Niðurstaða málsins i stuttu máli; Alls bárust 82 umsagnir í Samráðsgátt. Talsverðar breytingar voru gerðar á frumvarpinu í kjölfar umsagnanna. Í kaflanum um Samráð í greinargerð með frumvarpinu er gerð grein fyrir viðbrögðum við athugasemdum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi vorið 2021 en varð ekki að lögum.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.07.2020–24.08.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.09.2021.
****'' Ákveðið hefur verið að lengja samráð vegna þessa frumvarps um tvær vikur, þ.e. til mánudagsins 24. ágúst næstkomandi ****** Með frumvarpinu er lögð til heildarendurskoðun laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“
Við vinnslu draga að frumvarpi þessu var m.a. horft til tillagna sem fram komu í skýrslu nefndar um lagalega og stjórnsýslulega stöðu villtra fugla og spendýra sem skipuð var hinn 9. júlí 2010 af þáverandi umhverfisráðherra. Einnig var byggt á samráði við ýmsar stofnanir og áhuga- og hagsmunasamtök um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eins og rakið er í frumvarpsdrögunum.
Í frumvarpsdrögunum eru m.a. lagðar til eftirfarandi breytingar á gildandi löggjöf:
• Sérstakar stjórnunar- og verndaráætlanir verði gerðar fyrir alla helstu stofna og tegundir villtra dýra. Slíkar áætlanir verði helsta stýritækið við töku ákvarðana á grundvelli laganna.
• Gerð stjórnunar- og verndaráætlana verði samvinnuverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar.
• Hlutverk stofnana ráðuneytisins sem fara með málefni villtra dýra verði betur skilgreint ásamt verkaskiptingu milli þeirra.
• Válistar verði lögfestir með tilteknum réttaráhrifum að lögum.
• Mælt verði fyrir um að allar veiðar á villtum fuglum og villtum dýrum, þ.m.t. svokallaðar hlunnindaveiðar skuli vera sjálfbærar og lúta friðunarákvæðum laganna og almennri veiðistjórnun.
• Gerðar verði breytingar á heimilum veiðiaðferðum þar sem m.a. er lagt til að veiðar ófleygra unga verði ekki heimilaðar né fuglaveiði í háf önnur en hefðbundin lundaveiði. Alfarið verði bannað að nota barefli og fótboga við veiðar.
• Settar verða inn undanþágur fyrir veiðimenn sem bundnir eru í hjólastól til að skjóta frá kyrrstæðum farartækjum.
• Tekið verði með markvissum hætti á tjóni sem villt dýr og villtir fuglar valda. Í því skyni verði Umhverfisstofnun m.a. veittar auknar heimildir til að stýra slíkum veiðum og veita undanþágu frá friðunarákvæðum.
• Veiðikortakerfið verður einfaldað og einnig látið ná yfir minkaveiðar, eggjatöku og hlunnindaveiðar.
• Mælt verður fyrir um virka veiðistjórnun og virkt veiðieftirlit á landinu öllu.
• Umhverfisstofnun fái rýmri heimildir til að fela stofnunum eða félagasamtökum tiltekin afmörkuð verkefni eins og framkvæmd námskeiða, skotprófa o.s.frv.
• Fleiri möguleikar verði fyrir hendi til að veita villtum dýrum og búsvæðum þeirra bæði alhliða og sértæka vernd. Sérstök heimild verði til að setja reglur, t.d. um siglingu hljóðmikilla báta og dróna á tilteknum búsvæðum villtra dýra og fugla sem skilgreind verða í reglugerð.
• Meiri áhersla verður lögð á dýravernd og dýravelferð en í gildandi lögum.
• Friðlýst æðarvörp njóti fyllri verndar en í gildandi lögum.
• Sala veiðiafurða verði háð því að viðkomandi stofn eða tegund þoli slíka sölu skv. stjórnunar- og verndaráætlun.
Varðandi
• Umhverfisstofnun fái rýmri heimildir til að fela stofnunum eða félagasamtökum tiltekin afmörkuð verkefni eins og framkvæmd námskeiða, skotprófa o.s.frv.
Nú veit ég ekki alveg hvenær síðasta hreindýraguideanámskeið var haldið en ég hef reynt að fylgjast með til að geta skráð mig en það virðist aldrei vera haldið. Hver ástæðan er fyrir því veit ég ekki, en ég myndi vilja setja í lög að með ákveðnum fjölda fólks væri hægt að knýja fram námskeið sem UST ber að sjá um.
Ástæða þess að ég er að spá í þessu er sú að námskeiðið hefur ekki verið haldið síðan ég fékk skotvopnaleyfið, 2007. Ég hef rætt um þetta námskeið við marga veiðimenn og allir virðast vilja taka námskeiðið en enginn veit afhverju það er ekki haldið.
Með þeim hætti væri hægt að mennta fólk af því sem það hefur áhuga á, samkeppni verður meiri og þekkingin týnist ekki í hóp fárra.
Athugasemd um 10 gr:
Lögin eru útvíkkuð mjög mikið bæði með því að ná yfir margfalt stærra svæði (2000m á sjó) auk þess sem þau gilda um fuglabjarg, fuglavarp og sellátur. „Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær sömu stöðum en 200 m og á sjó nær en 2000 m.“
Þessi breyting næði augljóslega yfir gríðarlega stórt svæði, enda nefnið þið sjálf í mati á áhrifum um einstakar greinar á bls 35: „Erfitt er að átta sig á hvaða svæði geti fallið undir greinina enda geta t.d. mjög margir staðir á landinu fallið að einhverju marki undir hugtakið fuglabyggðir svo dæmi sé tekið. Gert er því ráð fyrir að mikilvægustu fuglabyggðir, fuglabjörg og selalátur sem ákvæði þetta á að taka til verði talin upp og tilgreind í reglugerð.“
Mun þá 10 gr. laganna eingöngu gilda um svæði sem verða tilgreind nákvæmlega í reglugerðinni?
Ég hef áhyggjur að þessu breyting á lögum sé óskýr og leitast sé við að víkka hana alltof mikið.
Í lögum frá árinu 1915 er gert ráð fyrir að héra verði sleppt í íslenska náttúru. Hvers vegna hefur það aldrei verið gert? Ég er nokkuð viss um að haförninn færi af útrýmingalista ef héri væri á hans matseðli. Auk þess væri eitt dýr enn á veiðilista skotveðimanna. Reynsla er af sleppingu héra frá Færeyjum sem mætti skoða.
"Gerð stjórnunar- og verndaráætlana verði samvinnuverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar." - Þessi punktur hlýtur að þurfa betri umfjöllun, Umhverfisstofnun er stjórnsýslustofnun en það er Náttúrufræðistofnun alls ekki. NÍ mun eðlilega láta af hendi tillögur eða álit en stjórnunar- og verndaráætlanir sem slíkar geta varla og mega ekki vera á færi stofnana sem ekki eru skilgreindar sem stjórnsýslustofnanir.
"Hlutverk stofnana ráðuneytisins sem fara með málefni villtra dýra verði betur skilgreint ásamt verkaskiptingu milli þeirra."
Umhverfisstofnun er stjórnsýslustofnun sú sem fer með málefni villtra dýra. Það þarf að skerpa skilin milli UST og þeirra stofnana sem hafa rannsóknahlutverk með höndum sbr. punktinn að ofan. Að rannsóknastofnun útbúi sjálf stjórnunaráætlanir fyrir sig sjálfa hlýtur að teljast óeðlilegt.
"Veiðikortakerfið verður einfaldað og einnig látið ná yfir minkaveiðar, eggjatöku og hlunnindaveiðar."
Veiðikortakerfið má gjarna einfalda en það hlýtur að blasa við að yfirgnæfandi hluti veiðimanna veiðir hvorki ref né mink. Það og miðað við hversu illa hefur gengið fyrir veiðimenn að fá niðurstöður úr rannsóknum á refum og minkum, sem þó hafa verið fjármagnaðar með fé úr veiðikortasjóði, þá er erfitt að réttlæta að minkar og refir eigi að vera inni í veiðikortakerfinu.
Georg Bergþór Friðriksson
Undirritaður er bæði líffræðingur og veiðimaður
ViðhengiMig langar að sjá oftar og meiri samkepni um hreindýraleiðsögumanna námskeiðin. Þetta virðist vera mjög lokaður hópur og dæmi um að guidar séu að fara með yfir hundrað skyttur á vertíð sem skilar því að oftast eru 2-4 í samskoti. Það er ekki veiði lengur. Mér þætti gott að til að halda réttindunum þyrftirðu að fara með 8-10 ár hvert á veiðar. Til að fá réttindi þyrftirðu að ljúka námskeiði hjá UST og vera aðstoðar leiðsögumaður hjá reyndari manni í 1-2 sumur og svo fengirðu full réttindi sem leiðsögumaður. Það er í góðu lagi að gera kröfur til leiðsögumanna og upskera betri og öflugri þekkingu. Mér þykir að vargveiðar ættu að vera settar meira á sveitarfélögin þar sem grjótharðar og mannvirki við hafnir gefur aukin lífsskylirði fyrir mink og máfa. Á mínum heimahögum er búið að ná minknum niður nema í þéttbílinu þar sem hann nýtur friðunar.
Leyfi mér að gera eftirfarandi athugasemdir.
1. Náttúrurfæðistofnun og Umhverfisstofnun hafa ekki sýnt það að þær séu hæfar til að koma að þessari lagagerð. Umhverfisstofnun hefur með markvissum hætti staðið gegn atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun í landinu og Náttúrufræðistofnun Íslands situr hjá aðgerðarlaus á meðan erlendir aðilar með Íslendinga í brjósti fylkingar ætla að reisa vindmyllur sem ógna íslenska arnastofninum.
2. Hlunnindaveiðar eru sjálfbærar. Hlunnindabændur sjá um það. Almenn veiðistjórnun með fólk í farabroddi sem hefur engra hagsmuna að gæta mun eyðileggja ánægju þeirra sem um hlunnindanýtingu sjá og skaða hagsmuni þeirra.
3. Veiðar á ungfugli fleygum sem ófleygum er hluti að hlunnindanýtingu og stjórnun á stofnstærð dýra sem veldur skaða í náttúrunni og á þeim hlunnindum. Sem dæmi þá er svartbakur og annar máfur vargur í æðarvarpi sem og hjá mófuglinum. Því er nauðsynlegt að halda máfastofnum í skefjum. Bann við veiðar á ófleygum ungum stangast því á við markmið um vernd villtra dýra. Svartbaksungakjöt finnst mörgum betra en rjúpukjöt og kjúklingakjöt.
