Samráð fyrirhugað 22.06.2020—31.07.2020
Til umsagnar 22.06.2020—31.07.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 31.07.2020
Niðurstöður birtar

Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun

Mál nr. 118/2020 Birt: 22.06.2020 Síðast uppfært: 22.06.2020
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.06.2020–31.07.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur að aðgerðum gegn matarsóun.

Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun hefur skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögum sínum. Í skýrslu starfshópsins eru m.a. sett fram markmið um að draga úr matarsóun um 50% fyrir árið 2030.

Alls eru tillögur starfshópsins 24 talsins, annars vegar 14 aðgerðir sem stjórnvöld bera ábyrgð á að komist til framkvæmdar og hins vegar 10 aðgerðir á ábyrgð atvinnulífsins. Starfshópurinn beinir sjónum sínum að öllum hliðum matarsóunar, en hún getur orðið hvenær sem er í ferlinu, allt frá ræktun til framleiðslu og neyslu. Þá snúa tillögurnar einnig að aukum matargjöfum. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um 50% fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025.

Í skýrslu starfshópsins er áhersla lögð á að til að ná árangri í að draga úr matarsóun þurfi samstillt átak samfélagsins alls, þ.e. atvinnulífsins, almennings og stjórnvalda. Lagt er til að stjórnvöld auki stuðning við nýsköpun, standi fyrir átaki í menntun og fræðslu um matarsóun, innleiði hagræna hvata til að sporna við matarsóun, endurskoði regluverk og standi fyrir árlegum mælingum á umfangi matarsóunar. Um leið setji atvinnulífið málefnið í forgang og taki frumkvæði að aðgerðum innan sinna vébanda, stuðli að upplýsingaskiptum, fræðslu og hvatningu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Reykjavíkurborg - 03.07.2020

Sjá meðfylgjandi skjal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 17.07.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er sameiginleg umsögn Samtaka atvinnulífsins, SAF - Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka iðnaðarins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um tillögur að aðgerðum gegn matarsóun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Björg Guðjónsdóttir - 26.07.2020

Ég vil að framm fari dagleg vigtun á öllum matvælum sem er kastað frá öllum sölustöðum sem selja matvæli í 6 mán og sé daglega skráð í gagngrunn. Að 6 mán. liðnum verði birt samantekt. Næstu 6 mán vigtun vikulega eða á 2 vikna fresti matarurgangur sem fellur frá heimilum.( Frammkvæma í verki um áramót ekki bara orðum)

Afrita slóð á umsögn

#4 Einar Jónsson - 29.07.2020

Að viðskiptavinir matsölustaða eigi kost á að kaupa hálfa rétti eða minni skammta en seldir eru hefðbundið.

Afrita slóð á umsögn

#5 Guðbjörg Þórey Gísladóttir - 29.07.2020

Það skiptir engu máli hvort sett verði lög eða ekki. Í minu tilfelli verður engin breyting á matarsóun...

hvenær hendi ég mat:

1) þegar maturinn myglar inn í ísskáp, áður en við höfum vilja/getu eða orku í að elda matinn.

2) afgangar - við eldum ekki úr afgöngum.

3) þegar við gleymum ávöxtum á eldhúsborðinu og þeir skemmast.

4) brauð afþví ég borða ekki 1/2 hleif á nokkrum klukkustundum (kaupi alltaf 1/2 brauð). Ekki heldur gamallt brauð, bakað í gær... það sem við höfum ekki klárað kl. 22:00 fer í ruslið og við kaupum nýtt 1/2 brauð, 1-3 dögum síðar

5) ostur, smjör, krakkarnir sósur og fl. þess háttar. Minnstu einingarnar/pakkningar renna út áður en við/þau ná að klára innihaldið.

Afrita slóð á umsögn

#6 Sigurpáll Ingibergsson - 30.07.2020

Rannsóknir sýna að um 25% af allri losun gróðurhúsalofttegunda kemur frá mat og matvælaframleiðslu. Því þarf að skoða kolefnisspor matar ekki þyngd matar. Orðið kolefnisspor kemur ekki fyrir í skýrslu starfsfhópsins.

Bæta þarf við þrem aðgerðum til að má metnaðarfullu markmiði um 50% samdrátt í losun fyrir 2030.

1) Mæla kolefnisspor vöru

2) Matspor Eflu

3) Kolefnisspor á matseðla veitingahúsa

Nánari útfærsla, markmið og mælingar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Óskar Ísfeld Sigurðsson - 31.07.2020

Meðfylgjandi er umsögn fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Viðhengi