Samráð fyrirhugað 23.06.2020—01.10.2020
Til umsagnar 23.06.2020—01.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 01.10.2020
Niðurstöður birtar 09.02.2021

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, 2. útgáfa

Mál nr. 119/2020 Birt: 23.06.2020 Síðast uppfært: 09.02.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Unnið verður úr þeim umsögnum sem bárust - vinna við aðgerðaráætlun er sífellt í gangi. Verkefnastjórn skilar ársskýrslu þar sem farið er yfir stöðu aðgerða og tekið tillit til umsagna.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.06.2020–01.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.02.2021.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um aðra útgáfu Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum 2020. Aðgerðaáætlunin verður uppfærð árið 2021 í kjölfar samráðs.

Önnur útgáfa Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum er framlag Íslands til að ná markmiðum Parísarsamningsins. Henni er ætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og leggja grunninn að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040.

Um er að ræða heildstæða áætlun sem samanstendur af 48 aðgerðum. Þar af eru 15 nýjar. Áhersla hefur verið lögð á að hrinda aðgerðunum strax í framkvæmd og eru 28 þeirra þegar hafnar.

Fyrsta útgáfa áætlunarinnar kom út haustið 2018. Síðan þá hefur verið unnið úr athugasemdum úr opnu umsagnarferli, aðgerðir útfærðar og nýjum bætt við auk þess sem viðamiklar greiningar hafa farið fram á væntum ávinningi aðgerða.

Áætluninni er skipt upp eftir því hvernig aðgerðirnar tengjast skuldbindingum Íslands, sem og því hvaðan losunin kemur. Breyttar ferðavenjur fá meira vægi en í fyrri útgáfu, úrgangsmál og sóun eru dregin sérstaklega fram og áhersla er lögð á aðgerðir þar sem ríkið getur gengið á undan með góðu fordæmi. Nýjar aðgerðir sem koma inn í áætlunina í kjölfar samráðs eru meðal annars aðgerðir til þess að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði.

Áætlunin er unnin af verkefnisstjórn Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Í henni sitja fulltrúar úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, mennta og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, auk umhverfis og auðlindaráðuneytisins sem fer með formennsku í verkefnisstjórninni.

Ítarlegar upplýsingar um aðgerðaáætlunina er að finna á vefsíðunni www.CO2.is.

Athugið að þann 29. júní var pdf útgáfu af aðgerðaáætluninni skipt út fyrir nýtt eintak til að leiðrétta villu í myndatexta á bls. 36.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Kristinn Alex Sigurðsson - 23.06.2020

Ég tel að til viðbótar við aðgerðir ríkisstjórnarinnar ætti einnig að fella alfarið niður virðisaukaskatt á rafmagnsbíla. Eins og stendur er greiddur virðisaukaskattur af verðinu umfram 6 milljónir.

Líta má svo á að umhverfið taki á sig skellinn þegar bensínbílar eru keyptir. Orkuskipti í samvöngumálum er eitthvað sem við ættum að efla í stað þess að auðga ríkissjóð með óhóflegri gjaldtöku í þessum málaflokki

Afrita slóð á umsögn

#2 Verkfræðingafélag Íslands - 17.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Alþýðusamband Íslands - 18.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn ASÍ um Aðgerðaráætlun í loftlagsmálum til 2023

MT

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Orkuveita Reykjavíkur - 18.09.2020

Í viðhengi er umsögn OR samstæðunnar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Veðurstofa Íslands - 18.09.2020

Umsögn Veðurstofu Íslands er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Brynja Þóra Guðnadóttir - 19.09.2020

Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar hefur úrgangur frá mannvirkjagerð, byggingar- og niðurrifi auk óvirks úrgangs, rúmlega tvöfaldast á þremur árum frá árinu 2014 til 2017. Farið úr 364.943 tonnum í 873.522 tonn.

Það er vitundarvakning hjá almenningi á Íslandi síðustu misseri í að byggja vistvæn hús og gætu stjórnvöld virkjað þann áhuga með einhverskonar hvatakerfi fyrir þá einstaklinga sem ákveða að byggja vistvænt t.d í formi skattaívilnana, eða með því að lækka gjöld sem að tengjast byggingu mannvirkis.

