Samráð fyrirhugað 25.06.2020—09.07.2020
Til umsagnar 25.06.2020—09.07.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 09.07.2020
Niðurstöður birtar 13.08.2020

Rannsóknaráætlun 2020-2022. Áætlun um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu

Mál nr. 120/2020 Birt: 25.06.2020 Síðast uppfært: 13.08.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Ferðaþjónusta

Niðurstöður birtar

Níu umsagnir bárust, almennt jákvæðar, en jafnframt með tillögum um betrumbætur og breytta forgangsröðun. Almennt mat var að veruleg framför fælist í því að setja fram skýra áætlun um rannsóknir á sviði ferðamála. Með hliðsjón af umsögnum verða vissar breytingar gerðar á rannsóknaráætluninni. Að öðru leyti er ábendingum vísað til Ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir sem er í þann mund að hefja vinnu við rannsóknaráætlun 2021-2023. Að lokinni yfirferð verður tillaga að rannsóknaráætlun send ferðamálaráðherra. Samþykkt rannsóknaráætlun verður birt á vef Ferðamálastofu.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.06.2020–09.07.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 13.08.2020.

Málsefni

Drög að rannsóknaráætlun Ferðamálastofu sem skulu birt í Samráðsgátt stjórnvalda í samræmi við áskilnað 7.gr. reglugerðar nr. 20/2020, um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála.

Samkvæmt lögum um Ferðamálastofu skal stofnunin safna gögnum sem nýtast við ákvarðanatöku og markmiðasetningu í ferðaþjónustu og birta þau. Stofnunin skal jafnframt stuðla að rannsóknum og greina þörf fyrir rannsóknir á sviði ferðamála og vinna rannsóknaráætlun í samstarfi við rannsóknastofnanir, háskóla og atvinnugreinina þar sem skilgreind er rannsóknarþörf og forgangsröðun verkefna.

Í reglugerð nr 20/2020 er kveðið nánar á um söfnun og vinnslu upplýsinga og rannsóknir. Drög að rannsóknaráætlun eru sett fram í samræmi við áskilnað 7. gr. reglugerðarinnar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Anna Guðrún Ragnarsdóttir - 29.06.2020

Gott er að sjá að í rannsóknaráætlun er nú loksins áætlað að varpa skýrara ljósi á þau miklu þjóðhagslegu og efnahagslegu áhrif sem ferðaþjónustan hefur. Þó verkefni undanfarinna ára hafi mörg hver gefið áhugaverðar og gagnlegar upplýsingar er nú hægt að nýta þær upplýsingar enn betur í áætluðu þjóðhagslíkani og spálíkani. Slík líkön munu gefa sérstaklega mikilvægar upplýsingar um áhrif ferðaþjónustu hér á landi og þá einnig hverjar afleiðingarnar eru þegar breyting verður á ferðaþjónustu sbr. Covid skellinn. Þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir er mun auðveldara fyrir stjórnvöld að bregðast við og jafnvel koma í veg fyrir stóra skelli. Ljóst er að slík líkön geta einnig aðstoðað við mörg önnur áætluð rannsóknarverkefni.

Það er ánægjulegt að sjá hvert stefnt er í komandi rannsóknum.

Afrita slóð á umsögn

#2 Ágúst Arnórsson - 29.06.2020

Framkomin rannsóknaráætlun er um margt ágæt og styður við upplýsta ákvarðanatöku er varðar málefni ferðaþjónustunnar. Það er sjálfbærni íslenskrar ferðaþjónustu nauðsynlegt. Ég vil vekja athygli á nýjum verkefnum sem kynnt eru í áætluninni, sem taka til hagrænna áhrifa ferðaþjónustu hér á landi. Á síðustu mánuðum hefur miklum fjármunum verið veitt úr ríkissjóði; meðal annars til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Æskilegt væri að slíkar ákvarðanir væru byggðar á bestu mögulegu upplýsingum um horfur í greininni og velferðaáhrifa hennar á samfélagið. Því hefur ekki verið að sæta, að mér vitandi. Aðgengilegt þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu og spár um umsvif í greininni eru þar skref í rétta átt. Auk áðurnefndra er verkefni 12, sem lítur að áhrifum ágangs ferðamanna á umhverfisgæði, sérstaklega lofsvert. Mat á umhverfisgæðum hefur verið í skötulíki hér á landi lengst af og er hér um að ræða skref í rétta átt.

Rannsóknaráætlunin gefur góð fyrirheit um gagnaöflun og rannsóknir, sem eru stefnumótun á sviði ferðamála nauðsynleg. En betur má ef duga skal og mikilvægt er að ný verkefni hvað varðar hagræna þætti ferðaþjónustunnar verði að veruleika og festist í sessi.

Afrita slóð á umsögn

#3 Sveinn Agnarsson - 02.07.2020

Ferðaþjónustu á Íslandi hefur á undanförnum árum vaxið mjög fiskur um hrygg og þótt kóróna-veiran COVID-19 hafi sett strik í reikninginn hérlendis sem annars staðar standa vonir til að atvinnugreinin muni aftur eflast. Sú endurreisn og framtíðaruppbygging greinarinnar þarf að byggjast á góðum gögnum, vel rökstuddum markmiðum og ítarlegum rannsóknum. Þær rannsóknir sem lagðar eru til í þessari áætlun miða í fyrsta lagi að því að afla upplýsinga um fjölda ferðamanna, viðhorf þeirra og viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu og ferðahegðun Íslendinga og erlendra gesta. Í annan stað á að skoða starfsánægju í greininni og afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að koma upp gagnagrunni, hanna þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna, setja fram spár fyrir umsvif í ferðaþjónustu og kanna aðlögunarhæfni og seiglu í atvinnugreininni. Loks er í bígerð að kanna áhrif ferðaþjónustu á umhverfisgæði. Þessi rannsóknaráætlun mun því skila veigamiklum gögnum og niðurstöðum sem nýta má til að móta umhverfisvæna, arðbæra og sjálfbæra stefnu í ferðaþjónustu.

Afrita slóð á umsögn

#4 Markaðsstofa Norðurlands - 03.07.2020

Ágæti viðtakandi.

Í viðhengi er umsögn Markaðsstofu Norðurlands um Rannsóknaráætlun 2020 - 2022 - Áætlun um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu.

Fyrir hönd Markaðsstofu Norðurlands.

Björn H. Reynisson.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Jóhann Rúnar Björgvinsson - 06.07.2020

Umsögn mín fylgir hér í skrá!

Afrita slóð á umsögn

#6 Jóhann Rúnar Björgvinsson - 06.07.2020

Attachment

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Íslenski ferðaklasinn - 07.07.2020

Sjá umsögn frá Íslenska ferðaklasanum í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir - 08.07.2020

Í viðhengi er umsögn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF) um Rannsóknaráætlun 2020 - 2022 - Áætlun um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu.

Fyrir hönd RMF

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Kristófer Oliversson - 09.07.2020

Góðan daginn

Hjálögð er umsögn FHG - Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu um rannsóknaráætlun 2020 - 2022.  Áætlun um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu.  Mál nr. 120/2020. 

Með kveðju, 

Kristófer Oliversson

Formaður FHG

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samtök ferðaþjónustunnar - 09.07.2020

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsgön SAF um rannsóknaráætlun 2020-2022. Áætlun um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Kveðja góð

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi