Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.7.–14.9.2020

2

Í vinnslu

  • 15.9.2020–18.4.2021

3

Samráði lokið

  • 19.4.2021

Mál nr. S-129/2020

Birt: 7.7.2020

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til laga um verðbréfasjóði

Niðurstöður

Tvær umsagnir bárust, frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Samtökum fjármálafyrirtækja. Viðbrögð við umsögnunum koma fram í 6. kafla greinargerðar með drögum að frumvarpi sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda sem mál nr. S-44/2021.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um verðbréfasjóði sem mun innleiða tilskipun 2014/91/ESB (UCITS-tilskipunin).

Nánari upplýsingar

Tilskipunin hefur m.a. að geyma reglur um vörsluaðila verðbréfasjóða, starfskjarastefnu rekstrarfélaga verðbréfasjóða og lágmarks valdheimildir eftirlitsaðila.

Með áformuðu frumvarpi er einnig ætlunin að fara í heildarendurskoðun á lagaumhverfi rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Þá er áformað að gera ákveðnar breytingar á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, fyrst og fremst að því er varðar starfskjarastefnu rekstraraðila sérhæfðra sjóða og notkun á hugtakinu fjárfestingarsjóður.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

postur@fjr.is