Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.–25.5.2020

2

Í vinnslu

  • 26.5.2020–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-101/2020

Birt: 18.5.2020

Fjöldi umsagna: 19

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Stafræn ökuskírteini

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.

Nánari upplýsingar

Með drögunum er lagt til að útgáfa stafrænna ökuskírteina, til viðbótar við hefðbundin ökuskírteini, verði heimiluð. Stafræn ökuskírteini verði þannig jafngild hefðbundnum ökuskírteinum hér á landi. Almennt eru ökuskírteini viðurkennd gagnkvæmt milli EES ríkja en svo yrði almennt ekki um stafræn ökuskírteini, verði útgáfa þeirra heimiluð, þar sem þau uppfylla ekki kröfur Tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/126/EB um ökuskírteini.

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið lausn í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið svo sækja megi stafræn ökuskírteini í snjallsíma. Þannig geti handhafi ökuskírteinis sótt stafræna útgáfu þess í gegnum vefinn www.island.is eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

postur@srn.is