Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.5.–19.6.2020

2

Í vinnslu

  • 20.6.2020–1.7.2021

3

Samráði lokið

  • 2.7.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-103/2020

Birt: 20.5.2020

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Könnun um þjónustu, eftirlit eða framfylgd regluverks ráðuneytis og stofnana

Niðurstöður

Með könnun um þjónustu, eftirlit eða framfylgd regluverks ráðuneytis og stofnana var leitað eftir ábendingum frá fólki, fyrirtækjum og stofnunum um það sem betur mætti fara í starfi eða regluverki hjá ráðuneytinu og fagstofnunum. Rúmlega 50 ábendingar bárust og hefur þegar verið unnið úr ábendingum bæði í stofnunum og ráðuneytinu í samræmi við aðgerðaáætlun þar að lútandi.

Málsefni

Um er að ræða netkönnun þar sem óskað er eftir tillögum um hvernig megi bæta þjónustu og einfalda regluverk á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. Allir eiga kost á að taka þátt í könnuninni til og með 19. júní nk.

Nánari upplýsingar

Könnunin snýr að þjónustu, eftirliti og framfylgd regluverks hjá ráðuneytinu og eftirfarandi stofnunum:

- Samgöngustofu

- Þjóðskrá Íslands

- Byggðastofnun

- Póst- og fjarskiptastofnun

- Vegagerðinni

- Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Markmiðið er að greina hvort og hvar lagðar eru óþarfar, flóknar eða óljósar byrðar á einstaklinga, fyrirtæki eða félagasamtök sem leita þurfa til ráðuneytisins eða stofnana þess.

Verkefnið er eitt af stefnumálum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gera átak í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings.

Með könnun um þjónustu, eftirlit eða framfylgd regluverks ráðuneytis og stofnana var leitað eftir ábendingum frá fólki, fyrirtækjum og stofnunum um það sem betur mætti fara í starfi eða regluverki hjá ráðuneytinu og fagstofnunum. Rúmlega 50 ábendingar bárust og hefur þegar verið unnið úr ábendingum bæði í stofnunum og ráðuneytinu í samræmi við aðgerðaáætlun þar að lútandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is