4. Undirritaður væri afar sáttur við að í lög yrði sett ákvæði um bann við siglingum hljóðmikilla báta á tilteknum búsvæðum. Setja mætti reglur um hávaðamörk og tónhæð.
5. Æðarvörp njóta friðlýsingar þar sem sótt er um slíkt. Ekki er ljóst hvað átt er við um “fyllri vernd”.
6. Í þessum drögum er talað um að sala veiðiafurða verði háð þvi að viðkomandi stofn þoli sölu. Hér eru menn að blanda saman tveimu ólikum hagsmunum. Dýravernd er eitt, sala á afurðum er annað, en sala afurða er ekki verkefni hins opinbera.
Stjórn Vorstehdeildar Hundarækrarfélags Íslands vill að það komi skýrar fram í Grein 24 -lið 16 að það sé verið að tala um ófrjáls spendýr.
Þetta getur ekki átt á neinn hátt við þegar menn eru að æfa standandi fuglahunda utan varp og veiðitíma upp á heiði í að finna frjálsar rjúpur sem fljúga frjálsar og óskaddaðar eftir að hundurinn hefur fundið þær, enda langt frá því nokkur snerting sem á sér stað.
Með þjálfun veiðihunda er verið að tryggja betri og mannúðlegri veiðar. Að minnka líkur á að særðir fuglar komist undan og að vel þjálfaður hundur gangi um bráðina með virðingu.
Við leggjum til að liður 16 verði svona:
" 16. Ófrjáls spendýr sem bandingja eða til þjálfunar minkaveiðihunda "
Varðandi lið 17, að þá þarf það líka að koma skýrar fram að verið er að tala um spendýr. Hundar hafa verið notaðir sem sækjar á fuglaveiðum öldum saman til þess að særð bráð tapist ekki og verði aflífuð sem allra fyrst. Þetta kemur einnig skýrt fram í Grein 25 þar sem sagt er "Særi veiðimaður dýr ber honum að elta það strax uppi og aflífa ef þess er nokkur kostur."
Við leggjum því til að liður 17 verði:
"17. Hunda til þess að hlaupa uppi ósærðabráð, nema við minkaveiðar."
Fyrir hönd stjónar Vorstehdeildar HRFÍ
Guðm. Pétursson
Í VI. kafla um veiðar grein 24 vil ég gera eftirfarandi athugasemdir:
Í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við eru veiðar með boga leyfðar, t.d. Danmörku og Noregi. Af hverju ekki að heimila veiðar með boga á Íslandi líka?
25. grein:
Ef særð bráð fer yfir á landareign sem veiðimaður hefur leyfi til veiða á er bráðin sjálfkrafa orðin eign landeigandans(hreindýr er undantekning), og í næstu línu er veiðimanni skylt að hirða bráð sína. Þessar setningar stangast á. Þarf að hafa þetta skýrara.
Í VI. kafla um veiðar grein 24 vil ég gera eftirfarandi athugasemdir:
Í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við eru veiðar með boga leyfðar, t.d. Danmörku og Noregi. Af hverju ekki að heimila veiðar með boga á Íslandi líka?
25. grein:
Ef særð bráð fer yfir á landareign sem veiðimaður hefur leyfi til veiða á er bráðin sjálfkrafa orðin eign landeigandans(hreindýr er undantekning), og í næstu línu er veiðimanni skylt að hirða bráð sína. Þessar setningar stangast á. Þarf að hafa þetta skýrara.
Egilsstöðum 19.7.2020
Athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra,
III Kafli
9 gr.
2.málsgrein
„ að eigin frumkvæði eða“ falli út og málsgreinin hljóði svona „ Ráðherra er heimilt samkvæmt tillögu Náttúrufræðistofnunnar…. „
Þessi breyting kemur í veg fyrir að ákvarðanir séu teknar án faglegrar ástæðu.
10.gr
3. málsgrein
„ Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær sömu stöðum en 200 metra og á sjó nær en 2000 metra“
Þetta ákvæði myndi loka heilu fjörðunum fyrir skotveiði algerlega að ástæðu lausu. Þessi vegalengd er mun lengri en þörf er á til að forðast truflun. 500 metrar er meira en nóg til þess að forðast truflun og væri í samræmi við t.d. mörk við arnarhreiður samkvæmt þessum lögum.
14.gr
Ég set stórt spurningamerki við þessa grein. Ísland er ekki náttúruleg heimkynni hvítabjarna og eins eru þeir langt frá því að vera einhver gæludýr. Björn sem gengið hefur á land ætti að aflífa sem fyrst til að koma í veg fyrir óþarfa almenna hættu. Fjölmiðlasirkus eins og verið hefur í kringum síðustu tilraunir manna til að fanga birni á Íslandi er einfaldlega ekki sæmandi auk þess var niðurstaða ráðgjafanefndar um málefnið sú að þeir skildu aflífaðir.
V kafli
17.gr
Skilyrði fyrir afléttingu friðunar sé Neysla. Nytjar manna af dýrum geta verið margskonar aðrar en neysla kjöts af þeim. Almenna reglan á að vera sú að þoli stofn veiði skal vera heimil veiði á honum. Það er ekki hlutverk löggjafans að ákveða hvernig menn nýta bráð sína. Því falli 3ja málsgrein út.
19.gr
Villingar ættu almennt ekki að vera friðaðir samkvæmt lögum þessum. Oftast er um að ræða tegundir sem fluttar hafa verið frá sínum náttúrulegu heimkynnum og jafnvel milli heimsálfa í garða og hafa dreifst þaðan. Þessar tegundir geta reynst innlendum tegundum skeinuhættar og má þar nefna kanadagæsir svo eitthvað sé nefnt.
VI kafli
Veiðar
22.gr
1 málsgrein. Veiðar ættu að vera öllum heimilar sem uppfylla skilyrði laga til veiða. Mjög færist í vöxt að fyrirtæki og einstaklingar bjóði upp á veiði og veiðiferðir. Því setur 1 málsgrein óþarfa skorður við atvinnufrelsi manna.
24.gr
1 málsgrein ætti að falla með öllu út. Hún útilokar veiðar með boga og veiðiskammbyssum sem eru að ryðja sér til rúms meðal annars í nágranalöndum okkar. Eins má benda á að bogveiði er ein elsta veiðiaðferð sem maðurinn þekkir.
Krafan um að skotvopn séu óhlaðin nær vélknúnu farartæki en 250 metra væri rétt að endurskoða. Við veiðar á gæs á túnum getur verið erfitt að uppfylla þessi skilyrði og væru t.d. 100 metrar alveg nóg til þess að uppfylla tilganginn með þessu ákvæði.
VIII kafli
Fuglaveiðar
29.gr
Ljóst er að verulega hefur fækkað tegundum sem lagt er til að veiði verði heimiluð á samkvæmt þessum drögum, en myndu vel þola veiði. Því er ljóst að endurskoða þarf þennan lista, enda gert ráð fyrir því annarstaðar í lögunum að gerðar verði stjórnunar og verndaráætlanir fyrir hverja tegund. Rétt er að vekja athygli á því að þetta frumvarp á að fjalla um veiðar en ekki þrengingar á núverandi veiðirétti án rökstuðnings.
33.gr
Egg heiðagæsa ættu að vera í upptalningu í 1 málsgrein, enda stofninn í örum vexti og sögulegu hámarki og þolir því vel eggjatöku.
40 og 41 gr.
Þessar greinar eins og þær standa í þessum frumvarpsdrögum lýsa yfirgripsmiklu þekkingarleysi þeirra sem sömdu þessi drög á starfi leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Það er því tillaga undirritaðs að þessar greinar verði samdar upp á nýtt frá grunni í samstarfi við veiðistjórnunarsvið umhverfisstofnunnar og félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Hreindýraveiðar eru ólíkar öðrum veiðum sem stundaðar eru hér á landi að því leyti að um er að ræða stofnstærðarstjórnun. Hreindýr eru ekki upprunaleg í íslenskri náttúru heldur eru innflutt og geta hæglega orðið ágeng tegund eins og dæmi frá t.d. Suður Georgíu sýnir.
XIV kafli
50 til 52 gr.
Varðandi þessar greinar skal bent á að aðrir en lögregla getur ekki stöðvað ökutæki, krafið menn um skilríki eða önnur gögn. Engar valdheimildir eru til staða enda umhverfisstofnun skilgreind sem eftirlitsstofnun og því ekki hluti af valdstjórninni. Þetta fyrirkomulag var reynt á sínum tíma með vegaeftirlit vegagerðarinnar ( viktarana ) og gafst vægast sagt hörmulega. Því var hætt og lögreglu falið eftirlitið, enda eftirlit með borgurunum eitt af hlutverkum hennar.
Í raun væri nóg að sameina þetta í eina grein sem væri 1 setning 50 greinar og síðan síðasta málsgrein 52 greinar. Annað félli út.
Niðurlag
Við lestur þessara draga er ljóst að skilgreining hugtaka er með ágætum og nokkuð skýr. Þó er eitt hugtak sem vantar alveg skýringu á og það er hugtakið „ brýn nauðsin „ Þetta hugtak er notað víða í drögunum og því algerlega nauðsinlegt að hafa lagskýringu á því hvað það er. Eins hver á að skilgreina hvenær brýna nauðsin ber til ? Er það ráðherra umhvefismála, eða er það skrifstofustjóri ráðuneytisins ? Er það forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar eða sviðsstjóri veiðisviðs umhverfisstofnunar eða sá sem svarar í síman á skiftiborðinu . Spyr sá sem ekki veit , en þegar hugtakið er notað svona víða eins og raun ber vitni þá veður að vera skýrt hvað það táknar og hver tekur ákörðun um að krafan um brýna nauðsin sé uppfyllt.
Undirritaður hefði vilja sjá skýrari skilgreiningu á veiði eða nota skilgreininguna í núgildandi lögum.
Dýravelferð eru gerð góð skil, en spurning hvort þau ákvæði eigi ekki betur heima í dýraverndunarlögum. Eins er með ákvæði um ábyrgðartegundir og búsvæði. Þau ákvæði ættu betur heima í náttúruverndarlögum en í lögum um veiðar.
Þó margt sé gott í þessum lögum er líka mjög margt sem betur mætti fara. Það sem er samt mest áberandi er yfirgripsmikið þekkingarleysi þeirra sem sömdu frumvarpið á veiðum og veiðiaðferðum.
Í allri umræðunni um dýravelferð sakna ég þess að sjá ekki ákvæði um lágmarks stærðir og höggþunga kúlna á t.d. hreindýr. Eins skilgreiningu á veiðikúlu og veiðioddi á ör. Lágmarksafl boga ætluðum til veiða. Þetta er allt til í löndunum í kringum okkur og væri því auðvelt að setja þetta inn.
Þessi ákvæði verða ekki sett í reglugerð ef ekki er stoð fyrir þeim í lögum.
Eins afl á loftvopnum sem nota má til veiða. Í dag eru komnar loftbyssur sem eru það öflugar að þær uppfylla skilyrði sem sett eru til veiða á Afríku buffal þannig að ljóst er að það er aðeins tímaspursmál hvenær þessi vopn birtast hér við veiðar.
Í undirbúningi þessara draga hefur bogveiðifélag Íslands ítrekað sent erindi á ráðuneyti umhvefismála varðandi bogveiðimál , en ekki verið virt svars. Þetta er verulega ámælisvert af opinberum aðila gagnvart hagsmunasamtökum í málinu. Þetta frumvarp fjallar jú um veiðar.
Boðað samráð við hagsmunaaðila hefur líka verið í skötulíki. Einn kynningarfundur um ferlið og einn vinnufundur þar sem menn virtust vera sammála um að töluvert verk væri óunnið í þessu frumvarpi.
Það er því skoðun undirritaðs að þetta frumvarp eins og það birtist hér sé ekki þingtækt og beri að taka það úr samráðsgátt og vinna betur áður en það er lagt fram.
Virðingarfyllst
Þórhallur Borgarsson
Samrit sent:
Skotvís
Bogveiðifélagi Íslands
Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum
Undirritaður lýsir yfir ánægju með frumvarpið, það var löngu kominn tími til að hressa uppá kvartaldargömul lög og færa þau í áttina að nútímanum og reyna að hrista af þeim miðaldahugsunarhátt hlunninda og ósjálfbæra nýtingu tegunda í hættu, eins og á við um flesta sjófugla. En betur má ef duga skal. Mikil vinna hefur verið lögð í að fara í saumana á málunum, sbr. hið 350 síðna rit frá 2013: VERND, VELFERÐ OG VEIÐAR VILLTRA FUGLA OG SPENDÝRA. Lagaleg og stjórnsýsluleg staða og tillögur um úrbætur. Nefnd um lagalega stöðu villtra fugla og spendýra, skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra.
Hér fylgja fáeinar athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins.
15. grein
Válisti á tvímælalaust að hafa lagagildi. Ákvæði frumvarpsins eru alltof loðin. Sömuleiðis eiga skrár um mikilvæg fuglasvæði að hafa lagagildi (IBA, Important Bird Areas), sem Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun standa að í samstarfi við BirdLife International og fleiri.
29. grein. 1. Frá 20. ágúst til 31. mars: grágæs, heiðagæs.
Þessi veiðitími var settur þegar grágæsin var alger eða nær algerir farfugl, en það hefur breyst. Veturseta grágæsa hér á landi hefur aukist síðustu ár, sérstaklega á Suðurlandi, hugsanlega vegna hagstæðs tíðafars og meira fæðuframboðs samfara aukinni kornrækt. Hætt er við að grágæsir með vetursetu búi við rýran kost þegar líður á veturinn, einkum ef tíðarfar er óhagstætt, og eru þá viðkvæmar fyrir skotveiðum, en veiðar eru stundaðar á þessum fuglum allvíða á Suðurlandi. Það er bæði synd og skömm að vera að murka lífið úr þessum fuglum, sem reyna að þreyja hér þorrann og góuna. Því er nauðsynlegt að þrengja þessar dagsetningar og legg ég til að veiðitíminn endi 1. nóvember. Auk þess hefur komutími bæði grágæsar og heiðagæsar færst framar, eins og ýmissa annarra fugla og er t.d. meðalkomutími fyrstu grágæsa á árunum 1998-2019 verið 13. mars, en heiðagæsar sömu ár verið 29. mars. Bara þessi staðreynd kallar á breyttan veiðitíma.
2. Frá 1. september til 31. mars: dílaskarfur, toppskarfur, súla, blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, rita.
Það þarf að skoða breyttan fartíma ýmissa tegunda á þessum lista, sbr. athugasemd við 29.1. Jafnframt er engin ástæða til að leyfa veiðar á duggönd, bæði er vetrarstofninn lítill, örfá hundruð fugla og svo er duggönd á válista sem tegund í hættu (sjá nánari hugleiðingar um válista). Blesgæs er þarna enn, þó hún hafi verið friðuð um árabil og er einnig á válista. Engin merki eru um að henni muni fjölga í bráð. Það er ástæðulaust að hafa hana þarna með.
3. 3. Frá 1. september til 10. maí: álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.
Þessir fuglar eru allir á niðurleið og á válista, sérstaklega stendur stuttnefjan höllum fæti. Ekki verður séð fram á að gróðurhúsaháhrifin muni dvína í bráð, en þau eru talin helsta ástæða fyrir fækkun þessara fugla. Það er í valdi okkar mannfólksins að leggja eins mikið af mörkum og við getum, eins og að friða þessa fugla alfarið. Engin þörf er lengur á að stunda veiðar á þeim eða tína egg þeirra, við lifum á 21. öldinni, það er kjötbúð á næsta leiti.
48. grein
Það reyndist vel, sölubann á rjúpu. Ef löggjafinn hefur ekki dug í sér til að friða þá fugla sem standa höllum fæti, er ráð að beita sölubanni á fugla og egg. Það er hneyksli að auglýsa til sölu egg fugla, sem hefur fækkað um 80% á síðustu áratugum.
Hvítabjörninn er kominn inn, en enn virðast selirnir munaðarlausir!
Stokkseyri 9. ágúst 2020
Virðingarfyllst
Jóhann Óli Hilmarsson, fyrrv. formaður Fuglaverndar.
15 li. 24. gr í kafla sem snýr að veiðiaðferðum legg ég til að orðalag verði á þann hátt að heimilt verði að nota hljóðdeyfa á þær veiðibyssur sem uppfylla heimild og reglugerðir skotvopnalaga.
Núverandi reglugerð sem byggð er væntanlega á vopnalögum heimilar notkun hljóðdeyfa á riffla sem nota miðkveikt skothylki.
Vonandi sem allra fyrst áttar þingmenn og reglugerðarmeistarar sig á að heyrn þeirra sem nota aðrar gerðir af veiðibyssum er síst ómerkilegri. Ætla má að núverndi fyrirkomulag á reglugerð sem snýr að hljóðdeyfum renni sitt skeið fljótlega og því heppilegt að lög sem nú eru til umsagnar spegli raunveruleikan.
---------------------------------------------------------------------------
Í kafla um nýtingu hlunninda vantar sárlega ákvæði sem kveða á um að kríuegg séu friðuð utan eignarlanda.
Til að gera langa sögu stutta þá er það miður svo að kríuegg eru tekin fram á mitt sumar. Sérstaklega þar sem eignarmörk á landi eru óskýr. Eða eins og skrifstofumaðurinn hjá olíufélaginu sagði ''Fólk er fífl''
------------------------------------------------------------------------------------------------
Í 32. gr Í kafla um nýtingu hlunninda og snýr að Æðarvarpi vantar skýrari ákvæði um rétt landeiganda og staðgengla landeiganda til að verja varpið fyrir afráni. Í vopnalögum eru ýmis ákvæði er snúa að fjarlægð frá ökutækjum og veg.
Æðarfuglinn sækir í nábýli við menn og í árana rás hafa samfélagsbreytingar orðið til þess að vegir hafa jafnvel klofið æðarvarp og nánast ógerlegt annað en að víkja frá þröngum lagabókstaf. Hér þurfa þingmenn að athuga sinn gang.
---------------------------------------------------------------------------------------
Í kafla um hreindýraveiðar vantar ákvæði um veiðitíma og málið alfarið sett í hendur ráðherra og embættismanna.
Legg ég til að það verði fest í lög að hreindýraveiðar verði heimilaðar til og með 30 Nóvember.
Með því að heimila veiðar til 30 Nóvember með ákvæðum um friðum í kringum fengitíma og burð má koma til móts við þá sem ekki vilja fella kýr frá ungum kálfum. Að auki yrði lengri veiðitími til þess að dreifa veiðiálagi á lengri tíma. Náttúra fer betur og minna rask verður þegar jörð er frosin. Líklegt er að veiðimenn valdi síður ónæði fyrri part vetrar og ferðamenn færri. Núverandi fyrirkomulag á veiðitíma hreindýra er arfur frá því að stórbændur áttu Landrover og þeir sem minna höfðu gerðu sér sokkóttan klár og gúmískó að að góðu.
-------------------------------------------------------------------------
Í kafla um sölu á veiðifangi legg ég til að sala á villtri bráð til manneldis verði bönnuð.
Skitupest er þjóðhagslega óhagkvæm.
-----------------------------------------------------------------------------------------
Í kafla um vernd og velferð villtra fugla og villtra spendýra er ákvæði um friðun hvítabjarna 14 gr.
Það er alveg siðlaust af löggjafanum að meta líf bjarnar ofar mannslífi. Í þau fáau skipti sem birnir ganga á land er það nánast alltaf í strjálbýli og langt í næstu löggu.
--------------------------------------------------------------------------------------
Bestu þakkir
Sveinbjörn Guðmundsson
kt. 220262-5889
Athugasemdir SKOTVÍS vegna III. draga að frumvarpi að endurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
I. Inngangur
Árið 2010 skipaði þáverandi umhverfisráðherra nefnd sem átti að varpa skýru ljósi að lagalega stöðu villtra spendýra og fugla á Íslandi m.a. með tilliti til dýraverndarsjónarmiða og leggja fram tillögur um úrbætur með það að leiðarljósi að uppfylla ákvæði gildandi laga og alþjóðasamninga. Vinnan einskorðaðist ekki við að rýna framkvæmd villidýralaganna heldur átti nefndin að skoða málið í víðu samhengi þ.m.t. varðandi seli og hvali.