Einnig væri ráð að koma upp styrktarkerfi til einstaklinga (frumkvöðla) sem eru tilbúnir til að fara út í þróunarverkefni sem ýtir undir þekkingarsköpun í sjálfbærum lausnum í byggingariðnaðinum á Íslandi.

Þetta geta verið forsjálir einstaklingar með sterkar hugsjónir í umhverfismálum sem geta komið með mikilvægt framlag.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Landssamtök skógareigenda - 19.09.2020

Þörf er fyrir öflugri skógrækt.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Ungir umhverfissinnar - 24.09.2020

Í viðhengi er sameiginleg umsögn Ungra umhverfissinna, Landsambands Íslenskra Stúdenta og Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Einnig má finna Athugasemdir Sigurðar Lofts Thorlacius við fyrri drög að aðgerðaráætlun til að hafa til hliðsjónar.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir - 24.09.2020

Sæl,

Við í Samtökum grænkera á Íslandi viljum gjarnan koma eftirfarandi umsögn á framfæri vegna 2. útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

F.h. Samtaka grænkera á Íslandi

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, meðstjórnandi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Landsvirkjun - 29.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Jón Bragi Gunnlaugsson - 29.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn mín um landbúnaðarkafla aðgerðaáætlunarinnar, enda kaflinn algjörlega úr takti við tíðarandann.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Sigurður Loftur Thorlacius - 30.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn mín við aðra útgáfu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Samtök iðnaðarins - 30.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, 2. útgáfa

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Valdimar Össurarson - 30.09.2020

Aðgerðaáætlun þessi er meingölluð í ýmsum efnum. Stærsti galli hennar er sá að hún tekur ekki nema til eins þáttar skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu; sem er losun innanlands. Sáttmálinn hefur þann tilgang að sporna gegn hnattrænni hlýnun með hnattrænum aðgerðum af tvennum toga.

A. Annar þátturinn er sá að hvert aðildarríki dragi úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum að tilteknu marki og á sannanlegan hátt. Í þessari aðgerðaáætlun eru lagðar til nokkrar aðgerðir í þeim efnum. Sumar eru þó af þeim toga að vafasamt er að komi að gagni.

B. Hinn meginþáttur Parísarsamkomulagsins kemur m.a. fram í 10.grein hans og þeim sem henni fylgja. Þar eru aðildarríki skuldbundin til þess að stuðla af fremsta megni að þróun tæknilausna sem miða að þeim orkuskiptum á heimsvísu sem sáttmálinn byggir á, og skiptir þá engu hvort sú tækniþróun gagnast heimaríkinu eður ei. Þessi þáttur er engu síður mikilvægur í aðgerðaáætlun stjórnvalda en losunarþátturinn heimafyrir, en honum er algerlega sleppt í þessari aðgerðaáætlun. Ástæðan fyrir því eru þau heljartök sem íslenskir orkurisar hafa á stjórnkerfi landsins; einkum ráðuneytum. Þessir hagsmunaaðilar stjórna í raun öllum gerðum ráðuneyta og gæta þess vandlega að öll stefnumótun taki mið af þeirra hagsmunum.

Hér er því um afskaplega gallaða stefnumótun að ræða. Hún mun hvorki verða höfundum sínum til sóma né þjóðinni til þess gagns sem þörf er á. Heimóttaháttur af þessu tagi er ekki það sem brýnast er í loftslagsmálum heimsins.

Undanfarin 12 ár hef ég unnið að þróun einu íslensku tæknilausnarinnar til nýtinga hinnar hreinu og endurnýjanlegu orku sjávarfalla, á vegum míns fyrirtækis; Valorku ehf. Hverfill minn er hinn eini sem nú er í þróun á heimsvísu með getu til nýtingar algengustu sjávarstraumanna, þ.e. milli 0,5 og 2 m/sek straumhraða. Gríðarleg áhersla er á sjávarorkutækni erlendis og fjöldi stórra fyrirtækja í þeirri vaxandi grein, þó engin fjöldaframleiðsla sé enn hafin. Hérlendis hefur þessi þróun sætt mikilli andstöðu að hálfu stjórnvalda. Þannig hefur því alfarið verið synjað um stuðning tvö síðustu ár og hef ég þurft að halda þróuninni gangandi af mínum atvinnuleysisbótum, á sama tíma og stjórnvöld gaspra óspart um stóraukin framlög til loftslagsvænnar nýsköpunar. Mitt verkefni sýnir það betur en nokkuð annað hve stjórnvöldum; a.m.k. núverandi ríkisstjórn, er illa treystandi í orku- og umhverfismálum. Ekki er ólíklegt að þessari ríkisstjórn takist að hrekja mitt verkefni úr landi, líkt og marga aðra nýsköpun.

