Samráð fyrirhugað 22.06.2020—31.07.2020
Til umsagnar 22.06.2020—31.07.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 31.07.2020
Niðurstöður birtar 08.10.2021

Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun

Mál nr. 118/2020 Birt: 22.06.2020 Síðast uppfært: 08.10.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Að umsagnarfresti liðnum var unnið áfram með málið og gefin út aðgerðaáætlunin Minni matarsóun, sbr. fréttatilkynningu https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/24/Radherra-leggur-fram-adgerdaaaetlun-gegn-matarsoun/. Áætlunin samanstendur af 24 aðgerðum sem snúa að allri virðiskeðju matvæla, frá frumframleiðslu til neytenda. Aðgerðirnar miða að því að ná markmiði um að minnka matarsóun í allri virðiskeðjunni um 30% fyrir árið 2025 og um 50% fyrir árið 2030. Umfjöllun um niðurstöður samráðs er að finna í kafla 1.2.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.06.2020–31.07.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.10.2021.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur að aðgerðum gegn matarsóun.

Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun hefur skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögum sínum. Í skýrslu starfshópsins eru m.a. sett fram markmið um að draga úr matarsóun um 50% fyrir árið 2030.

Alls eru tillögur starfshópsins 24 talsins, annars vegar 14 aðgerðir sem stjórnvöld bera ábyrgð á að komist til framkvæmdar og hins vegar 10 aðgerðir á ábyrgð atvinnulífsins. Starfshópurinn beinir sjónum sínum að öllum hliðum matarsóunar, en hún getur orðið hvenær sem er í ferlinu, allt frá ræktun til framleiðslu og neyslu. Þá snúa tillögurnar einnig að aukum matargjöfum. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um 50% fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025.

Í skýrslu starfshópsins er áhersla lögð á að til að ná árangri í að draga úr matarsóun þurfi samstillt átak samfélagsins alls, þ.e. atvinnulífsins, almennings og stjórnvalda. Lagt er til að stjórnvöld auki stuðning við nýsköpun, standi fyrir átaki í menntun og fræðslu um matarsóun, innleiði hagræna hvata til að sporna við matarsóun, endurskoði regluverk og standi fyrir árlegum mælingum á umfangi matarsóunar. Um leið setji atvinnulífið málefnið í forgang og taki frumkvæði að aðgerðum innan sinna vébanda, stuðli að upplýsingaskiptum, fræðslu og hvatningu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Reykjavíkurborg - 03.07.2020

Sjá meðfylgjandi skjal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 17.07.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er sameiginleg umsögn Samtaka atvinnulífsins, SAF - Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka iðnaðarins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um tillögur að aðgerðum gegn matarsóun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Björg Guðjónsdóttir - 26.07.2020

Ég vil að framm fari dagleg vigtun á öllum matvælum sem er kastað frá öllum sölustöðum sem selja matvæli í 6 mán og sé daglega skráð í gagngrunn. Að 6 mán. liðnum verði birt samantekt. Næstu 6 mán vigtun vikulega eða á 2 vikna fresti matarurgangur sem fellur frá heimilum.( Frammkvæma í verki um áramót ekki bara orðum)

Afrita slóð á umsögn

#4 Einar Jónsson - 29.07.2020

Að viðskiptavinir matsölustaða eigi kost á að kaupa hálfa rétti eða minni skammta en seldir eru hefðbundið.

Afrita slóð á umsögn

#5 Guðbjörg Þórey Gísladóttir - 29.07.2020

Það skiptir engu máli hvort sett verði lög eða ekki. Í minu tilfelli verður engin breyting á matarsóun...

hvenær hendi ég mat:

1) þegar maturinn myglar inn í ísskáp, áður en við höfum vilja/getu eða orku í að elda matinn.

2) afgangar - við eldum ekki úr afgöngum.

3) þegar við gleymum ávöxtum á eldhúsborðinu og þeir skemmast.

4) brauð afþví ég borða ekki 1/2 hleif á nokkrum klukkustundum (kaupi alltaf 1/2 brauð). Ekki heldur gamallt brauð, bakað í gær... það sem við höfum ekki klárað kl. 22:00 fer í ruslið og við kaupum nýtt 1/2 brauð, 1-3 dögum síðar

5) ostur, smjör, krakkarnir sósur og fl. þess háttar. Minnstu einingarnar/pakkningar renna út áður en við/þau ná að klára innihaldið.

Afrita slóð á umsögn

#6 Sigurpáll Ingibergsson - 30.07.2020

Rannsóknir sýna að um 25% af allri losun gróðurhúsalofttegunda kemur frá mat og matvælaframleiðslu. Því þarf að skoða kolefnisspor matar ekki þyngd matar. Orðið kolefnisspor kemur ekki fyrir í skýrslu starfsfhópsins.

Bæta þarf við þrem aðgerðum til að má metnaðarfullu markmiði um 50% samdrátt í losun fyrir 2030.

1) Mæla kolefnisspor vöru

2) Matspor Eflu

3) Kolefnisspor á matseðla veitingahúsa

Nánari útfærsla, markmið og mælingar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Óskar Ísfeld Sigurðsson - 31.07.2020

Meðfylgjandi er umsögn fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Viðhengi