Samráð fyrirhugað 03.07.2020—04.08.2020
Til umsagnar 03.07.2020—04.08.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 04.08.2020
Niðurstöður birtar 29.11.2021

Útfærsla nýrrar kerfiskennitölu skv. lögum nr. 140/2019, um skráningu einstaklinga

Mál nr. 128/2020 Birt: 03.07.2020 Síðast uppfært: 29.11.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Hagskýrslugerð og grunnskrár

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að leið II varð fyrir valinu.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 03.07.2020–04.08.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 29.11.2021.

Málsefni

Til umsagnar eru þrjár mögulegar útfærslur aðgreinanlegra kerfiskennitalna, skv. lögum nr. 140/2019 um skráningu einstaklinga.

Í lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019, er fjallað um kerfiskennitölu. Erlendir ríkisborgarar geta vegna sérstakra hagsmuna hér á landi fengið útgefna kerfiskennitölu hjá Þjóðskrá Íslands skv. 1. mgr. 11. gr. laganna.

Skv. 3. mgr. 11. gr. laganna eru kerfiskennitölur haldnar í sérstakri skrá, skv. kerfiskennitöluskrá. Þær skulu við miðlun skv. III. kafla laganna og aðra notkun aðgreindar með sýnilegum hætti frá kennitölum einstaklinga í þjóðskrá (2. málsl. 3. mgr. 11. gr.).

Ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 11. gr. um miðlun kerfiskennitalna tekur gildi 1. janúar 2021. Þjóðskrá Íslands hefur unnið að undirbúningi vegna gildistöku ákvæðisins og leggur til þrjár útfærslur, sem nú eru til umsagnar.

Frestur til að skila umsögn um útfærslu kerfiskennitalna er til og með 4. ágúst nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 15.07.2020

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hólmfríður Guðrún Pálsdóttir - 16.07.2020

Umsögn um: Útfærslu nýrrar kerfiskennitölu skv. lögum nr. 140/2019, um skráningu einstaklinga

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Tryggingastofnun - rekstur - 24.07.2020

Meðfylgjandi er umsögn Tryggingastofnunar um útfærslu nýrrar kerfiskennitölu skv. lögum nr. 140/2019, um skráningu einstaklinga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 DK Hugbúnaður ehf. - 31.07.2020

Í viðhengi er umsögn dk hugbúnaðar ehf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Útlendingastofnun - 04.08.2020

Umsögn Útlendingastofnunar um úrfærslu nýrrar kerfiskennitölu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök atvinnulífsins - 04.08.2020

Góðan dag,

Samtök atvinnulífsins (SA) telja að af þeim þremur útfærslum sem Þjóðskrá Íslands hefur unnið að skuli velja útfærslu ii. Það er ljóst að með tilkomu nýrrar kerfiskennitölu munu ytri aðilar þurfa að gera einhverjar breytingar á kerfum sínum til þess að uppfylla skilyrði laga og tryggja aðgreinanleika frá hefðbundinni kennitölu. Það er mikilvægt að sú leið sé valin sem virkar til framtíðar og hefur ekki meiri kostnað í för með sér en nauðsynlegt er. Að mati SA er útfærsla ii best til þess fallin að uppfylla þau skilyrði.

Virðingarfyllst,

f.h. Samtaka atvinnulífsins,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Afrita slóð á umsögn

#7 Arion banki hf. - 04.08.2020

Meðfylgjandi er umsögn Arion banka hf. vegna útfærslu nýrrar kerfiskennitölu.

Viðhengi