Samráð fyrirhugað 29.06.2020—13.07.2020
Til umsagnar 29.06.2020—13.07.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 13.07.2020
Niðurstöður birtar

Drög að breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Mál nr. 122/2020 Birt: 29.06.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 29.06.2020–13.07.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Um er að ræða breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, en greinin fjallar um reikningsskil byggðasamlaga.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar tillögu að breytingu á ákvæði 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Nokkur umræða hefur farið fram á sveitarstjórnarstiginu um ákvæði greinarinnar þar sem gagnrýnt hefur verið að byggðasamlag sem ekki er í meirihluta eigu sveitarfélags, telst ekki til eigna eða skulda í reikningsskilum samstæðu.

Lagt er til að ákvæðum greinarinnar verði breytt á þann veg að byggðasamlög í samanteknum reikningsskilum verði meðhöndluð á sama hátt og fyrirtæki sveitarfélags, þó þannig að notast skal við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins í byggðarsamlaginu við færslu eigna, skulda, tekna og gjalda í samanteknum reikningsskilum. Ákvæðið eigi við um hlutfallslega ábyrgð sama hversu mikil hún er.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.