Samráð fyrirhugað 18.05.2020—25.05.2020
Til umsagnar 18.05.2020—25.05.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 25.05.2020
Niðurstöður birtar

Stafræn ökuskírteini

Mál nr. 101/2020 Birt: 18.05.2020
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (18.05.2020–25.05.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.

Með drögunum er lagt til að útgáfa stafrænna ökuskírteina, til viðbótar við hefðbundin ökuskírteini, verði heimiluð. Stafræn ökuskírteini verði þannig jafngild hefðbundnum ökuskírteinum hér á landi. Almennt eru ökuskírteini viðurkennd gagnkvæmt milli EES ríkja en svo yrði almennt ekki um stafræn ökuskírteini, verði útgáfa þeirra heimiluð, þar sem þau uppfylla ekki kröfur Tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/126/EB um ökuskírteini.

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið lausn í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið svo sækja megi stafræn ökuskírteini í snjallsíma. Þannig geti handhafi ökuskírteinis sótt stafræna útgáfu þess í gegnum vefinn www.island.is eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Tryggvi Örn Björnsson - 21.05.2020

Frábært.!!!

Afrita slóð á umsögn

#2 Tinna Berglind Guðmundsdóttir - 21.05.2020

Þarf að vera með nýjustu útgáfu af ökuskírsteinum til að geta sótt um rafrænt ökuskírteini?

Ef fólk er svipt, getur það sótt sér rafrænt ökuskírteini, hvernig kemur það út ?

Afrita slóð á umsögn

#3 Hallur Guðmundsson - 21.05.2020

Þetta finnst mér stórgóð hugmynd. Það eru flestir með símann með sér alltaf. Auk þess býður þetta upp á aukið öryggi í skilríkjamálum. Vonandi fylgja vegabréfin í kjölfarið.

Afrita slóð á umsögn

#4 Máni Sær Viktorsson - 21.05.2020

Sækja um stafræn ökuskírteini kt 2706652099

Afrita slóð á umsögn

#5 Sunneva Ósk Ayari - 21.05.2020

Mjög sniðugt! Ég segi nú bara mikið var.

Afrita slóð á umsögn

#6 Tómas Kristjánsson - 21.05.2020

Nokkuð hefur verið um kvartanir í Ástralíu um að verslunarþjónusta sem krefst auðkenningar, t.d. vegna aldurs viðkomandi, neiti að taka mark á rafrænu ökuskírteini. Það þarf því að skilgreina vel gildissvið hins rafræna skjals til að forðast slíka árekstra.

Tryggja þarf að hægt sé að sýna rafrænt ökuskírteini án þess að gagnaöryggi snjallsímans sé fórnað, t.d. með því að hafa það aðgengilegt í gegnum “Wallet” á iPhone símum eins og gert er með rafræn greiðslukort.

Að öðru leyti fagna ég öllum rafrænum lausnum hins opinbera.

Afrita slóð á umsögn

#7 Elías Örn Alfreðsson - 21.05.2020

Fram kemur í frétt um málið að krafist verði s.k. rafrænna skilríkja svo sækja megi um rafrænt ökuskírteini.

Ekki hefur verið sýnt fram á „öryggi“ rafrænna skilríkja fram yfir auðkenningu á island.is þar sem nægjanlegt er að komast yfir síma viðkomandi og 4 talna pin lykilorð til þess að komast yfir rafræn skilríki einhvers. Það er því falskt öryggi að nota 4 stafa pin lykilorð á móts við langt lykilorð á island.is.

Einnig ætti heldur ekki að þvinga landsmenn til viðskipta við fyrirtæki sem hefur lifibrauð sitt af því að bjóða upp á slíka óörugga lausn sem 4 stafa pin lykilorð er í raun.

Mín tillaga er að fullkomin auðkenning fáist með innskráningu á island.is, ekki skuli krefjast s.k. rafrænna skilríkja þegar sótt er um rafrænt ökuskírteini.

Afrita slóð á umsögn

#8 Sigmundur Freyr Hafþórsson - 21.05.2020

Þetta myndi auðvelda allt miklu meira, fólk þarf ekki að muna eftir neinu nema bíllyklum og síma. Það er hægt að gera allt sem maður þarf í símanum svo af hverju ekki stafrænt ökuskírteini?

Afrita slóð á umsögn

#9 Guðmundur Kristján Unnsteinsson - 21.05.2020

Langar að leggja til að flugskýrteini, og vegabref verði einnig gerð rafræn og sett inn í veski eða app með sama hætti og ökuskýrteini.

Afrita slóð á umsögn

#10 Guðjón Sverrir Guðmundsson - 21.05.2020

Tími til kominn. Hef búið erlendis þar sem meira að segja flugskírteini er komið í símann. Auðveldar lífið töluvert.

Afrita slóð á umsögn

#11 Patrekur Örn Pálmason - 21.05.2020

Góð hugmynd!

Spennandi að sjá hvort það verði að þú sýnir skjáinn eða afhendir símann

Afrita slóð á umsögn

#12 Grétar Þorgils Grétarsson - 21.05.2020

Sækja um ökuskýrteini í síma

Afrita slóð á umsögn

#13 Viktor Alexander Halldórsson - 21.05.2020

Þvílik snilld

Afrita slóð á umsögn

#14 Mikael Róbert Ólafsson - 22.05.2020

Góðan daginn.

Rafræn skirteini er mikilvægt skreif til að auðvelda mönnum að hafa skýrteinin sín hjá sér þegar opinberir aðilar telja þörf að staðfesta gild réttindi handhafans eða aðrir sem þurfa að fá staðfestingu á réttindum handhafans.

Er í þannig starfi að vera með veski á sér öllum stundum er ekki hentugt, en þarf oft að stökkva til og stjórna ökutægi eða lyftara, þannig að vera möguleka að vera með rafræn réttindi í farsímanum er góður kostur.

Þessi heimild á rafrænu ökuskýrtein er vonandi bara upphafið á því að öll opinber réttindi svo sem réttindi útgefin af Vinnueftirliti ríkisins, Samgöngustofu, skotvopnaleyfi.

Virðingarfyllst

Mikael Róbert Ólafsson

Afrita slóð á umsögn

#15 Margrét Björk Grétarsdóttir - 23.05.2020

Rafrænt ökuskírteini

Afrita slóð á umsögn

#16 Sunna Lind Ægisdóttir - 25.05.2020

Umsókn um nýtt ökuskírteini

Afrita slóð á umsögn

#17 Jón Ásgeir Kristjánsson - 25.05.2020

Mér fynnst þetta bara mjög sniðugt eins og fyrir þá sem eru að týna ökuskírteininum sínum og þurfa borga hellings pening fyrir nýtt

Afrita slóð á umsögn

#18 Félag íslenskra bifreiðaeigenda - 25.05.2020

Hér meðfylgjandi er umsögn frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um stafræn ökuskírteini.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Félag íslenskra bifreiðaeigenda - 25.05.2020

Hér meðfylgjandi er umsögn frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um stafræn ökuskírteini.