Samráð fyrirhugað 24.05.2020—05.06.2020
Til umsagnar 24.05.2020—05.06.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 05.06.2020
Niðurstöður birtar 10.08.2020

Drög að reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna

Mál nr. 105/2020 Birt: 24.05.2020 Síðast uppfært: 10.08.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Alls bárust 10 umsagnir frá hagsmunaaðilum. Tekið var tillit til þeirra eins og kostur var. Með lögum nr. 73/2020, um breytingu á lögum um virðisaukskatt nr. 50/1988, var íþróttafélögum, heildarsamtökum á sviði íþrótta, héraðs- og sérsamböndum, félögum og félagasamtökum sem sinna æskulýðsmálum og Þjóðkirkjunni, þjóðkirkjusöfnuðum o.fl., gert kleyft að óska eftir tímabundinni 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna o.fl. Gerðar voru breytingar á reglugerðinni vegna þessa. Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 3. júlí sl. og er nr. 690/2020.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.05.2020–05.06.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 10.08.2020.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna.

Reglugerðin er sett í kjölfar samþykktar laga nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Með lögunum voru lögfest bráðabirgðaákvæði nr. XXXIII og XXXIV við lög um virðisaukaskatt, þar sem m.a. var heimiluð 100% endurgreiðsla virðisaukaskatts á tímabilinu 1. mars til og með 31. desember 2020 vegna vinnu manna á byggingarstað við byggingu, endurbætur og viðhald á íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði o.fl. Þá er reglugerðin sett í kjölfar samþykktar laga nr. 37/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, (frekari aðgerðir), þar sem sveitarfélögum, eða stofnunum og félögum sem alfarið eru í eigu þeirra, var veitt heimild til endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað vegna byggingar annars húsnæðis en íbúðar- og frístundahúsnæðis.

Reglugerðinni er skipt upp í þrjá kafla.

- Í fyrsta kafla er að finna almenn ákvæði um gildissvið og skilgreiningar/orðskýringar.

- Í öðrum kafla er fjallað um skilyrði fyrir endurgreiðslu o.fl. Þar er m.a. að finna umfjöllun um almenn og sérstök skilyrði fyrir endurgreiðslu, virðisaukaskatt sem telst ekki endurgreiðsluhæfur og leiðréttingarskyldu innskatts vegna mannvirkja.

- Í þriðja kafla er að finna ýmis ákvæði, m.a. umfjöllun um kæruleið, gildistöku og lagastoð.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en föstudaginn 5. júní 2020 í samráðsgátt

https://samradsgatt.island.is/

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - 29.05.2020

Sjá umsögn í meðfylgjandi viðhengi.

Ef nánari upplýsinga er þörf þá endilega hafið samband við mig í 899 0844 eða á netfangið liney@isi.is

Kær kveðja

Líney R. Halldórsdóttir

framkvæmdastjóri ÍSÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 KPMG ehf. - 03.06.2020

Umsögn KPMG um drög að reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Guðmundur Einarsson - 04.06.2020

Umsögn um drög að reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna.

Tilgangur reglugerðarinnar er að efla atvinnu í landinu með því að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnulaunum m.a. Vegna nýbygginga og viðhalds.

Mikil uppsöfnuð þörf er fyrir viðhald kirkna og safnaðarheimila í landinu. Það er því sérstaklega líklegt til árangurs að slíkar endurgreiðslur séu í boði vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði í eigu Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Tekið er fram í reglugerðinni að líknarfélög eru meðal þeirra aðila sem geta sótt um endurgreiðslu. Þjóðkirkjan starfrækir hjálparstarf kirkjunnar og einstakir söfnuðir hennar reka sitt eigið hjálparstarf, auk þess að þeir styðja hið almenna hjálparstarf kirkjunnar. þar sem tekið er fram að líknarfélög séu meðal þeirra eigenda slíks húsnæðis, ef eitt stærsta líknarfélag landsins, Þjóðkirkjan og söfnuðir hennar eru þar undan skildir.

Ég vil því skora á stjónrvöld að taka af allan vafa um að þjóðkirkjan og söfnuðir hennar eigi rétt á endurgreiðslu virðisukaskatts samkvæmt reglugerð þessari.

Virðingarfyllst

Guðmundur Einarsson

form. sóknarnefndar 
Seltjarnarnessóknar

Afrita slóð á umsögn

#4 Samband íslenskra sveitarfélaga - 04.06.2020

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Þjóðkirkjan - Biskupsstofa - 05.06.2020

Biskupsstofa

Reykjavík, 5. júní 2020

Efni: Umsögn biskups Íslands um drög að reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna. Mál í Samráðsgátt stjórnvalda nr. 105/2020

Biskup Íslands, f.h. þjóðkirkjunnar og safnaða hennar fagnar fram komnum drögum að reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna, sem kynnt er í Samráðsgátt stjórnvalda.

Í g og h liðum 1. málsgr. 1. gr. reglugerðardraganna segir að „mannúðar- og líknarfélög“, auk annara félaga sem þar eru talin upp og sem teljast starfa til almannaheilla, skuli eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna þeirrar tilteknu vinnu og þjónustu sem í tilvitnuðum ákvæðum greinir.

Söfnuðir þjóðkirkjunnar, sem hver um sig er skilgreindur sem félag, þ.e. „sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining“ samkvæmt þjóðkirkjulögum nr. 78/1997, teljast sannarlega „mannúðar- og líknarfélög“. Kirkjan nefnir þjónustu sína á þessu sviði “kærleiksþjónustu“ og er hún kjarninn í starfi kirkjunnar, safnaða hennar, vígðra þjóna, annars starfsfólks og stofnana á borð við Hjálparstarf kirkjunnar. Einnig skal nefnd starfsemi Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Vegna skilgreiningar á mannúðar- og líknarfélögum í 2. gr. draganna að reglugerðinni skal tekið fram, í viðbót við það sem áður sagði um kjarnann í starfsemi þjóðkirkjunnar, að söfnuðir þjóðkirkjunnar tilheyra hvorki opinberum rekstri né einkarekstri og söfnuðir hafa vitaskuld ekki hagnað að meginmarkmiði. Starf safnaða þjóðkirkjunnar um allt land er að miklu leyti borið uppi í sjálfboðaliðavinnu. Skal í þessu sambandi minnt á ákvæði 1. mgr. 62. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 þar sem segir að hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi, og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Það er skilningur biskups Íslands að réttur safnaðanna verði til staðar til að óska endurgreiðslu, verði reglugerðin gefin út með þessu orðalagi sem í tilvitnuðum ákvæðum greinir.

Eigi að síður telur biskup rétt og horfa til skýringarauka, að auka við tilvitnuð ákvæði þannig að söfnuðir þjóðkirkjunnar sé nefndir í reglugerðinni.

Biskup Íslands gerir þá tillögu að orðalagi tilvitnaðra ákvæða verði breytt þannig að þar segi „mannúðar- og líknarfélög, þ.m.t.söfnuðir þjóðkirkjunnar, íþróttafélög...“

Virðingarfyllst, f.h. biskups Íslands

Guðmundur Þór Guðmundsson

Skrifstofustjóri Biskupsstofu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök atvinnulífsins - 05.06.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Elmar Hallgríms Hallgrímsson - 05.06.2020

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Ungmennafélag Íslands - 05.06.2020

Meðfylgjandi er umsögn UMFÍ um drög að reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Bílgreinasambandið - 05.06.2020

Meðfylgjandi er umsögn Bílgreinasambandsins um drög að reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samtök iðnaðarins - 05.06.2020

Gott kvöld,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna, mál nr. 105/2020.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir

Viðhengi