Samráð fyrirhugað 16.06.2020—01.07.2020
Til umsagnar 16.06.2020—01.07.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 01.07.2020
Niðurstöður birtar

Drög að skýrslu um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Mál nr. 115/2020 Birt: 16.06.2020 Síðast uppfært: 07.07.2020
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks
  • Fjölskyldumál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (16.06.2020–01.07.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í samræmi við 35. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur íslenska ríkið tekið saman þessi drög að skýrslu um framkvæmd samningsins.

Í samræmi við 35. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur íslenska ríkið tekið saman þessi drög að skýrslu um framkvæmd samningsins. Drögin voru unnin af vinnuhópi sem skipaður var í lok apríl 2018 og samanstendur af fulltrúum frá félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, utanríkisráðherra, og umhverfis- og auðlindaráðherra. Velferðarráðuneytinu var í byrjun falið að leiða vinnu við gerð skýrslunnar. Við uppskiptingu velferðarráðuneytisins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti var ábyrgð á frekari vinnu við gerð skýrslunnar á höndum félagsmálaráðuneytisins.

Vinnuhópurinn fékk einnig það hlutverk að halda utan um þau tilmæli sem Ísland mun fá í ferlinu og fylgja þeim eftir, í samvinnu við stýrihóp Stjórnarráðsins um mannréttindi.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umfangsmikill samningur. Því ákvað nefndin að fara í umfangsmikla skoðun á efni hans og hvernig hægt væri að gefa eins raunsanna mynd af framkvæmd hans hér á landi eins og nokkur kostur væri.

Í fyrstu yfirferð um efni samningsins varð vinnuhópnum ljóst að leysa þyrfti úr þeim ágreiningi sem hafði verið viðvarandi um þýðingar á samningnum á íslensku allt frá undirritun hans árið 2007.

Vinnuhópurinn tók því þá ákvörðun að samhliða skýrsluskrifum um framkvæmd samningsins yrði unnið að endurbótum á eldri þýðingum og reynt að ná sátt við hagsmunaaðila um þýðingu hans. Nú liggur fyrir afrakstur þeirrar vinnu og er það von vinnuhópsins að loks hafi náðst sátt um íslenska þýðingu samningsins og muni sú þýðing geta orðið lögformleg útgáfa hans.

Skýrslan um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um rétttindi fatlaðs fólks er frumskýrsla en slíkar skýrslur eru yfirleitt nokkuð umfangsmeiri en svokallaðar stöðuskýrslur.

Í ljósi þess að a.m.k. þrjú ár geta liðið frá því að lönd skila skýrslum sínum til Nefndar um réttindi fatlaðs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum og þangað til að þær fá umfjöllun, er lögð áhersla á að íslensk stjórnvöld haldi ótrauð áfram við að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd.

Markmið birtingar skýrslunnar í samráðsgátt er að leita eftir athugasemdum frá almenningi og fá upplýsingar um helstu áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Jafnframt óskar vinnuhópurinn eftir tillögum um aðgerðir sem gætu leyst þessar áskoranir. Þessi samantekt mun síðan fylgja í viðaukum með íslenskri útgáfu skýrslunnar og getur því reynst notadrjúg í framtíðinni.

Í skýrslunni gerir vinnuhópurinn tillögu um að ráðist verði í gerð heildstæðrar landsáætlunar (National Plan) sem byggi á greinum samningsins. Hugmyndin er sú að þegar skýrslan verður tekin til umfjöllunar á vettvangi Nefndar um réttindi fatlaðs fólks verði íslensk stjórnvöld þegar búin að leysa úr einhverjum þeirra áskorana sem nú eru uppi.

Að lokum óskar vinnuhópurinn eftir því við umsagnaraðila að geri þeir tillögu um nýjan texta í skjalið, geri þeir jafnframt tillögu um hvaða texti geti þá farið út á móti.

Meðfylgjandi skýrsla er í drögum og á því væntanlega eftir að taka einhverjum breytingum áður en um lokaútgáfu íslenskra stjórnvalda á framkvæmd samningsins verður birt.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bryndís Snæbjörnsdóttir - 01.07.2020

Meðfylgjandi er umsögn frá Landssamtökunum Þroskahjálp

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 MS-félag Íslands - 01.07.2020

Meðfylgjandi er umsögn frá MS-félagi Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Öryrkjabandalag Íslands - 07.07.2020

Viðhengi