Samráð fyrirhugað 23.06.2020—20.09.2020
Til umsagnar 23.06.2020—20.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 20.09.2020
Niðurstöður birtar

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, 2. útgáfa

Mál nr. 119/2020 Birt: 23.06.2020 Síðast uppfært: 30.06.2020
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 23.06.2020–20.09.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um aðra útgáfu Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum 2020. Aðgerðaáætlunin verður uppfærð árið 2021 í kjölfar samráðs.

Önnur útgáfa Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum er framlag Íslands til að ná markmiðum Parísarsamningsins. Henni er ætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og leggja grunninn að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040.

Um er að ræða heildstæða áætlun sem samanstendur af 48 aðgerðum. Þar af eru 15 nýjar. Áhersla hefur verið lögð á að hrinda aðgerðunum strax í framkvæmd og eru 28 þeirra þegar hafnar.

Fyrsta útgáfa áætlunarinnar kom út haustið 2018. Síðan þá hefur verið unnið úr athugasemdum úr opnu umsagnarferli, aðgerðir útfærðar og nýjum bætt við auk þess sem viðamiklar greiningar hafa farið fram á væntum ávinningi aðgerða.

Áætluninni er skipt upp eftir því hvernig aðgerðirnar tengjast skuldbindingum Íslands, sem og því hvaðan losunin kemur. Breyttar ferðavenjur fá meira vægi en í fyrri útgáfu, úrgangsmál og sóun eru dregin sérstaklega fram og áhersla er lögð á aðgerðir þar sem ríkið getur gengið á undan með góðu fordæmi. Nýjar aðgerðir sem koma inn í áætlunina í kjölfar samráðs eru meðal annars aðgerðir til þess að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði.

Áætlunin er unnin af verkefnisstjórn Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Í henni sitja fulltrúar úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, mennta og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, auk umhverfis og auðlindaráðuneytisins sem fer með formennsku í verkefnisstjórninni.

Ítarlegar upplýsingar um aðgerðaáætlunina er að finna á vefsíðunni www.CO2.is.

Athugið að þann 29. júní var pdf útgáfu af aðgerðaáætluninni skipt út fyrir nýtt eintak til að leiðrétta villu í myndatexta á bls. 36.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.