Samráð fyrirhugað 06.05.2020—13.05.2020
Til umsagnar 06.05.2020—13.05.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 13.05.2020
Niðurstöður birtar 14.05.2020

Endurskoðaðar reglur um störf áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema

Mál nr. 92/2020 Birt: 06.05.2020 Síðast uppfært: 14.05.2020
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Háskólastig

Niðurstöður birtar

Samráði lokið. Engar efnislegar umsagnir bárust. Reglur voru birtar 6. maí 2020.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.05.2020–13.05.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.05.2020.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir drög að reglum um áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema sem hafa stoð í lögum um háskóla nr. 63/2006. Reglurnar eru endurskoðun á reglum nr. 1152/2006 um sama efni.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir drög að reglum um áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema sem hafa stoð í lögum um háskóla nr. 63/2006. Reglurnar eru endurskoðun á reglum nr. 1152/2006 um sama efni.

Helstu breytingar eru þær að auk auk lögbundinna hæfniskrafna um héraðsdómslögmannsréttindi nefndarfólks er gerð krafa um að nefndarfólk hafi starfsreynslu af úrlausn stjórnsýslumála og að í nefndinni skuli vera til staðar þekking og reynsla af akademísku starfi á háskólastigi. Í samræmi við kröfur í lögum um opinber skjalasöfn er nýtt ákvæði um skjalavörslukerfi og skráningu og vistun gagna og upplýsinga. Þá er einnig nýmæli að áfrýjunarnefndin undirbúi birtingu auðkennahreinsaðra úrskurða á vefsvæði Stjórnarráðsins og að kærandi fylli út rafrænt eyðublað á vefsvæði nefndarinnar. Með hliðsjón af ábendingum í nýlegri skýrslu Páls Hreinssonar um sjálfstæðar stjórnsýslunefndir er einnig lögð til sú breyting að skýrsla nefndarinnar til ráðherra skuli innihalda þau atriði er huga þurfi að og bæta úr í málsmeðferð lægra setts stjórnvalds. Reglurnar eru og uppfærðar í samræmi við kröfur laga um persónuvernd og verndun persónuupplýsinga.