Samráð fyrirhugað 07.05.2020—22.05.2020
Til umsagnar 07.05.2020—22.05.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 22.05.2020
Niðurstöður birtar 23.07.2020

Reglugerð um endurmenntun endurskoðenda

Mál nr. 96/2020 Birt: 07.05.2020 Síðast uppfært: 23.07.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um endurmenntun endurskoðenda voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 7. – 22. maí 2020. Ein umsögn barst um reglugerðardrögin. Reglugerðardrögin byggja á ákvæðum laga um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019, en athugasemdir í umsögninni kalla á lagabreytingar og því eru ekki gerðar breytingar á reglugerðardrögunum vegna þeirra. Reglugerð nr. 665/2020 um endurmenntun endurskoðenda var birt í Stjórnartíðindum 3. júlí 2020.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.05.2020–22.05.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.07.2020.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um endurmenntun endurskoðenda.

Þann 1. janúar sl. tóku í gildi ný lög um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019. Samkvæmt 9. gr. laganna er endurskoðanda skylt að afla sér endurmenntunar sem tryggir að hann viðhaldi reglulega fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og faglegum gildum.

Með reglugerð um endurmenntun endurskoðenda eru sett nánari ákvæði um endurmenntun endurskoðenda.

Með reglugerðinni er jafnframt feld úr gildi reglugerð um sama efni nr. 30/2011.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Árni Tómasson - 12.05.2020

Leyfi mér að benda á tvö atriði.

Annars vegar finnst mér skorta á kröfur um upplýsingatækniþekkingu (tölvur-forrit-öryggismál, etc) til hliðsjónar við það sem fram kemur í reglugerð um prófnefnd og þekkingu til endurskoðunarprófs. Eldri kröfur tóku mið af umhverfi sem rekja má til eldri tíma, en vart þarf að fjölyrða um þá miklu breytingu sem orðið hefur þar á.

Hins vegar tel ég tímabært að huga að kerfisbreytingu, sem gerir meiri kröfur (í takt við það sem nú er) til þeirra sem sinna endurskoðun stærri (meðalstórra) félaga, PIE-félaga, etc., en minni til þeirra sem eingöngu endurskoða önnur félög og sinna öðrum störfum sem þó hafa fallið undir starfssvið endurskoðenda. Í mörgum tilvikum, ekki síst þegar árin færast yfir, er algengara að menn sinni viðaminni og einfaldari viðfangsefnum. Kröfur til endurmenntunar þurfa ekki að vera jafn viðamiklar í þessum tilvikum og hinum, en það er réttlætismál að menn geti áfram kallað sig (löggilta) endurskoðendur og undirritað sem slíkir, líkt og nánast allar aðrar sérfræðistarfsstéttir virðast geta gert. Ég hef ekki orðið var við að menn stundi almnennt heilaskurðlækningar eftir sjötugt, en kalli sig engu að síður lækna áfram og stundi eftir atvikum einfaldari lækningar, svo ekki sé minnst á lögfræðinga, verkfræðinga ofl. Hugsun mín er sú að þeir sem ekki endurskoða PIE rekstrareiningar eða stærri (þess vegna meðalstór) félög, þurfi ekki jafn viðamikla endurmenntun og hinir, en á móti hafi þeir ekki heimild til að taka að sér endurskoðun þannig félaga. Óski þeir eftir að verða tækir til slíkra starfa, þurfi þeir áður að sýna fram á hæfni sína, annaðhvort með sérstöku prófi eða endurmenntunareiningum.