Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–22.5.2020

2

Í vinnslu

  • 23.5.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-93/2020

Birt: 7.5.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017, um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

Niðurstöður

Ákveðið var að í stað þess að setja nánari ákvæði um framkvæmd gestaflutninga í reglugerð yrðu þau lögð fram í frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Frumvapið var samþykkt á Alþingi 13. júní 2021, sjá lög nr. 97/2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 474/2017.

Nánari upplýsingar

Erlend fyrirtæki hafa boðið akstur með hópbifreiðum hér á landi og hafa flutt inn hópbifreiðar til að stunda fólksflutninga yfir lengri tíma. Leyfi erlendra aðila til að flytja farþega hér á landi gegn gjaldi byggist á bandalagsleyfi sem er gefið út í heimaríki flutningsaðila á grundvelli Evrópureglugerðar nr. 1073/2009 og kallast þá gestaflutningar.

Lög um um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017, og reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 474/2017, gilda um starfrækslu erlendra hópbifreiða á Íslandi. Reglugerðin innleiðir reglugerð ESB nr. 1073/2009 í íslenska löggjöf.

Gestaflutningar eru skilgreindir þannig í reglugerð nr. 474/2017 sem er samhljóða skilgreiningu reglugerðar ESB nr. 1073/2009:

Flutningar á vegum innanlands gegn gjaldi sem flutningafyrirtækið starfrækir tímabundið í gistiríki eða, í farþegaflutningum, þegar farþegar eru sóttir og þeim skilað innan sama ríkis, í tengslum við reglubundnar ferðir milli landa, í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, svo fremi að það sé ekki meginmarkmið þjónustunnar.

Flutningsaðili sem stundar gestaflutninga skal virða eftirfarandi í lögum og reglum hér á landi:

i skilyrði sem gilda um flutningssamninginn,

ii. skilyrði um stærð og þyngd ökutækja,

iii. kröfur varðandi flutninga á tilteknum hópum farþega, s.s. skólabörnum, börnum og hreyfihömluðum,

iv. skilyrði um aksturs- og hvíldartíma,

v. skilyrði um virðisaukaskatt á flutningaþjónustu.

Í skilgreiningunni hér að ofan er aðeins kveðið á um „starfrækir tímabundið“ og er ekki í reglugerðinni að finna nákvæmari skýringu á þeirri merkingu, þ.e. hversu lengi gestaflutningar mega vera hér á landi. Til þessa hafa því tímamörk gestaflutninga miðast við ákvæði reglugerðar um ýmis tollfríðindi sem fjármálaráðuneytið gefur út, nánar tiltekið ákvæði um tímabundin tollfrjálsan innflutning ökutækis sem er eitt ár.

Það að erlendar hópbifreiðar hafa verið staðsettar hér yfir lengri tíma er ekki í samræmi við tilgang reglugerðarinnar um að gestaflutningar séu tímabundnir. Í meðfylgjandi drögum að breytingu á reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga hér á landi, nr. 474/2017 er lagt til að tímamörk gestaflutninga hér á landi verði skilgreind sem 14 dagar.

Lögregla og tollgæsla hafa eftirlit með gestaflutningum. Erlendar hópbifreiðar fá stimpil hjá tollgæslunni við komuna til landsins þar sem komudagur er tilgreindur. Samkvæmt lögum nr. 28/2017 framkvæmir lögreglan vettvangseftirlit með ökutækjum sem falla undir lögin og myndi þar með hafa eftirlit með því 14 daga tímamörkin væru virt. Samkvæmt lögunum getur lögreglan fyrirskipað kyrrsetningu ökutækis ef flutningur á fólki fer fram án tilskilins leyfis.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is