Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.5.–15.6.2020

2

Í vinnslu

  • 16.6.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-110/2020

Birt: 29.5.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 676/2015 um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust í samráði. Reglugerð hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Málsefni

Með drögum þessum eru lagðar til breytingar á reglugerð nr. 676/2015 um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna. Eru breytingarnar gerðar til að regluverk sé í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/106/EB um lágmarksþjálfun sjómanna.

Nánari upplýsingar

Siglingaöryggisstofnun Evrópu (e. "European Maritime Safety Agency“ – EMSA) heimsótti Ísland árið 2018 til að gera athugun á innleiðingu og framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2008/106/EB um lágmarksþjálfun sjómanna hér á landi. Í kjölfar heimsóknarinnar var gefin út skýrsla þar sem athugasemdir voru gerðar varðandi innleiðingu tilskipunarinnar í íslenskan rétt. Meðal athugasemda voru að ekki séu gerðar kröfur um að kennarar og matsmenn sem noti herma hafi fengið viðeigandi leiðbeiningar um kennslutækni við notkun þeirra. Þá voru gerðar athugasemdir er varða ósamræmi í reglunum er varða útgáfu skírteina og að ekki væru ákveðin skilyrði í íslenskum reglum.

Með reglugerð þessari er lögð til breyting á 7. gr. um skip í strandsiglingum þess efnis að Samgöngustofa sendi Eftirlitsstofnun EFTA upplýsingar um skilyrði sem gilda um strandsiglingar. Þá er lagt til að við 13. gr. um notkun herma bætist ný málsgrein um þær leiðbeiningar sem leiðbeinandur, eftirlitsmenn og matsmenn skulu fá og tilskilda reynslu matsmanna á notkun herma undir eftirliti reynds matsmanns. Loks eru lagðar til breytingar á skýringum við töflum í III. viðauka við reglugerðina sem leiðrétta misræmi á kröfum um siglingatíma.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is