Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.6.–3.7.2020

2

Í vinnslu

  • 4.7.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-116/2020

Birt: 19.6.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1005/2010 um frístundafiskiskip og öryggi þeirra.

Niðurstöður

Ein umsögn barst í samráði. Í umsögninni voru ekki gerðar athugasemdir við efni reglugerðarinnar en lögð áhersla á að kennsla á báta og kynning á íslenskum reglum verði efld og að í áhöfn sé þess ávallt gætt að það sé einn bátsverji sem sé handhafi skemmtibátaskírteinis til strand- eða úthafssiglinga. Reglugerðin hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 1005/2010 um frístundafiskiskip og öryggi þeirra. Með drögunum eru lagðar til breytingar á farsviði frístundafiskiskipa.

Nánari upplýsingar

Í 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 1005/2010 um frístundafiskiskip og öryggi þeirra segir að farsvið opinna frístundafiskiskipa skuli takmarkast við hafsvæði allt að 3 mílur frá landi. Með drögum að reglugerð, sem hér eru kynnt, er lagt til að farsvið opinna frístundafiskiskipa skuli takmarkast við hafsvæði allt að 5 mílur frá landi.

Markmiðið með þessari breytingu er að auka farsvið þessara skipa en þó þannig að öryggi sé ekki skert.

Frestur til að skila umsögnum er til og með 3. júlí 2020.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is