Í nefndinni sátu 8 manns frá helstu fræðastofnunum á sviði náttúrufræði og náttúruverndar auk fulltrúa Fuglaverndar og Skotveiðifélagi Íslands. Tilgangurinn var að stefna saman sérfræðingum með þekkingu á náttúruvernd, náttúrufræðum, veiðum og á alþjóðasamningum um veiðar og náttúruvernd til að taka saman heildaryfirlit um lagalega stöðu villtra dýra og og fugla og gera tillögur að úrbótum. Skýrsla nefndarinnar átti að vera sambærileg og hvítbók um náttúruvernd og ætlunin að lögfróðir sérfræðingar hefðu skýrsluna að leiðarljósi við samningu lagatexta nýrra villidýralaga.
Nefndin hafði það að leiðarljósi að veita sem víðtækasta yfirsýn um þau málefni sem henni var ætlað að skoða. Byggði vinna nefndarinnar á umfangsmiklu samráði við fagaðila og hagsmunaaðila. Fyrst var leitað eftir sjónarmiðum 77 aðila auk óformlegs samráðs. Eftir það lágu fyrir fyrstu drög skýrslu. Í öðrum áfanga mótaði nefndin fjölda meginreglna sem byggðu á alþjóðasamningum auk annars. Fór nefndin yfir tillögur sínar með hliðsjón af þeim. Við lok þeirrar vinnu lágu fyrir nokkuð fullbúin drög að skýrslu. Í þriðja áfanga var svo leitað eftir viðbrögðum 27 sérfræðinga og hagsmunaaðila. Með það fyrir augum að fyrirbyggja misskilning og skapa sem mesta sátt um tillögur nefndarinnar voru gerðar verulegar breytingar á texta skýrslunnar. Skýrslunni var svo skilað í apríl 2013. Skýrslan er 350 bls. auk formála og viðauka. Er óhætt að fullyrða að hún sé eitt umfangsmesta heildarrit um lagalega stöðu fugla og spendýra á Íslandi.
Í formála skýrslunnar kemur fram að vinna nefndarinnar sé fyrsti áfanginn í því ferli að semja nýtt lagafrumvarp sem taki til verndar, velferðar og veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum. Nefndin lagði til að ný lög yrðu í þremur megin köflum þ.e. vernd, velferð og veiðar. Taldi nefndin eðlilegt að gera bæði verndar- og velferðarsjónarmiðum hærra undir höfði án þess að það kæmi niður á sjálfbærri nýtingu eða réttlætanlegum veiðum til að koma í veg fyrir tjón.
Skotveiðifélag Íslands telur að sá grunnur sem lagður var með greindri skýrslu með ítarlegri rannsókn og á grundvelli víðtæks samráðs við hagsmunaaðila og helstu sérfræðinga sé góður grunnur til að byggja frumvarpsdrögin á.
Tæplega 7 ár eru nú liðin frá gerð skýrslunnar en fyrst nú er hafist handa við endurskoðun laganna. Ráðuneytið óskaði eftir tilnefningu félagsins í starfshóp um endurskoðun laganna í mars á síðasta ári þ.e. 2019. Tilnefndi félagið strax fulltrúa sinn. Fyrsti fundur starfshóps um endurskoðun laganna var hins vegar ekki haldinn fyrr en þann 24. janúar sl. þ.e. 9 mánuðum eftir að skipað var í starfshópinn. Á fyrsta fundi starfshópsins voru þá þegar kynnt drög að lagafrumvarpi þó ýmsa kafla vantaði í frumvarpið enn. Félagið hefði auðvitað talið eðlilegra að byrja á samráði áður en unnin var slík tillaga en allt um það. Á fyrsta fundinum kom jafnframt fram að til stæði að leggja frumvarpið fram á vorþingi 2020 en til þess þyrfti það að vera tilbúið sem fyrst en þó ekki seinna en í lok febrúar. Þá var óskað eftir athugasemdum sem fyrst og ekki seinna en innan tveggja vikna eftir fundinn. Þessi flýtir kom félaginu í opna skjöldu.
Með bréfi, dagsettu 5. febrúar 2020, gerði SKOTVÍS efnislegar athugasemdir við fjölmargt í drögunum. Í bréfinu andmælti félagið þó sérstaklega þeim vinnubrögðum sem virtist stefna í með málið. Í bréfinu sagði m.a.:
„Áður en lengra er haldið vill SKOTVÍS mótmæla þeim vinnubrögðum sem nú virðist stefna í með málið. Ljóst er að mikla vinnu á enn eftir að leggja í frumvarpið enda vantar enn í það heilu kaflana. Ómögulegt er að mati félagsins að ljúka þeirri vinnu á svo skömmum tíma sem ráðuneytið ætlar að gefa sér til verksins a.m.k. ef vanda á til verksins og hafa raunverulegt samráð við hagsmunaaðila. Með slíkum vinnubrögðum væri málefninu og þeirri vinnu sem lögð var í umrædda skýrslu sýnd óvirðing. Félagið vill minna á að líklegt sé að þau lög sem nú verða sett eigi eftir að gilda næstu 20-30 árin. Mikilvægt er því að vanda til verka. Félagið skorar því á ráðuneytið að ákveða strax að gefa sér lengri tíma til verksins.
Félagið skorar á ráðuneytið að láta ekki ímyndaða pressu leiða til óvandaðra vinnubragða. „
Í kjölfarið þessa voru gerðar nokkrar breytingar á drögunum og þau send samráðshópnum auk þess var haldinn einn fundur enn um málið þar sem ekki náðist að fara yfir nema lítinn hluta hinna breyttu frumvarpsdraga og var boðað að frekari tími gæfist til þess.
Félaginu að óvörum var því svo tilkynnt að þriðja útgáfa af frumvarpsdrögunum yrði, án frekara samráðs, sett í samráðsgátt stjórnvalda nú í sumar.
Um leið og félagið þakkar fyrir aukinn frest sem veittur var til að skila inn athugasemdum í samráðsgáttina vill félagið enn og aftur mótmæla þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í málinu.
Félagið telur frumvarpið alls ekki tilbúið til þinglegrar meðferðar og umfjöllunar. Nauðsynlegt sé að ljúka því ferli sem málið var sett í og samráði um málið í þeim samráðshópi sem skipaður var. Verði það ekki gert fer félagið að trúa þeim röddum sem uppi hafa verið að um sé að ræða einhvers konar sýndarsamráð. Minnt er að að eingöngu hafa verið haldnir tveir fundir í samráðshópnum. Einn fundur þar sem aðilum voru í fyrsta sinn voru kynnt fyrstu drög að frumvarpi. Annar fundur þar sem farið var yfir aðra útgáfu draganna og eingöngu náðist að fara yfir lítinn hluta þeirra.
Félagið skorar því enn á ráðuneytið að láta ekki ímyndaða pressu leiða til óvandaðra vinnubragða. Með því væri þeirri vinnu, sem unnin var með hinni 350 blaðsíðna skýrslu um málefnið, kastað á glæ.
Í viðhengi eru athugasemdir SKOTVÍS. Athugið að listinn er alls ekki tæmandi.
ViðhengiUmsögn og athugasemdir Bogveiðifélag Íslands vegna draga að frumvarpi að endurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Inngangur
Bogveiðifélag Íslands fagnar að loksins er farið að vinna í nýjum Villidýralögum en búist hefur verið við þessari vinnu síðan að svokölluð hvítbók var gefin út eftir mikla vinnu nefndar um málefni veiðar og vernd á villtum dýrum árið 2013.
Bogveiðifélag Ísland lýsir miklum vonbrigðum með núverandi drög sem og hvernig að þeirri vinnu hefur verið staðið og að ekkert sé talað um bogveiði sérstaklega þegar fleiri lönd í Evrópu leyfa bogveiði eða eru með ferli í að leyfa bogveiði. Með að hafa ekki bogveiði með í þessum tillögum þá er klárt að ráðuneyti vill ekkert með bogveiði gera og hefur greinilega sýnt sig í gegnum árin og reynt að nýta sér allar leiðir til þurfa ekki að skoða með bogveiði, . Þetta verkefni sem villidýralögin eru að það yfirgrips mikil og mikla og stöðuga vinnu þarf að leggja í þetta bæði vegna upplýsinga öflunar og kynningar á málum fyrir nefndina. Ekki eins og nú virðist vera reynt að hraða/lauma þessu í gegn og í skjóli sumarfría og covid þar sem tímaleysi ofl er ráðandi og kannski vonast til að fólk nenni ekki að fylgja þessu máli eftir.
Að öðrum atriðum/greinum í drögunum þá virðist við fyrstu sýn verið er að ganga mun lengra í friðun, vernd og takmarka aðgang til veiða en flestar þjóðir eru að gera
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Hér leggjum við til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði
8. gr. Samráð við hagsmunaaðila. Um stefnumótandi mál er varða vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum skal eftir því sem hlutaðeigandi mál kallar á hafa samráð við Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, hreindýraráð og áhuga- og hagsmunasamtök um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, svo sem Fuglavernd og Skotveiðifélag Íslands eða aðra aðila sem hagsmuni kunna að hafa í málinu. Hafa skal samráð við Matvælastofnun verði veiðistjórnunarsvið Umhverfissstofnuna um mál er varða velferð villtra fugla og villtra spendýra.
9. gr. Friðun. Villtir fuglar og villt spendýr sem heyra undir lög þessi eru friðuð nema friðun hafi verið aflétt á grundvelli laga þessara eða reglna settra með stoð í þeim. Undir friðun þessa falla einnig þær tegundir villtra dýra sem koma reglulega á íslenskt yfirráðasvæði eða berast þangað af sjálfsdáðum auk egg villtra fugla og hreiður þeirra. 6 Í vinnslu – 8. júlí 2020 Ráðherra er heimilt að eigin frumkvæði eða samkvæmt tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands og að fenginni umsögn/samþykki Umhverfisstofnunar að kveða á um aukna vernd eða sértæka friðun ákveðinna villtra fugla og villtra spendýra ef ástæða þykir til. Ráðherra er jafnframt heimilt að kveða á um að strangari reglur skuli gilda um búsvæði eða vistgerðir ef sýnt þykir að ákveðin tegund eða tegundir séu í hættu og stafi sérstök ógn af mannaferðum eða umferð eða sé sérstaklega viðkvæm fyrir raski.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra. Við skipulag, landnotkun og ferð um náttúruna skal eins og kostur er taka tillit til villtra fugla og villtra spendýra og búsvæða þeirra, sbr. lög um náttúruvernd og skipulagslög. Forðast skal alla óþarfa truflun á dýralífi og röskun á búsvæðum, lykilbúsvæðum, eða lykilstöðum. Eigendum eða ábyrgðaraðilum hunda og katta ber að virða friðhelgi fugla um varptímann og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að forða tjóni og röskun af þeirra völdum. Óheimilt er að þeyta flautur, fljúga þyrlum, flygildum eða flugvélum, sigla hljóðmiklum skipum eða bátum eða vera með háreisti eða annan hávaða að óþörfu við þau fuglabjörg, fuglabyggðir og selalátur sem tilgreind eru í reglugerð samkvæmt 54. gr. laganna, innan þeirra fjarlægðarmarka sem þar koma fram. Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær sömu stöðum en 200 m og á sjó nær en 2000 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum, steypa undan fuglum eða ryðja fuglabjörg. Óheimilt er að veiða fugla í sárum eða ófleyga unga. Lifandi ósærða fugla sem lenda í neti við veiðar skal ávallt greiða úr netinu og sleppa.
