Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.6.–13.7.2020

2

Í vinnslu

  • 14.7.2020–9.2.2022

3

Samráði lokið

  • 10.2.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-122/2020

Birt: 29.6.2020

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Niðurstöður

Þegar farið hafði verið yfir þær umsagnir sem bárust þótti efni þeirra gefa tilefni til þess að breytingar yrðu gerðar á drögunum og voru þau aðlöguð því sem fram kom í umsögnunum. Reglugerðin hefur nú verið birt og er nr. 230/2021, um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

Málsefni

Um er að ræða breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, en greinin fjallar um reikningsskil byggðasamlaga.

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar tillögu að breytingu á ákvæði 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Nokkur umræða hefur farið fram á sveitarstjórnarstiginu um ákvæði greinarinnar þar sem gagnrýnt hefur verið að byggðasamlag sem ekki er í meirihluta eigu sveitarfélags, telst ekki til eigna eða skulda í reikningsskilum samstæðu.

Lagt er til að ákvæðum greinarinnar verði breytt á þann veg að byggðasamlög í samanteknum reikningsskilum verði meðhöndluð á sama hátt og fyrirtæki sveitarfélags, þó þannig að notast skal við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins í byggðarsamlaginu við færslu eigna, skulda, tekna og gjalda í samanteknum reikningsskilum. Ákvæðið eigi við um hlutfallslega ábyrgð sama hversu mikil hún er.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is