Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–23.7.2020

2

Í vinnslu

  • 24.7.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-125/2020

Birt: 2.7.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um bakgrunnsathugananir vegna aðgangs að upplýsingum um siglingavernd og haftasvæðum.

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust í samráði. Reglugerðin hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um framkvæmd bakgrunnsathugana vegna aðgangs að upplýsingum um siglingavernd og haftasvæðum.

Nánari upplýsingar

Í 8. gr. a. laga um siglingavernd nr. 50/2004 er ákvæði um aðgang aðila að upplýsingum og haftasvæðum á höfnum og hafnaraðstöðum, svokallaðar bakgrunnsathuganir. Í ákvæðinu er kveðið á um að ráðherra skuli setja í reglugerð ákvæði um bakgrunnsathuganir lögreglu, svo sem varðandi beiðni um bakgrunnsathugun og framkvæmd hennar, umfang, upplýsingaöflun, efnislega skoðun upplýsinga, mat á öryggishæfi, áhrif afbrota og tímafresti í tengslum við þau, fíkniefnapróf, eyðublað, neikvæðar umsagnir, endurtekningu bakgrunnsathugana, skráningu umsagna lögreglu og eftirlit með einstaklingum í málaskrá lögreglu sem hafa hlotið jákvæða umsögn auk afturköllunar jákvæðrar umsagnar. Meðfylgjandi eru drög að slíkri reglugerð.

Reglugerðardrögin eru byggð á sambærilegum ákvæðum sem eru í V. kafla reglugerðar um flugvernd nr. 750/2016. Í reglugerðinni eru meðal annars ákvæði um hvernig skuli standa að beiðni um bakgrunnsathugun og hvernig lögregla eigi að framkvæma bakgrunnsathugun og meta afbrotaferil.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

srn@srn.is