Í undanfara þessarar aðgerðaáætlunar gerði ég tilraun til að koma sjónarmiðum að, enda með langvarandi reynslu í þróun umhverfisvænnar tækni. „Samráðinu“ var þannig háttað að hverjum og einum gafst kostur á að halda 10 mínútna tölu á fjölmennum fundi. Auðvitað var ekki hlustað á aðra í þeim hópi en stóru hagsmunaaðilana. Það samráð stóð því alls ekki undir nafni.

Þessi svonefnda aðgerðaáætlun er mikið orðagjálfur; sífelldar endurtekningar sömu fullyrðinga sem ekki standast allar sanngjarna skoðun. Framsetningin minnir á kosningaslagorð og er greinilega ætlað að slá ryki í augu þeirra sem lítt þekkja til málaflokksins.

Margar undarlegar reikningskúnstir er að finna í skýrslunni. Fullyrt er að stjórnvöld áætli, árið 2030, að dregið hafi verið úr losun um a.m.k. 40%. Sú tala er þó blekking þegar að er gáð, þar sem þá er miðað við tímabilið frá 2005 til 2040, en ekki frá gildistöku áætlunarinnar, eins og eðlilegt væri. Hingað til hefur það ekki verið málvenja að tala um „áætlun“ aftur i tímann.

Ég læt það vera hér að orðlengja um einstakar aðgerðir sem þarna eru lagðar til. Sumar eru nokkuð augljósar, t.d. það að Ísland fylgi öðrum löndum eftir í rafbílavæðingu. Aðrar eru kjánalegri, t.d. trúarsetningin um „endurheimt votlendis“, sem byggir á erlendum rannsóknum við allt aðrar aðstæður en hér ríkja. Önnur trúarsetning er „kolefnisjöfnun“ sem er nútíma fyrirkomulag aflátsbréfa. Með því býðst þeim sem mest menga að bjarga sálarheill sinni með því að annar lofi því að gróðursetja græðlinga. Hinir mengandi aðilar geta svo haldið áfram að eyðileggja loftslagið og fengið vottorð um að þeir séu orðnir „grænir“. Önnur grein af sama meiði er heimild Landsvirkjunar til að selja hreinleika íslenskrar orkuframleiðslu til annarra landa, en sá blekkingarleikur er þjóðinni kunnur að endemum og hefur skapað henni slæmt orðspor á alþjóðavísu.

Læt ég þessi orð nægja, enda er ljóst að stjórnvöld hyggjast ekki hlusta á sjónarmið sem fram koma í samráðsgátt um þetta málefni. Í þessum efnum eru það stóru hagsmunaaðilarnir sem ráða.

Afrita slóð á umsögn

#15 Eyþór Eðvarðsson - 30.09.2020

Í þessari umsögn er sérstaklega einblínt á landnotkunarhlutann sem er stærsti losunarflokkurinn. Af einhverjum ástæðum fær landnotkunin varla athygli sem er verulegur ljóður á þessari áætlun. Stærsti hluti áætlunarinnar fjallar um minnsta hluta losunarinnar og það vill þannig til að það er sá hluti sem tilheyrir Parísarsamningnum. Í ljósi alvarleika loftslagsmála er ekki hægt að segja annað um áætlunina en að hún sé ekki nógu góð. Með sama hraða verður ekki með nokkru móti hægt að ná kolefnisjöfnun árið 2040. Lagðar eru fram tillögur um hvernig mætti bæta áætlunina og mikilvægustu tillögurnar snúa að því að nota efnahagslega hvata til að fá landeigendur til að endurheimta framræst og raskað votlendi og stöðva beit á illa förnu landi. Betur má ef duga skal. Meðfylgjandi er mín umsögn kv. Eyþór Eðvarðsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Rafbílasamband Íslands - 30.09.2020

Rafbílasamband Íslands leggur til að afsláttur af vörugjöldum á mengandi bíla verði aflagður og greidd verði vörugjöld frá fyrsta grammi CO2 útblásturs. Ennfremur að efri mörk gjalda verði afnumin. Rafbílasambandið telur ekki þörf á að endurskoða útreikninga vörugjalda að öðru leyti.

