Samráð fyrirhugað 19.06.2020—03.07.2020
Til umsagnar 19.06.2020—03.07.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 03.07.2020
Niðurstöður birtar

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1005/2010 um frístundafiskiskip og öryggi þeirra.

Mál nr. 116/2020 Birt: 19.06.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (19.06.2020–03.07.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 1005/2010 um frístundafiskiskip og öryggi þeirra. Með drögunum eru lagðar til breytingar á farsviði frístundafiskiskipa.

Í 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 1005/2010 um frístundafiskiskip og öryggi þeirra segir að farsvið opinna frístundafiskiskipa skuli takmarkast við hafsvæði allt að 3 mílur frá landi. Með drögum að reglugerð, sem hér eru kynnt, er lagt til að farsvið opinna frístundafiskiskipa skuli takmarkast við hafsvæði allt að 5 mílur frá landi.

Markmiðið með þessari breytingu er að auka farsvið þessara skipa en þó þannig að öryggi sé ekki skert.

Frestur til að skila umsögnum er til og með 3. júlí 2020.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landhelgisgæsla Íslands - 03.07.2020

Meðfylgjandi er umsögn Landhelgisgæslu Íslands.

Viðhengi