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
11. gr. Velferð villtra dýra og villtra fugla. Skylt er að sýna villtum fuglum og villtum spendýrum hvar sem er á landinu, nærgætni og tillitssemi og forðast óþarfa truflun, röskun eða meðhöndlun Við alla nauðsynlega meðhöndlun, afskipti eða veiðar villtra fugla og villtra spendýra skal þess gætt eins og kostur er að meðferð þeirra sé réttlætanleg og að þau verði ekki fyrir óþarfa sárauka, þjáningu, hræðslu eða óþægindum. Veiðar eða aflífun villtra fugla og villtra spendýra skulu vera mannúðlegar og skal ávallt reyna að tryggja skjótan og sársaukalausan dauðadaga sem og skulu fylgja leyfilegum veiðiaðferðum samkvæmt alþjóðasamningum. Óheimilt er að fanga og halda villt dýr nema í því skyni að veita því tímabundna neyðaraðstoð eða sérstök heimild hafi fengist til þess samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum. Við veiðar eða lögmæta föngun villtra dýra er óheimilt að beita aðferðum sem valda limlestingum eða kvölum. Koma skal sjúku, særðu eða bjargarlausu villtu dýri til bjargar ef þess er nokkur kostur eða tilkynna slík atvik til lögreglu. Heimilt er að aflífa slík dýr með skjótum og sem sárauka minnstum hætti ef sýnt þykir að ekki sé unnt að veita því viðunandi bjargir. Um velferð villtra dýra og villtra fugla sem heyra undir lög þessi gilda jafnframt lög um velferð dýra. Við teljum að lög um velferð villtra dýra eigi ekki samleið með lögum um velferð dýra og skuli utanskilja villt dýr úr lögum um velferð dýra nema að því leiti þegar fólk er að halda villt dýr í húsi eða garði. Og því skuli fella neðstu línu greinar út
14. gr. Málefni hvítabjarna. Hvítabirnir eru friðaðir samkvæmt lögum þessum á landi, hafís og á sundi, sbr. þó 2. mgr. Sjáist hvítabjörn við ströndina eða á landi skal tafarlaust tilkynna það til lögreglu. Þrátt fyrir friðun er lögreglu í hlutaðeigandi lögregluumdæmi heimilt að taka ákvörðun um að fella hvítabjörn sem fólki getur stafað hætta af. Hafa skal samráð við Umhverfisstofnun áður en hvítabjörn er felldur ef tími vinnst til. Sé það mat lögreglu að ekki þurfi tafarlaust að grípa til úrræða skv. 2. mgr., vegna komu hvítabjarnar er Umhverfisstofnun heimilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum. Hafi hvítabjörn verið felldur skv. 2. mgr. skal hann afhentur Náttúrufræðistofnun Íslands til athugunar og ráðstöfunar, enda greiði ríkissjóður áfallinn kostnað við að fella björninn. Tilhvers að koma inn að Bjarga skuli Hvítabirni ef þess er kostur. Þegar heilmikil vinna var sett í að fara yfir þessi mál á sýnum tíma og niðurstaða starfshóps var að fella skuli alla Hvítabirni sem koma að landi.
21. gr. Veiðistjórnun. Veiðar villtra fugla og villtra dýra skulu háðar veiðistjórnun. Veiðistjórnun og ákvarðanir stjórnvalda er varða hana skulu byggjast á bestu vísindalegri þekkingu á hverjum tíma á verndarstöðu, sjálfbærni og stofnstærð tegunda, útbreiðslu og verndarstöðu búsvæðis. Sama gildir einnig um áætlanagerð stjórnvalda, sveitarfélaga og aðila á þeirra vegum. Í þeim tilgangi að framfylgja stjórnunar- og verndunaráætlun er Umhverfisstofnun heimilt að grípa til aðgerða til veiðistjórnunar í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands og eftir 10 Í vinnslu – 8. júlí 2020 atvikum aðrar fagstofnanir eða hagsmunaaðila. Aðgerðir geta m.a. falið í sér bann við veiðum á tilteknum tegundum, á tilteknum svæðum, á tilteknum tímum árs eða sólahringsins. Aðgerðir til veiðistjórnunar geta einnig falið í sér veiðar eða útrýmingu framandi tegunda, annarra en þeirra sem skylt er að örmerkja skv, lögum og taldar eru líklegar til að ógna eða hafa veruleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni, sbr. 67. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ákvarðanir Umhverfisstofnunar um veiðistjórnun á grundvelli þessarar greinar skal birt á vefsetri stofnunarinnar.
Við teljum að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24. gr. Veiðiaðferðir. Við veiðar má eingöngu nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl nota verkfærum með þeim undantekningum sem upp eru taldar í liðum 4, 7 og 17 hér á eftir og nánar er kveðið á um í reglugerð. Við fuglaveiðar er óheimilt að nota haglabyssu með hlaupvídd stærri en nr. 12. 11 Í vinnslu – 8. júlí 2020
Við veiðar er m.a. óheimilt að nota:
1. Eitur eða svefnlyf, nema útrýmingarefni til músa- og rottuveiða í samræmi við ákvæði efnalaga.
2. Sprengiefni, bensín eða önnur efni til þess að svæla með gasi eða reyk.
3. Steina, barefli, eggvopn, skutla, stunguvopn eða áþekka hluti (nema ef um örvar með veiðiodda er að ræða. )
4. Net, nema háf til lundaveiða.
5. Öngla eða önnur tól sem komið er fyrir í æti.
6. Snörur og snörufleka.
7. Gildrur, nema til músa-, rottu- og minkaveiða. Gerðir gildra skulu hafa hlotið samþykki Umhverfisstofnunar.
8. Rafbúnað sem getur drepið eða rotað.
9. Upptöku- eða afspilunartæki og aðra rafknúna hljóðgjafa.
10. Fastan ljósgjafa, nema til refa- og minkaveiða.
11. Búnað til að lýsa upp skotmörk, t.d. ljósbúnað festan við byssu.
12. Spegla eða annan búnað sem blindar.
13. Búnað til þess að miða í myrkri með rafeindatækjum er stækka eða breyta ímyndinni. Undanskilið er þó rafeindapunktur eða upplýstur kross í sjónauka.
14. Sjálfvirk skotvopn, svo og handhlaðnar fjölskotabyssur og hálfsjálfvirk skotvopn, með skothylkjahólfum sem taka fleiri en tvö skothylki.
15. Hljóðdempara (Hljóðdeyfa), nema á stóra riffla og haglabyssur sem nota miðkveikt skot og uppfylla skilyrði vopnalaga.
16. Lifandi dýr sem bandingja eða til þjálfunar veiðihunda.
17. Hunda til þess að hlaupa uppi bráð, nema við minkaveiðar. Óheimilt er að nota loftför, flygildi eða önnur vélknúin farartæki við veiðar, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum á landi er einungis heimilt að nota götuskráð vélknúin farartæki og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 200 metra. Umhverfisstofnun er heimilt að veita þeim sem varanlega eru bundnir við notkun á hjólastól, sérstaka undanþágu frá ákvæðum 3. mgr. til að skjóta frá kyrrstæðu vélknúnu farartæki á vegum eða merktum vegaslóðum, enda hafi veiðimaður í för með sér aðstoðarmann eða hund til að sækja bráð. Séu skilyrði náttúruverndarlaga um akstur á snævi þakinni og frosinni jörð utan vega uppfyllt er honum heimilt að víkja frá vegum eða merktum vegaslóðum við veiðar enda sé ekki hætta á náttúruspjöllum. Heimild samkvæmt þessari grein skal getið í veiðikorti hlutaðeigandi veiðimanns, sbr. 27. gr. laganna.
Leggjum til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði.
15.grein leggjum til að haglabyssum verði bætt við þar sem leyft er að veiða með hljóðdempara
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna. Þeir sem stunda veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum skulu hafa staðist próf um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða í samræmi við lög þessi og reglur settar samkvæmt þeim. Umhverfisstofnun semur námskrá, setur mörk og viðmið um fullnægjandi árangur á prófi og heldur námskeið til undirbúnings hæfnisprófum. Umhverfisstofnun er heimilt að fela aðilum, sem hafa til þess þekkingu og reynslu að mati stofnunarinnar, að halda slík námskeið í sínu umboði. Umhverfisstofnun er heimilt að veita þeim sem óskar eftir veiðikorti, sem eingöngu gildir til töku eggja eða til annarra veiða en skotveiða, undanþágu frá hæfnisprófum veiðimanna skv. 1. og 2. mgr. 2.
Bæta við sé um bogveiðnámskeið að ræða þá skuli Bogveiði Íslands sjá um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
Aldurstakmark til veiðar en við leggjum til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Leggjum jafnframt til ráðuneytið leitist til að ræða við þá sem fara með vopnalögin að skoða það sem og önnur atriði eins og hljóðdempari á haglabyssu.
Niðurlag
Bogveiðifélag Íslands hefur frá stofnun þess beitt sér fyrir því að fá bogveiðar leyfðar á íslandi. Haft var strax samband við ráðuneytið og í kjölfarið var Umhverfisstofnun fengin til að gera umsögn um bogveiði fyrir Umhverfissráðuneytið og var umsögn mjög jákvæð bogveiðum og talað um að stofna starfshóp og í framhaldi prufuveiðar. Haldin var fundur í ráðuneyti og talað um halda þessu opnu. En mikil vonbrigði urðu þegar sagt var að ekki væri hægt að skoða þetta mál áfram þar sem vopnalög hindruðu að flytja inn veiðiodda. Ráðuneytið sá sér greinilega ekki fært að óska eftir undanþágu vegna vinnu ráðuneytis sem okkur skilst að hefði ekki verið neitt vandamál á sýnum tíma og það í raun sýndi hversu lítinn áhugi var á þessu máli Þegar Hvítbók kom út þá var tekið í sama streng og í umsögn Umhverfisstofnunar stofna starfshóp og skoða þessi mál. En aldrei hefur þessi starfshópur verið stofnaður og nú í aðdraganda nýrra villidýra laga þá hefði í ljósi fyrri vinnu verið tilvalið að stofna starfshóp um bogveiði en talað hefur verið um að núverandi drög séu unninn uppúr Hvítbók þrátt fyrir að margt í nýjum drögum beri þess ekki nein merki og tillögur að starfshópum. Klárt að skautað sé yfir mörg atriði sem þarf að ræða og fara betur yfir og hlusta á hagsmunaaðila tengda veiðum og nýtingu en starfsmönnum ráðuneytis greinilega ekki þótt viðeigandi að vera með í núverandi drögum.
Bogveiðifélag Íslands hefur ítrekað óskað eftir bréflega og í tölvupóstum að koma að þessari vinnu bæði til að kynna bogveiði og tryggja að nefndin um endurskoðun sé með réttar upplýsingar til að geta fjallað um þetta mál á faglegum nótum en ekki á einhverjum tilfinningalegum eða huglægum nótum. En aldrei hefur komið svar við þeim samskiptum frá þeim sem bent er á og hafa um málið að segja. Bogveiðifélag Ísland telur klárt að stofna hafi átt starfshóp um bogveiði um leið og endurskoðun á Villidýralöggjöfinni væri að fara af stað.
Frá 2012 þá hefur orðið mikil þróun í Evrópu er varðar bogveiðar. Nú eru orðin fleiri lönd sem leyfa bogveiðar en sem leyfa ekki. Bogveiði á Sauðnaut í Grænlandi voru leyfð 2012 og 2014 á Hreindýr. Á norðurlöndunum eru bogveiðar leyfðar í Finnlandi og Danmörku og leyft að veiða á nær öll dýr nema Elg. Okkur skilst að um 7-10 lönd eru með ferli í gangi að leyfa bogveiðar og þar á meðal eru Noregur og Svíþjóð. Í Svíþjóð fór fram prufuveiðar 2008 og þóttu takast vel en vegna langdrægni í endurskoðun laggjafa um Úlf og önnur rándýr þá hefur áframhaldandi vinna tafist. En Skotveiðifélag Svíþjóðar og Bogveiðifélag Svíþjóðar hafa sótt um til yfirvalda og óskað eftir 5 ára tilraunaveiðum með boga og hefur landbúnaðar Háskóli Svíþjóðar verið falið að skoða málið. Í Noregi þá er vinna að hefjast við endurskoðun á veiðilöggjöfinni og þar var 40 aðilum boðið að koma og kynna sig og það sem þeir standa fyrir og var bogveiði þar á meðal en með breytingum er ætlað að nútímavæða lögin og því ljóst að leyfa bogveiðar væri þáttur í því. Og vegna þess sem er í gangi þá er þetta kjörið tækifæri fyrir Ísland að vera með í að leyfa bogveiðar eða að minnsta kosti feta í fótspor Noregs og Svíþjóðar og taka upp prufuveiðar með boga og ör . Bogveiðar draga til sín yfirleitt öðruvísi hóp veiðimanna og sé í lagi kvenfólk, sem og fólks sem vilja njóta/tengjast náttúrunni betur, skilja hegðun dýranna og í raun þar sem að bráðin hefur meira forskot en veiðimaðurinn sem þarf að hafa meira fyrir veiðinni.
Bogveiðar eru leyfðar samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. T.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”
Þar sem rannsóknir hafa farið fram á bogveiði í Danmörku (1998-)þá sýna þær að t.d hlutfall særðra dýra er jafnt eða lægra en ef veitt er með skotvopni og sýna t.d tölur frá Grænalandi það. Ef bogveiðar eru bornar saman við skotveiðar þá sýna að þær eru jafn áhrifaríkar svo fremi að áhöldin séu notuð innan sín notkunarsvið og að tími frá því að bráð er skotin og þar til hún fellur eða er fallin þá er það sambærilegt í tíma og við skotveiðar og viðurkennt sem slíkt. Þetta helgast einna helst af því að kröfur til bogveiðimanna eru meiri en til skotveiðimanna. Jafnframt sýna margar rannsóknir að minna stress myndast hjá dýrum þegar veitt er með boga en ef um skotveiðar væri að ræða. Því teljum við bogveiðar fyllilega eiga rétt á sér og vera sambærilegar við skotveiðar og ekki falla undir veiðiaðferðir sem valda óþarfa ótta, sárauka eða dauðastríðs sem er fjallað um í 1 gr inngangur að veiðiaðferðir taki mið af. En svo er einnig talað um í þessum inngangi um að skortur á upplýsingum þá skuli beita varúðarreglu, hvernig er það hægt þegar yfirvöld neita að fá upplýsingar eða kynningu á hlutum eða tala við aðila sem eru með allar upplýsingar um þessi mál. Við teljum að það sé skylda yfirvalda að leita sér upplýsing en ekki bíða eftir að aðilar komi til þeirra að fyrra bragði með upplýsingar, ábyrgðin er hjá yfirvöldum og ættu ekki að geta skýlt sér á bak við “ skort á upplýsingum)
“Skortur á upplýsingum ætti að túlka villtum dýrum eða náttúrunni í hag, sbr. varúðarregluna, að veiðiaðferðir taki mið af velferð og líffræði viðkomandi tegundar, m.t.t. ótta, sársauka og dauðastríðs, með það fyrir augum að lágmarka þessa þætti eins og kostur er og að velferð og viðhald veiðistofna yrði höfð í fyrirrúmi umfram hefðir og sérhagsmuni, enda tryggði það sjálfbæra nýtingu og aðgang komandi kynslóða að þeim. “
Bogveiðifélag Ísland styður og stendur á bakvið Skotvís með að útvega gögn ofl sem og unnið tillögur sem Skotvís hefur lagt fram er varðar bogveiði, Með aðrar greinar og atriði sem Skotvís gerir athugasemdir við þá styðjum við þeirra málaflutning.
Með þessum umsögnum þá vonumst við til að nú sé aðeins um fyrstu drög að ræða sem koma til umsagnar þar sem ljóst sé að vinna þarf þessi drög betur og skoða hluti nánar. En hér að ofan er ekki um tæmandi lista að ræða
Virðingafyllst
F.h Bogveiðifélag Íslands
ViðhengiUmsögn og athugasemdir Bogveiðifélag Íslands vegna draga að frumvarpi að endurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Inngangur
Bogveiðifélag Íslands fagnar að loksins er farið að vinna í nýjum Villidýralögum en búist hefur verið við þessari vinnu síðan að svokölluð hvítbók var gefin út eftir mikla vinnu nefndar um málefni veiðar og vernd á villtum dýrum árið 2013.
Bogveiðifélag Ísland lýsir miklum vonbrigðum með núverandi drög sem og hvernig að þeirri vinnu hefur verið staðið og að ekkert sé talað um bogveiði sérstaklega þegar fleiri lönd í Evrópu leyfa bogveiði eða eru með ferli í að leyfa bogveiði. Með að hafa ekki bogveiði með í þessum tillögum þá er klárt að ráðuneyti vill ekkert með bogveiði gera og hefur greinilega sýnt sig í gegnum árin og reynt að nýta sér allar leiðir til þurfa ekki að skoða með bogveiði, . Þetta verkefni sem villidýralögin eru að það yfirgrips mikil og mikla og stöðuga vinnu þarf að leggja í þetta bæði vegna upplýsinga öflunar og kynningar á málum fyrir nefndina. Ekki eins og nú virðist vera reynt að hraða/lauma þessu í gegn og í skjóli sumarfría og covid þar sem tímaleysi ofl er ráðandi og kannski vonast til að fólk nenni ekki að fylgja þessu máli eftir.
Að öðrum atriðum/greinum í drögunum þá virðist við fyrstu sýn verið er að ganga mun lengra í friðun, vernd og takmarka aðgang til veiða en flestar þjóðir eru að gera
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Hér leggjum við til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði
8. gr. Samráð við hagsmunaaðila. Um stefnumótandi mál er varða vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum skal eftir því sem hlutaðeigandi mál kallar á hafa samráð við Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, hreindýraráð og áhuga- og hagsmunasamtök um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, svo sem Fuglavernd og Skotveiðifélag Íslands eða aðra aðila sem hagsmuni kunna að hafa í málinu. Hafa skal samráð við Matvælastofnun verði veiðistjórnunarsvið Umhverfissstofnuna um mál er varða velferð villtra fugla og villtra spendýra. Taka út Matvælastofnun.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra. Við skipulag, landnotkun og ferð um náttúruna skal eins og kostur er taka tillit til villtra fugla og villtra spendýra og búsvæða þeirra, sbr. lög um náttúruvernd og skipulagslög. Forðast skal alla óþarfa truflun á dýralífi og röskun á búsvæðum, lykilbúsvæðum, eða lykilstöðum. Eigendum eða ábyrgðaraðilum hunda og katta ber að virða friðhelgi fugla um varptímann og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að forða tjóni og röskun af þeirra völdum. Óheimilt er að þeyta flautur, fljúga þyrlum, flygildum eða flugvélum, sigla hljóðmiklum skipum eða bátum eða vera með háreisti eða annan hávaða að óþörfu við þau fuglabjörg, fuglabyggðir og selalátur sem tilgreind eru í reglugerð samkvæmt 54. gr. laganna, innan þeirra fjarlægðarmarka sem þar koma fram. Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær sömu stöðum en 200 m og á sjó nær en 2000 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum, steypa undan fuglum eða ryðja fuglabjörg. Óheimilt er að veiða fugla í sárum eða ófleyga unga. Lifandi ósærða fugla sem lenda í neti við veiðar skal ávallt greiða úr netinu og sleppa.
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar.
11. gr. Velferð villtra dýra og villtra fugla. Skylt er að sýna villtum fuglum og villtum spendýrum hvar sem er á landinu, nærgætni og tillitssemi og forðast óþarfa truflun, röskun eða meðhöndlun Við alla nauðsynlega meðhöndlun, afskipti eða veiðar villtra fugla og villtra spendýra skal þess gætt eins og kostur er að meðferð þeirra sé réttlætanleg og að þau verði ekki fyrir óþarfa sárauka, þjáningu, hræðslu eða óþægindum. Veiðar eða aflífun villtra fugla og villtra spendýra skulu vera mannúðlegar og skal ávallt reyna að tryggja skjótan og sársaukalausan dauðadaga sem og skulu fylgja leyfilegum veiðiaðferðum samkvæmt alþjóðasamningum. Óheimilt er að fanga og halda villt dýr nema í því skyni að veita því tímabundna neyðaraðstoð eða sérstök heimild hafi fengist til þess samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum. Við veiðar eða lögmæta föngun villtra dýra er óheimilt að beita aðferðum sem valda limlestingum eða kvölum. Koma skal sjúku, særðu eða bjargarlausu villtu dýri til bjargar ef þess er nokkur kostur eða tilkynna slík atvik til lögreglu. Heimilt er að aflífa slík dýr með skjótum og sem sárauka minnstum hætti ef sýnt þykir að ekki sé unnt að veita því viðunandi bjargir. Um velferð villtra dýra og villtra fugla sem heyra undir lög þessi gilda jafnframt lög um velferð dýra. Við teljum að lög um velferð villtra dýra eigi ekki samleið með lögum um velferð dýra og skuli utanskilja villt dýr úr lögum um velferð dýra nema að því leiti þegar fólk er að halda villt dýr í húsi eða garði. Og því skuli fella neðstu línu greinar út.
14. gr. Málefni hvítabjarna. Hvítabirnir eru friðaðir samkvæmt lögum þessum á landi, hafís og á sundi, sbr. þó 2. mgr. Sjáist hvítabjörn við ströndina eða á landi skal tafarlaust tilkynna það til lögreglu. Þrátt fyrir friðun er lögreglu í hlutaðeigandi lögregluumdæmi heimilt að taka ákvörðun um að fella hvítabjörn sem fólki getur stafað hætta af. Hafa skal samráð við Umhverfisstofnun áður en hvítabjörn er felldur ef tími vinnst til. Sé það mat lögreglu að ekki þurfi tafarlaust að grípa til úrræða skv. 2. mgr., vegna komu hvítabjarnar er Umhverfisstofnun heimilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum. Hafi hvítabjörn verið felldur skv. 2. mgr. skal hann afhentur Náttúrufræðistofnun Íslands til athugunar og ráðstöfunar, enda greiði ríkissjóður áfallinn kostnað við að fella björninn. Tilhvers að koma inn að Bjarga skuli Hvítabirni ef þess er kostur. Þegar heilmikil vinna var sett í að fara yfir þessi mál á sýnum tíma og niðurstaða starfshóps var að fella skuli alla Hvítabirni sem koma að landi.
21. gr. Veiðistjórnun. Veiðar villtra fugla og villtra dýra skulu háðar veiðistjórnun. Veiðistjórnun og ákvarðanir stjórnvalda er varða hana skulu byggjast á bestu vísindalegri þekkingu á hverjum tíma á verndarstöðu, sjálfbærni og stofnstærð tegunda, útbreiðslu og verndarstöðu búsvæðis. Sama gildir einnig um áætlanagerð stjórnvalda, sveitarfélaga og aðila á þeirra vegum. Í þeim tilgangi að framfylgja stjórnunar- og verndunaráætlun er Umhverfisstofnun heimilt að grípa til aðgerða til veiðistjórnunar í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands og eftir 10 Í vinnslu – 8. júlí 2020 atvikum aðrar fagstofnanir eða hagsmunaaðila. Aðgerðir geta m.a. falið í sér bann við veiðum á tilteknum tegundum, á tilteknum svæðum, á tilteknum tímum árs eða sólahringsins. Aðgerðir til veiðistjórnunar geta einnig falið í sér veiðar eða útrýmingu framandi tegunda, annarra en þeirra sem skylt er að örmerkja skv, lögum og taldar eru líklegar til að ógna eða hafa veruleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni, sbr. 67. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ákvarðanir Umhverfisstofnunar um veiðistjórnun á grundvelli þessarar greinar skal birt á vefsetri stofnunarinnar.
Við teljum að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24. gr. Veiðiaðferðir. Við veiðar má eingöngu nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl nota verkfærum með þeim undantekningum sem upp eru taldar í liðum 4, 7 og 17 hér á eftir og nánar er kveðið á um í reglugerð. Við fuglaveiðar er óheimilt að nota haglabyssu með hlaupvídd stærri en nr. 12. 11 Í vinnslu – 8. júlí 2020
Við veiðar er m.a. óheimilt að nota:
1. Eitur eða svefnlyf, nema útrýmingarefni til músa- og rottuveiða í samræmi við ákvæði efnalaga.
2. Sprengiefni, bensín eða önnur efni til þess að svæla með gasi eða reyk.
3. Steina, barefli, eggvopn, skutla, stunguvopn eða áþekka hluti (nema ef um örvar með veiðiodda er að ræða. )
4. Net, nema háf til lundaveiða.
5. Öngla eða önnur tól sem komið er fyrir í æti.
6. Snörur og snörufleka.
7. Gildrur, nema til músa-, rottu- og minkaveiða. Gerðir gildra skulu hafa hlotið samþykki Umhverfisstofnunar.
8. Rafbúnað sem getur drepið eða rotað.
9. Upptöku- eða afspilunartæki og aðra rafknúna hljóðgjafa.
10. Fastan ljósgjafa, nema til refa- og minkaveiða.
11. Búnað til að lýsa upp skotmörk, t.d. ljósbúnað festan við byssu.
12. Spegla eða annan búnað sem blindar.
13. Búnað til þess að miða í myrkri með rafeindatækjum er stækka eða breyta ímyndinni. Undanskilið er þó rafeindapunktur eða upplýstur kross í sjónauka.
14. Sjálfvirk skotvopn, svo og handhlaðnar fjölskotabyssur og hálfsjálfvirk skotvopn, með skothylkjahólfum sem taka fleiri en tvö skothylki.
15. Hljóðdempara (Hljóðdeyfa), nema á stóra riffla og haglabyssur sem nota miðkveikt skot og uppfylla skilyrði vopnalaga.
16. Lifandi dýr sem bandingja eða til þjálfunar veiðihunda.
17. Hunda til þess að hlaupa uppi bráð, nema við minkaveiðar. Óheimilt er að nota loftför, flygildi eða önnur vélknúin farartæki við veiðar, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum á landi er einungis heimilt að nota götuskráð vélknúin farartæki og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 200 metra. Umhverfisstofnun er heimilt að veita þeim sem varanlega eru bundnir við notkun á hjólastól, sérstaka undanþágu frá ákvæðum 3. mgr. til að skjóta frá kyrrstæðu vélknúnu farartæki á vegum eða merktum vegaslóðum, enda hafi veiðimaður í för með sér aðstoðarmann eða hund til að sækja bráð. Séu skilyrði náttúruverndarlaga um akstur á snævi þakinni og frosinni jörð utan vega uppfyllt er honum heimilt að víkja frá vegum eða merktum vegaslóðum við veiðar enda sé ekki hætta á náttúruspjöllum. Heimild samkvæmt þessari grein skal getið í veiðikorti hlutaðeigandi veiðimanns, sbr. 27. gr. laganna.
Leggjum til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði.
15.liður leggjum til að haglabyssum verði bætt við þar sem leyft er að veiða með hljóðdempara
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna. Þeir sem stunda veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum skulu hafa staðist próf um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða í samræmi við lög þessi og reglur settar samkvæmt þeim. Umhverfisstofnun semur námskrá, setur mörk og viðmið um fullnægjandi árangur á prófi og heldur námskeið til undirbúnings hæfnisprófum. Umhverfisstofnun er heimilt að fela aðilum, sem hafa til þess þekkingu og reynslu að mati stofnunarinnar, að halda slík námskeið í sínu umboði. Umhverfisstofnun er heimilt að veita þeim sem óskar eftir veiðikorti, sem eingöngu gildir til töku eggja eða til annarra veiða en skotveiða, undanþágu frá hæfnisprófum veiðimanna skv. 1. og 2. mgr. 2.
Bæta við sé um bogveiðnámskeið að ræða þá skuli Bogveiði Íslands sjá um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
Aldurstakmark til veiðar en við leggjum til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Leggjum jafnframt til ráðuneytið leitist til að ræða við þá sem fara með vopnalögin að skoða það sem og önnur atriði eins og hljóðdempari á haglabyssu.
Niðurlag
Bogveiðifélag Íslands hefur frá stofnun þess beitt sér fyrir því að fá bogveiðar leyfðar á íslandi. Haft var strax samband við ráðuneytið og í kjölfarið var Umhverfisstofnun fengin til að gera umsögn um bogveiði fyrir Umhverfissráðuneytið og var umsögn mjög jákvæð bogveiðum og talað um að stofna starfshóp og í framhaldi prufuveiðar. Haldin var fundur í ráðuneyti og talað um halda þessu opnu. En mikil vonbrigði urðu þegar sagt var að ekki væri hægt að skoða þetta mál áfram þar sem vopnalög hindruðu að flytja inn veiðiodda. Ráðuneytið sá sér greinilega ekki fært að óska eftir undanþágu vegna vinnu ráðuneytis sem okkur skilst að hefði ekki verið neitt vandamál á sýnum tíma og það í raun sýndi hversu lítinn áhugi var á þessu máli Þegar Hvítbók kom út þá var tekið í sama streng og í umsögn Umhverfisstofnunar stofna starfshóp og skoða þessi mál. En aldrei hefur þessi starfshópur verið stofnaður og nú í aðdraganda nýrra villidýra laga þá hefði í ljósi fyrri vinnu verið tilvalið að stofna starfshóp um bogveiði en talað hefur verið um að núverandi drög séu unninn uppúr Hvítbók þrátt fyrir að margt í nýjum drögum beri þess ekki nein merki og tillögur að starfshópum. Klárt að skautað sé yfir mörg atriði sem þarf að ræða og fara betur yfir og hlusta á hagsmunaaðila tengda veiðum og nýtingu en starfsmönnum ráðuneytis greinilega ekki þótt viðeigandi að vera með í núverandi drögum.