Afrita slóð á umsögn

#17 Rúnar Geir Ólafsson - 01.10.2020

Vegna E hluta aðgerðaráætlunar.

Mér finnst það vanta raunveranlega hvata til að fá bændur til að fara yfir lífrænan landbúnað, eins og það er í dag að þá er bara greiddur aðlögunarstyrkur en ekkert meira en það. Það þyrfti að bæta við auka greiðslur á það nytjaland(per m2 eða ha) sem fær lífræna vottun, borgað þá árlega eins og með aðrar landgreiðslur. Ein rökin fyrir því að uppskera er almennt minni á lífrænt ræktuðu landi samanborið við það land sem notast er við tilbúinn áburð, getur munurinn verið allt að 25% minni. Rannsóknir hafa líka sýnt á að lífrænt ræktað land hefur meiri hæfni til að fanga það kolefni sem er í andrúmsloftinu og binda það í jarðveg(þarf að framkvæma þesskonar rannsókn hér á landi).Einn annar hvati væri að borga hærri gripagreiðslur til þeirra lífræna bænda sem eru með búfjárhald, afurðir eru minni hjá þeim bændum annarsvega vegni meiri krafa aðbúnað dýra(hvert dýr þarf meira rými) og hinsvegar vegna þess að gerðar eru meiri kröfur um að það fóður sem búféð fær sé heimafengið þannig að ekki er hægt að halda uppi hærri nytum með kjarnfóðri sem er að stæðstum hluta búið til úr innflutu hráefni. Eina rökrétta leiðin til að auka líkurnar á að ná markmiðum okkar í loftlagsmálum er að fá sem flesta bændur í að fara yfir í lífrænan landbúnað.

Í stuttu máli,

Meira lífrænt, meiri sjálfbærni, betra loftslag.

Rúnar Geir Ólafsson

BSc í búvísindum.

Afrita slóð á umsögn

#18 BSRB - 01.10.2020

Í viðhengi er umsögn BSRB.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Samtök ferðaþjónustunnar - 01.10.2020

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum II.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Með góðri kveðju

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Samtök atvinnulífsins - 01.10.2020

Í fylgiskjali má finna umsögn Samtaka atvinnulífsins um mál nr. S-119/2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Bændasamtök Íslands - 01.10.2020

Hjálögð er umsögn Bændasamtaka íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir - 01.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Grænni byggðar, hún fjallar aðallega um aðgerð C.3. að þessu sinni.

kv.

Þórhildur

Afrita slóð á umsögn

#23 Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir - 01.10.2020

Viðhengið virtist vanta. Hér kemur það.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 01.10.2020

Vinsamlegast sjá umsögn Lanverndar um 2. útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

kær kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Bílgreinasambandið - 01.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Bílgreinasambandsins.

Með kveðju,

María Jóna Magnúsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir - 01.10.2020

Umsögn er send í viðhengi.

Virðingafyllst,

Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#27 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 01.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. útgáfa

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Dagný Hauksdóttir - 01.10.2020

Hér með legg ég fram umsögn grasrótarhóps Landsverndar í loftslagsmálum. Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Árni Finnsson - 01.10.2020

Náttúruverndarsamtök Íslands

Umsögn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Viðauki I Arctic HFO ban, white paper, A4 vf.pdf

Viðauki II Skýrsla Lilju Alfreðsdóttur um kolefnishlutleysi

Viðhengi Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#30 Sigurjón Norberg Kjærnested - 01.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Samorku um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Viðskiptaráð Íslands - 02.10.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#32 Samorka - 05.10.2020

Leiðrétt umsögn

Viðhengi