Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.3.–5.4.2018

2

Í vinnslu

  • 6.4.2018–3.7.2019

3

Samráði lokið

  • 4.7.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-27/2018

Birt: 6.3.2018

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að reglugerð um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit

Niðurstöður

Reglugerðin var lögð í samráðsgátt Stjórnarráðsins til umsagnar hagsmunaaðila frá 6. mars 2018 til 5. apríl 2018. Alls bárust átta umsagnir um reglugerðardrögin. Tekið var tillit til umsagnanna eins og frekast var unnt við lokafrágang reglugerðarinnar. Reglugerðin var birt í Stjórnartíðindum 30. maí 2018. Reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit vegna innleiðingar á tilskipun 2010/75/ESB um losun frá iðnaði.

Tilskipun 2010/75/ESB um losun frá iðnaði er endurskoðun og endurútgáfa á sjö eldri EES-gerðum um samþættar mengunarvarnir. Tilskipunin byggir á heildstæðri nálgun þar sem taka skal tillit til umhverfisins í heild, þ.e. mengunar í lofti, vatni og jarðvegi. Markmið tilskipunarinnar er að koma í veg fyrir og takmarka mengun frá tiltekinni starfsemi, svo sem með því að setja losunarmörk vegna mengandi efna. Starfsemi sem fellur undir tilskipunina er m.a. stór málmiðnaður, álver, járnblendi, stórir urðunarstaðir, sláturhús og eldi alifugla og svína af tiltekinni stærð.

Í maí 2017 voru samþykkt lög um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir sem innleiddu tilskipunina að hluta. Til þess að ljúka við innleiðingu tilskipunarinnar þarf að gera viðamiklar breytingar á núgildandi regluverki, einkum reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnareftirlit. Lagt er til að framangreindar reglugerðir verði felldar úr gildi og í stað þeirra komi ný reglugerð um losun frá iðnaði og umhverfiseftirlit.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað um útgáfu starfsleyfa fyrir tiltekinn atvinnurekstur, starfsleyfisskilyrði, viðmiðunarmörk fyrir losun og eftirlit með atvinnurekstrinum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

kjartan.ingvarsson@uar.is