Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–22.5.2020

2

Í vinnslu

  • 23.5.–22.7.2020

3

Samráði lokið

  • 23.7.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-95/2020

Birt: 7.5.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki

Niðurstöður

Drög að reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 7. – 22. maí 2020. Eins umsögn barst um reglugerðardrögin. Reglugerð nr. 666/2020 um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki var birt í Stjórnartíðindum 3. júlí 2020.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki.

Nánari upplýsingar

Þann 1. janúar sl. tóku í gildi ný lög um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019. Samkvæmt 5. gr. laganna skal endurskoðendaráð birta opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem fengið hafa starfsleyfi til endurskoðunarstarfa. Með reglugerð um opinbera skrá yfir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki eru settar nánari reglur um skráninguna og hvaða upplýsingar skulu koma fram í skránni.

Með reglugerðinni er jafnframt feld úr gildi reglugerð um sama efni nr. 460/2011.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

anr@anr.is