Samráð fyrirhugað 03.06.2020—18.06.2020
Til umsagnar 03.06.2020—18.06.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 18.06.2020
Niðurstöður birtar 10.06.2021

Frumvarp til laga um föngun, flutning og varanlega geymslu koldíoxíðs neðanjarðar

Mál nr. 113/2020 Birt: 03.06.2020 Síðast uppfært: 10.06.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Engar athugasemdir bárust við áformin og í framhaldinu frumvarp kynnt í samráðsgáttinni sbr. mál nr. 215/2020. Það frumvarp varð að lögum nr. 12/2021.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 03.06.2020–18.06.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 10.06.2021.

Málsefni

Starfshópur á vegum UAR, skipaður fulltrúum frá UAR, OR og UST mun vinna drög að frumvarpi til sérlaga um innleiðingu á tilskipun 2009/31/EB um geymslu CO2 í jörðu. Tilgangur með frumvarpinu er að gera kleift að tengja Carbfix aðferð OR við ETS-kerfi ESB.

Innleiðing tilskipunar ESB 2009/31/EB um kolefnisföngun og geymslu á þann veg að föngun og geymsla koldíoxíðs verði heimil á íslensku yfirráðasvæði og tryggt að aðferðarfræði Carbfix verkefnis OR falli að ákvæðum tilskipunarinnar. Fellt verður brott lagaákvæði um bann við geymslu koldíoxíðs neðanjarðar og sett verður sérstök löggjöf sem innleiðir efnisákvæði tilskipunar 2009/31/EB sem mun m.a. fjalla um rekstur geymslusvæða fyrir koldíoxíð og málsmeðferð leyfa fyrir slíkri starfsemi á íslensku yfirráðasvæði.

Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að dæla koldíoxíði neðanjarðar til geymslu nema í rannsóknaskyni og aðeins upp að 100 kílótonnum.Stjórnvöld eru mjög hlynnt því að kannað verði til hlítar hvort Carbfix aðferð Orkuveitu Reykjavíkur geti orðið raunhæfur kostur til þess að draga úr losun koldíoxíðs frá stóriðju á Íslandi. Stjórnvöld undirrituðu í júní 2019 viljayfirlýsingu þess efnis, ásamt fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur og þeirra stóriðjufyrirtækja á Íslandi sem falla undir ETS-kerfið.

Markmið lagasetningarinnar er að tryggt verði að niðurdæling og varanleg geymsla (binding) koldíoxíðs með þeirri aðferð sem beitt er í verkefni OR falli að reglum tilskipunar 2009/31/EB. Það verður gert með það fyrir augum að losun koldíoxíðs í ETS-kerfinu komi til frádráttar losun fyrirtækja í ETS-kerfisinu líkt og reglur kerfisins gera ráð fyrir. Það skal tekið fram að lagasetningu sem ætlað er að ná utan um Carbfix aðferðina er ekki ætlað að girða fyrir annars konar geymslu kolefnis.

Tengd mál