Samráð fyrirhugað 07.07.2020—31.08.2020
Til umsagnar 07.07.2020—31.08.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 31.08.2020
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um verðbréfasjóði

Mál nr. 129/2020 Birt: 07.07.2020 Síðast uppfært: 09.07.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 07.07.2020–31.08.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um verðbréfasjóði sem mun innleiða tilskipun 2014/91/ESB (UCITS-tilskipunin).

Tilskipunin hefur m.a. að geyma reglur um vörsluaðila verðbréfasjóða, starfskjarastefnu rekstrarfélaga verðbréfasjóða og lágmarks valdheimildir eftirlitsaðila.

Með áformuðu frumvarpi er einnig ætlunin að fara í heildarendurskoðun á lagaumhverfi rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Þá er áformað að gera ákveðnar breytingar á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, fyrst og fremst að því er varðar starfskjarastefnu rekstraraðila sérhæfðra sjóða og notkun á hugtakinu fjárfestingarsjóður.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.