Samráð fyrirhugað 25.06.2020—16.08.2020
Til umsagnar 25.06.2020—16.08.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 16.08.2020
Niðurstöður birtar 21.09.2021

Drög að reglugerð um skráningu einstaklinga

Mál nr. 121/2020 Birt: 25.06.2020 Síðast uppfært: 21.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Hagskýrslugerð og grunnskrár

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að sett hefur verið reglugerð til nánari útfærslu á lögum um skráningu einstaklinga.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.06.2020–16.08.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 21.09.2021.

Málsefni

Til umsagnar eru drög að reglugerð um skráningu einstaklinga, með vísan til samnefndra laga nr. 140/2019.

Lög nr. 140/2019 um skráningu einstaklinga tóku gildi þann 1. janúar 2020 að undanskildum 2. og 3. mgr. 11. gr. og 2. og 4. mgr. 12. gr. laganna sem taka gildi 1. janúar 2021 og 1. mgr. 14. gr. laganna sem taka gildi 1. janúar 2022.

Drögin að reglugerðinni voru unnin í samráði við Þjóðskrá Íslands og að hluta í samráði við Persónuvernd svo sem lög gera ráð fyrir.

Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að því að haldin sé áreiðanleg skrá yfir einstaklinga og að skráningin sé rétt svo að hún skapi grundvöll fyrir tiltekin réttindi og tilteknar skyldur einstaklinga. Enn fremur er það markmið að skráning upplýsinga í þjóðskrá og tengdar skrár byggist á bestu fáanlegu gögnum á hverjum tíma. Í reglugerðardrögunum er lagt upp með að upplýsingagjöf verði rafræn og útgáfa vottorða verði að mestu rafræn. Þá er vakin athygli á því að gert er ráð fyrir í e. lið 2. mgr. 2. gr. að tilkynningar um nafngjafir skuli berast frá forsjáraðilum barna og er það breyting frá því sem verið hefur.

Svo sem fram kemur hér að framan hafa nokkur ákvæði laga um skráningu einstaklinga ekki tekið gildi. Ástæða þess eru fyrst og fremst tæknilegar ástæður. Gert er ráð fyrir að ný ákvæði bætist við reglugerðina fyrir gildistöku ákvæðanna og verða þau ákvæði kynnt í samráðsgátt þegar þar að kemur.

Vakin skal athygli á því að 15. gr. reglugerðardraganna er enn í vinnslu en hagsmunaaðilar eru sérstaklega hvattir til að koma með athugasemdir við IV. kafla reglugerðarinnar.

Frestur til að skila umsögn um drög að reglugerð um skráningu einstaklinga er til og með 16. ágúst nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamtök lífeyrissjóða - 06.07.2020

Umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða. Beiðni um skýra heimild til handa lífeyrissjóðum um milligöngu um útgáfu kerfiskennitalna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Útlendingastofnun - 04.08.2020

Umsögn Útlendingastofnunar um drög að reglugerð um skráningu einstaklinga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samband íslenskra sveitarfélaga - 13.08.2020

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Óskar Sigurðsson - 14.08.2020

Sjá meðfylgjandi umsögn fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök atvinnulífsins - 14.08.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

f.h. SA

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Arion banki hf. - 16.08.2020

Umsögn Arion banka hf. vegna máls nr. 121/2020 - Drög að reglugerð um skráningu einstaklinga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Arion banki hf. - 16.08.2020

Umsögn Arion banka hf. vegna máls nr. 121/2020 - Drög að reglugerð um skráningu einstaklinga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Sýslumaðurinn í Reykjavík - 04.09.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Sýslumaðurinn í Reykjavík - 04.09.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Barnavernd Rvk. - 04.09.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Hagstofan - 04.09.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Skatturinn - 04.09.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Tryggingastofnun - 04.09.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Sjúkratryggingar - 04.09.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi