Samráð fyrirhugað 08.07.2020—24.08.2020
Til umsagnar 08.07.2020—24.08.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 24.08.2020
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra.

Mál nr. 130/2020 Birt: 08.07.2020 Síðast uppfært: 07.08.2020
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 08.07.2020–24.08.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

****'' Ákveðið hefur verið að lengja samráð vegna þessa frumvarps um tvær vikur, þ.e. til mánudagsins 24. ágúst næstkomandi ****** Með frumvarpinu er lögð til heildarendurskoðun laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“

Við vinnslu draga að frumvarpi þessu var m.a. horft til tillagna sem fram komu í skýrslu nefndar um lagalega og stjórnsýslulega stöðu villtra fugla og spendýra sem skipuð var hinn 9. júlí 2010 af þáverandi umhverfisráðherra. Einnig var byggt á samráði við ýmsar stofnanir og áhuga- og hagsmunasamtök um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eins og rakið er í frumvarpsdrögunum.

Í frumvarpsdrögunum eru m.a. lagðar til eftirfarandi breytingar á gildandi löggjöf:

• Sérstakar stjórnunar- og verndaráætlanir verði gerðar fyrir alla helstu stofna og tegundir villtra dýra. Slíkar áætlanir verði helsta stýritækið við töku ákvarðana á grundvelli laganna.

• Gerð stjórnunar- og verndaráætlana verði samvinnuverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar.

• Hlutverk stofnana ráðuneytisins sem fara með málefni villtra dýra verði betur skilgreint ásamt verkaskiptingu milli þeirra.

• Válistar verði lögfestir með tilteknum réttaráhrifum að lögum.

• Mælt verði fyrir um að allar veiðar á villtum fuglum og villtum dýrum, þ.m.t. svokallaðar hlunnindaveiðar skuli vera sjálfbærar og lúta friðunarákvæðum laganna og almennri veiðistjórnun.

• Gerðar verði breytingar á heimilum veiðiaðferðum þar sem m.a. er lagt til að veiðar ófleygra unga verði ekki heimilaðar né fuglaveiði í háf önnur en hefðbundin lundaveiði. Alfarið verði bannað að nota barefli og fótboga við veiðar.

• Settar verða inn undanþágur fyrir veiðimenn sem bundnir eru í hjólastól til að skjóta frá kyrrstæðum farartækjum.

• Tekið verði með markvissum hætti á tjóni sem villt dýr og villtir fuglar valda. Í því skyni verði Umhverfisstofnun m.a. veittar auknar heimildir til að stýra slíkum veiðum og veita undanþágu frá friðunarákvæðum.

• Veiðikortakerfið verður einfaldað og einnig látið ná yfir minkaveiðar, eggjatöku og hlunnindaveiðar.

• Mælt verður fyrir um virka veiðistjórnun og virkt veiðieftirlit á landinu öllu.

• Umhverfisstofnun fái rýmri heimildir til að fela stofnunum eða félagasamtökum tiltekin afmörkuð verkefni eins og framkvæmd námskeiða, skotprófa o.s.frv.

• Fleiri möguleikar verði fyrir hendi til að veita villtum dýrum og búsvæðum þeirra bæði alhliða og sértæka vernd. Sérstök heimild verði til að setja reglur, t.d. um siglingu hljóðmikilla báta og dróna á tilteknum búsvæðum villtra dýra og fugla sem skilgreind verða í reglugerð.

• Meiri áhersla verður lögð á dýravernd og dýravelferð en í gildandi lögum.

• Friðlýst æðarvörp njóti fyllri verndar en í gildandi lögum.

• Sala veiðiafurða verði háð því að viðkomandi stofn eða tegund þoli slíka sölu skv. stjórnunar- og verndaráætlun.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.