Samráð fyrirhugað 22.05.2020—19.06.2020
Til umsagnar 22.05.2020—19.06.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 19.06.2020
Niðurstöður birtar 14.09.2021

Heildarendurskoðun laga um loftferðir

Mál nr. 102/2020 Birt: 22.05.2020 Síðast uppfært: 14.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Áform um framlagningu frumvarps til nýrra heildarlaga um loftferðir voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is (mál 102/2020) 22. maí - 19. júní 2020. Samtals bárust fjórar umsagnir við áformin og var við vinnslu frumvarpsins m.a. tekið mið af þeim. Drög að frumvarpi til laga um loftferðir var í framhaldinu kynnt í samráðsgátt 19. október - 16. nóvember 2020 (sjá mál 220-2020).

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.05.2020–19.06.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.09.2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram nýtt frumvarp til laga um loftferðir o. fl. á næsta vetur. Um er að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga.

Núgildandi lög nr. 60/1998 um loftferðir eru nokkuð komin til ára sinna og þrátt fyrir fjölda breytinga er talið tímabært að yfirfara þau heildstætt.

Markmið heildarendurskoðunar og þeirra áforma sem hér eru lögð fram er einkum að tryggja flugstarfsemi skýra lagaumgjörð í samræmi við flugstefnu, stuðla að samkeppnishæfni flugstarfsemi hér á landi og að umgjörð eftirlits sem henni er búin sé í samræmi við þær reglur sem gilda innan EES. Þá sé jafnframt hugað að því að tryggja reglugerð (ESB) 2018/1139, afleiddum EES-gerðum á sviði flugöryggis og öðrum EES-gerðum fullnægjandi lagastoð og skýrar heimildir séu fyrir hendi til setningar reglugerða á grundvelli laganna.

Í þeirri endurskoðun sem fara mun fram verður byggt á þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Ber þar sérstaklega að nefna EES-gerðir á sviði flugöryggis, flugverndar, neytendaverndar og umhverfisverndar. Einkum reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og þeim afleiddu gerðum sem á reglugerðinni byggja og fyrirhugað er að taka upp í EES-samninginn og innleiða í landsrétt. Ennfremur aðra alþjóðasamninga sem Ísland hefur fullgilt þar á meðal samninginn um sameiginlega evrópska flugsvæðið frá 2006.

Samfara endurskoðun er einnig áformað að leggja til nauðsynlegar breytingar á lögum svo hægt sé að fullgilda þrjá alþjóðasamninga á sviði flugverndar. Þá er með frumvarpinu einnig áformað að gera breytingar á fáeinum öðrum lögum til að ná framangreindum markmiðum og fella brott tvenn lög sem talin eru úrelt.

Sérstaklega er óskað eftir ábendingum og eða tillögum frá hagsmunaaðilum sem stutt geta við þá vinnu sem fram undan er. Einkum er leitað eftir afstöðu til eftirfarandi atriða í núgildandi lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum:

a. Ákvæða í VI. kafla laganna um vinnuumhverfi flugverja;

b. Tilhögun og eftirlit með neytendavernd (126. gr. c);

c. Tilhögun og eftirlit með gjaldtöku og markaðsaðgangi (3. málsl. 3. mgr. 57. gr. a, 57. gr. b, 57. gr. c, 71. gr., 71. gr. a, 71. gr. b);

d. Ákvæða í XI. kafla um skaðabætur og vátryggingar; og

e. Heimild til kyrrsetningar loftfars (1. mgr. 136. gr.).

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Umhverfisstofnun - 18.06.2020

Hér fylgir umsögn Umhverfisstofnunar vegna heildarendurskoðunar laga um loftferðir.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Félag íslenskra atvinnuflugmanna - 19.06.2020

Umsögn Félags íslenskra atvinnuflugmanna um áform um nýtt frumvarp til heildarlaga um loftferðir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Isavia ohf. - 19.06.2020

Meðfylgjandi er umsögn Isavia ohf. um heildarendurskoðun laga um loftferðir

kveðja

f.h Isavia ohf.

Sólveig Eiríksdóttir, aðstoðarmaður lögfræðinga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök atvinnulífsins - 19.06.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

kv.

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi