Drög að reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 7. – 22. maí 2020. Eins umsögn barst um reglugerðardrögin. Reglugerð nr. 666/2020 um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki var birt í Stjórnartíðindum 3. júlí 2020.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.05.2020–22.05.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.07.2020.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki.
Þann 1. janúar sl. tóku í gildi ný lög um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019. Samkvæmt 5. gr. laganna skal endurskoðendaráð birta opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem fengið hafa starfsleyfi til endurskoðunarstarfa. Með reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki eru settar nánari reglur um skráninguna og hvaða upplýsingar skulu koma fram í skránni.
Með reglugerðinni er jafnframt feld úr gildi reglugerð um sama efni nr. 460/2011.
Reykjavík 20. maí2020
Tilvísun FLE 8-2020
Samráðsgáttin
Málefni: Reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki.
Framangreind reglugerð hefur verið lögð fram á samráðsgátt stjórnvalda. Álitsnefnd Félags Löggiltra endurskoðenda (FLE) hefur tekið reglugerðina til skoðunar og vill koma eftirfarandi á framfæri.
Í 12. tölulið 3. greinar er talað um upplýsingar um aðild endurskoðunarfyrirtækja að neti endurskoðunarfyrirtækja og skrá yfir nöfn og heimilisföng aðildar- og eignatengdra fyrirtækja.
Hér teljum við að væntanlega sé átt við net alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja og skrá yfir íslensk nöfn og heimilisföng aðildar- og eignatengdra fyrirtækja og leggjum því til að þessi töluliður verði orðaður með þeim hætti svo skýrt sé hvað sé átt við.
Virðingarfyllst,
f.h. Félags löggiltra endurskoðenda
Sigurður B. Arnþórsson
Framkvæmdastjóri FLE