Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.6.–31.7.2020

2

Í vinnslu

  • 1.8.2020–7.10.2021

3

Samráði lokið

  • 8.10.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-118/2020

Birt: 22.6.2020

Fjöldi umsagna: 7

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun

Niðurstöður

Að umsagnarfresti liðnum var unnið áfram með málið og gefin út aðgerðaáætlunin Minni matarsóun, sbr. fréttatilkynningu https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/24/Radherra-leggur-fram-adgerdaaaetlun-gegn-matarsoun/. Áætlunin samanstendur af 24 aðgerðum sem snúa að allri virðiskeðju matvæla, frá frumframleiðslu til neytenda. Aðgerðirnar miða að því að ná markmiði um að minnka matarsóun í allri virðiskeðjunni um 30% fyrir árið 2025 og um 50% fyrir árið 2030. Umfjöllun um niðurstöður samráðs er að finna í kafla 1.2.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur að aðgerðum gegn matarsóun.

Nánari upplýsingar

Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun hefur skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögum sínum. Í skýrslu starfshópsins eru m.a. sett fram markmið um að draga úr matarsóun um 50% fyrir árið 2030.

Alls eru tillögur starfshópsins 24 talsins, annars vegar 14 aðgerðir sem stjórnvöld bera ábyrgð á að komist til framkvæmdar og hins vegar 10 aðgerðir á ábyrgð atvinnulífsins. Starfshópurinn beinir sjónum sínum að öllum hliðum matarsóunar, en hún getur orðið hvenær sem er í ferlinu, allt frá ræktun til framleiðslu og neyslu. Þá snúa tillögurnar einnig að aukum matargjöfum. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um 50% fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025.

Í skýrslu starfshópsins er áhersla lögð á að til að ná árangri í að draga úr matarsóun þurfi samstillt átak samfélagsins alls, þ.e. atvinnulífsins, almennings og stjórnvalda. Lagt er til að stjórnvöld auki stuðning við nýsköpun, standi fyrir átaki í menntun og fræðslu um matarsóun, innleiði hagræna hvata til að sporna við matarsóun, endurskoði regluverk og standi fyrir árlegum mælingum á umfangi matarsóunar. Um leið setji atvinnulífið málefnið í forgang og taki frumkvæði að aðgerðum innan sinna vébanda, stuðli að upplýsingaskiptum, fræðslu og hvatningu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

postur@uar.is