Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.5.2020

2

Í vinnslu

  • 29.5.2020–21.12.2021

3

Samráði lokið

  • 22.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-100/2020

Birt: 14.5.2020

Fjöldi umsagna: 7

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum.

Niðurstöður

Alls bárust sjö umsagnir við drög að reglugerð. Gerðar voru athugasemdir við þau mörk sem kveðið var á um í reglugerðardrögunum, þ.e. viðbrögð við niðurstöðu talningu laxalúsar. Ráðuneytið lagði mat á allar umsagnir sem bárust ásamt dýralækni smitsjúkdóma hjá Matvælastofnun og var ákveðið að bregðast við áðurnefndum athugasemdum. Sjá nánar í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að breytingarreglugerð vegna tilkynningarskyldu sem snýr að niðurstöðu talningar laxalúsar í fiskeldi.

Nánari upplýsingar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 300/2018, um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum. Með lögum nr. 101/2019 var ýmsum lagaákvæðum sem tengst fiskeldi breytt. Meðal annars bættist við nýr málsliður í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum, þar sem kveðið er á um að ráðherra, að höfðu samráði við Matvælastofnun, setji reglugerð sem mælir fyrir um aðgerðir vegna sníkjudýra í fiskeldi, s.s. um skyldu rekstraraðila til að telja laxalús og tiltekin viðmiðunarmörk um viðbrögð og aðgerðir vegna útbreiðslu laxalúsar. Í reglugerð þessari er mælt fyrir um að innra eftirlit sjókvíaeldisstöðva skuli m.a. fela í sér vöktun á viðkomu laxa- og fiskilúsar og ef niðurstaða talningar laxalúsar leiðir í ljós að meðaltals fjöldi kynþroska kvenlúsa innan viðkomandi svæðis sé meiri en sem nemur þremur lúsum á hvern fisk tvö samliggjandi talningatímabil í röð skuli rekstrarleyfishafi tilkynna það til Matvælastofnunar, sem skal þá meta hvort og þá hvaða aðgerða er þörf.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

anr@anr.is