda er heimilt á eigin kostnað að útvista eftirliti við yfirferð séruppdrátta þegar um vandasama eða umfangsmikla framkvæmd er að ræða. Skoðunarmaður skal uppfylla skilyrði 21. gr. Sé um sérstaklega vandasama framkvæmd að ræða er leyfisveitanda heimilt að gera sérstakar kröfur til hæfis skoðunarmanna. Yfirferð skoðunarmanna er á ábyrgð leyfisveitanda og skal farið eftir ákvæðum 3. mgr. 17. gr. um framkvæmd skoðunar að því leyti sem við á. Byggingarfulltrúar og starfsmenn þeirra sem eru starfandi við gildistöku laga þessara skulu teljast uppfylla skilyrði a-c liðar 1. mgr. 21. gr.

Virðingarfyllst,

Anna Margrét Tómsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 BSI á Íslandi ehf - 13.05.2020

Hjálagt er umsögn BSI á Íslandi ehf vegna frumvarps um breytingu á lögum um mannvirki.

Fyrir hönd BSI

Árni H. Kristinsson

Framkvæmdastjóri

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Elmar Hallgríms Hallgrímsson - 14.05.2020

Umsögn frá Samiðn.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra - 14.05.2020

Umsögn Sjálfsbjargar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (flokkun mannvirkja og eftirlit með mannvirkjagerð) er í viðhengi. mbk Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar lsh.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök atvinnulífsins - 14.05.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

f.h. SA

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 14.05.2020

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (flokkun mannvirkja og eftirlit með mannvirkjagerð).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Isavia ohf. - 14.05.2020

Meðfylgjandi er umsögn Isavia ohf

kveðja

fh Isavia ohf

Sólveig Eiriksdóttir

aðstoðarmaður lögfræðinga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Ágúst Þór Jónsson - 14.05.2020

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (flokkun mannvirkja og eftirlit með mannvirkjagerð).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Öryrkjabandalag Íslands - 14.05.2020

Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki

Með kveðju

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Öryrkjabandalag Íslands - 14.05.2020

Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki

Með kveðju

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Verkfræðingafélag Íslands - 14.05.2020

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Verkfræðingafélag Íslands - 14.05.2020

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#13 Samtök iðnaðarins - 14.05.2020

Gott kvöld

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki nr. 160/2010, með síðari breytingum (flokkun mannvirkja og eftirlit með mannvirkjagerð), mál nr. 90/2020.

F.h. Samtaka iðnaðarins

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Reykjavíkurborg - 15.05.2020

Viðhengi