Bogveiðifélag Íslands hefur ítrekað óskað eftir bréflega og í tölvupóstum að koma að þessari vinnu bæði til að kynna bogveiði og tryggja að nefndin um endurskoðun sé með réttar upplýsingar til að geta fjallað um þetta mál á faglegum nótum en ekki á einhverjum tilfinningalegum eða huglægum nótum. En aldrei hefur komið svar við þeim samskiptum frá þeim sem bent er á og hafa um málið að segja. Bogveiðifélag Ísland telur klárt að stofna hafi átt starfshóp um bogveiði um leið og endurskoðun á Villidýralöggjöfinni væri að fara af stað.
Frá 2012 þá hefur orðið mikil þróun í Evrópu er varðar bogveiðar. Nú eru orðin fleiri lönd sem leyfa bogveiðar en sem leyfa ekki. Bogveiði á Sauðnaut í Grænlandi voru leyfð 2012 og 2014 á Hreindýr. Á norðurlöndunum eru bogveiðar leyfðar í Finnlandi og Danmörku og leyft að veiða á nær öll dýr nema Elg. Okkur skilst að um 7-10 lönd eru með ferli í gangi að leyfa bogveiðar og þar á meðal eru Noregur og Svíþjóð. Í Svíþjóð fór fram prufuveiðar 2008 og þóttu takast vel en vegna langdrægni í endurskoðun laggjafa um Úlf og önnur rándýr þá hefur áframhaldandi vinna tafist. En Skotveiðifélag Svíþjóðar og Bogveiðifélag Svíþjóðar hafa sótt um til yfirvalda og óskað eftir 5 ára tilraunaveiðum með boga og hefur landbúnaðar Háskóli Svíþjóðar verið falið að skoða málið. Í Noregi þá er vinna að hefjast við endurskoðun á veiðilöggjöfinni og þar var 40 aðilum boðið að koma og kynna sig og það sem þeir standa fyrir og var bogveiði þar á meðal en með breytingum er ætlað að nútímavæða lögin og því ljóst að leyfa bogveiðar væri þáttur í því. Og vegna þess sem er í gangi þá er þetta kjörið tækifæri fyrir Ísland að vera með í að leyfa bogveiðar eða að minnsta kosti feta í fótspor Noregs og Svíþjóðar og taka upp prufuveiðar með boga og ör . Bogveiðar draga til sín yfirleitt öðruvísi hóp veiðimanna og sé í lagi kvenfólk, sem og fólks sem vilja njóta/tengjast náttúrunni betur, skilja hegðun dýranna og í raun þar sem að bráðin hefur meira forskot en veiðimaðurinn sem þarf að hafa meira fyrir veiðinni.
Bogveiðar eru leyfðar samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. T.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”
Þar sem rannsóknir hafa farið fram á bogveiði í Danmörku (1998-)þá sýna þær að t.d hlutfall særðra dýra er jafnt eða lægra en ef veitt er með skotvopni og sýna t.d tölur frá Grænalandi það. Ef bogveiðar eru bornar saman við skotveiðar þá sýna að þær eru jafn áhrifaríkar svo fremi að áhöldin séu notuð innan sín notkunarsvið og að tími frá því að bráð er skotin og þar til hún fellur eða er fallin þá er það sambærilegt í tíma og við skotveiðar og viðurkennt sem slíkt. Þetta helgast einna helst af því að kröfur til bogveiðimanna eru meiri en til skotveiðimanna. Jafnframt sýna margar rannsóknir að minna stress myndast hjá dýrum þegar veitt er með boga en ef um skotveiðar væri að ræða. Því teljum við bogveiðar fyllilega eiga rétt á sér og vera sambærilegar við skotveiðar og ekki falla undir veiðiaðferðir sem valda óþarfa ótta, sárauka eða dauðastríðs sem er fjallað um í 1 gr inngangur að veiðiaðferðir taki mið af. En svo er einnig talað um í þessum inngangi um að skortur á upplýsingum þá skuli beita varúðarreglu, hvernig er það hægt þegar yfirvöld neita að fá upplýsingar eða kynningu á hlutum eða tala við aðila sem eru með allar upplýsingar um þessi mál. Við teljum að það sé skylda yfirvalda að leita sér upplýsing en ekki bíða eftir að aðilar komi til þeirra að fyrra bragði með upplýsingar, ábyrgðin er hjá yfirvöldum og ættu ekki að geta skýlt sér á bak við “ skort á upplýsingum)
“Skortur á upplýsingum ætti að túlka villtum dýrum eða náttúrunni í hag, sbr. varúðarregluna, að veiðiaðferðir taki mið af velferð og líffræði viðkomandi tegundar, m.t.t. ótta, sársauka og dauðastríðs, með það fyrir augum að lágmarka þessa þætti eins og kostur er og að velferð og viðhald veiðistofna yrði höfð í fyrirrúmi umfram hefðir og sérhagsmuni, enda tryggði það sjálfbæra nýtingu og aðgang komandi kynslóða að þeim. “
Bogveiðifélag Ísland styður og stendur á bakvið Skotvís með að útvega gögn ofl sem og unnið tillögur sem Skotvís hefur lagt fram er varðar bogveiði, Með aðrar greinar og atriði sem Skotvís gerir athugasemdir við þá styðjum við þeirra málaflutning.
Með þessum umsögnum þá vonumst við til að nú sé aðeins um fyrstu drög að ræða sem koma til umsagnar þar sem ljóst sé að vinna þarf þessi drög betur og skoða hluti nánar. En hér að ofan er ekki um tæmandi lista að ræða.
Í viðhengi er hægt að sjá nánari athugasemdir feitletrað og yfirstrikað.
Virðingafyllst
F.h Bogveiðifélag Íslands
Indriði R. Grétarsson formaður
ViðhengiUmsögn Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum
ViðhengiI. KAFLI
2. gr.
Eðlilegt væri að selir og smáhvalir féllu undir þessi lög.
II. KAFLI
Stjórnsýsla.
5. gr.
Að mínu mati þarf að vera algjörlega skýrt í lögunum að NÍ sé með rannsóknarhlutann og UST með stjórnsýsluna. Mér er algjörlega hulið hvers vegna verið er að blanda Matvælastofnun í þetta. Hér skortir öll rök.
III. KAFLI
10. gr. „Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær sömu stöðum en 200 m og á sjó nær en 2000 m.“
Hver eru rökin á bak við þetta? Hvar eru rannsóknirnar á því að skothvellur í 2 km fjarlægð frá fuglabjargi valdi einhverjum usla? Núverandi 500 metra regla er algjörlega yfirdrifin, alltént virðast 500m duga við arnahreiður, hví þá ekki við fuglabjarg?.
Auk þess myndi 2000 metra regla útiloka svartfuglsveiðar í heilu og hálfu fjörðunum að ástæðulausu og án allra rannsókna. Hver er svo skilgreiningin á fuglabjargi?
14. gr.
Á hvaða örugga stað er fyrirhugað að flytja hvítabirni verði þeir fangaðir hér á landi? Það er á hreinu að Grænlendingar vilja ekki fá þá aftur. Hvað hyggst Umhverfisstofnun gera í þessu? Hvers vegna er ekki hægt að bera meiri virðingu fyrir mannslífum og tryggja það að ef til þess kemur að hvítabjörn komi hér á land þá verði hann umsvifalaust felldur eins og nefnd um það málefni lagði til?
V. KAFLI
17. gr., 3. málsgr.
Af hverju að setja það sem skilyrði að bráðin sé veidd til neyslu? Hægt er að nytja bráð á margan annan hátt en borða hana. Það er ekki hlutverk löggjafans að ákveða hvernig menn nýta bráð sína. Þetta þarf að fella út.
20. gr.
Ég er sammála því að allar veiðar skuli vera sjálfbærar. Þá er líka einsýnt að hefja veiðar t.d. á hrossagauk, enda stofninn gríðar sterkur og þolir vel þá hóflegu veiði sem yrði á þeim. Eins er löngu kominn tími á að leyfa takmarkaðar, sjálfbærar veiðar á álft til að verja kornakra og nýræktir bænda, enda þolir stofninn vel hóflega grisjun.
VI. KAFLI
21. gr. „Aðgerðir geta m.a. falið í sér bann við veiðum á tilteknum tegundum, á tilteknum svæðum, á tilteknum tímum árs eða sólahringsins.“
Á hvaða friðunarmöguleika er eiginlega verið að reyna að opna hérna? Banna anda/gæsaveiðar í morgunskímunni? Banna kvöldveiði?
Veiðum er stjórnað með veiðitímabili og er það yfirdrifið verkfæri löggjafans.
25. gr. „Særi veiðimaður dýr ber honum að elta það strax uppi og aflífa ef þess er nokkur kostur. Ákvæði þetta gildir einnig þótt sært dýr fari inn á eignarland sem veiðimaður hefur ekki leyfi til að veiða á og er þá bráð, önnur en hreindýr, eign landeiganda. Veiðimanni er skylt að hirða bráð sína.“
Dæmi: Veiðimaður skýtur og særir gæs á eignarlandi A, gæsin fellur til jarðar á eignarlandi B. Veiðimaðurinn er þá eðlilega skyldugur að fara strax og aflífa bráðina, þó svo að hann hafi ekki veiðileyfi á eignarlandi B. En eignast þá landeigandi á svæði B gæsina? Stangast það ekki á við síðustu setninguna; „Veiðimanni er skylt að hirða bráð sína.“?
VII. KAFLI
27. gr. „Veiðikort þarf ekki til músaveiða innandyra né rottuveiða.“
Þarf sem sagt veiðikort til músaveiða utandyra? Er mönnum alvara?
VIII. KAFLI
29. gr.
Verulega hefur fækkað tegundum sem lagt er til að veiði verði heimiluð á samkvæmt þessum drögum, en myndu vel þola veiði. Endurskoðun á listanum er því nauðsynleg, enda er gert ráð fyrir því annarsstðar í lögunum að gerðar verði stjórnunar og verndaráætlanir fyrir hverja tegund. Rétt er að vekja athygli á því að þetta frumvarp á að fjalla um veiðar en ekki þrengingar á núverandi veiðirétti án rökstuðnings.
IX. KAFLI
33.gr
Egg heiðagæsa ættu að vera í upptalningu í 1. málsgrein, enda stofninn í örum vexti og sögulegu hámarki og því engin rök fyrir því að banna sölu/að gefa heiðagæsaegg.
XIII. KAFLI
48. gr. Sala á veiðibráð eða öðrum afurðum villtra dýra
Hér er verið að fjalla um það hvort að viðkomandi stofn þoli sölu. Það er algjörlega ótækt að blanda saman tveimur ólíkum hagsmunum; dýravernd annars vegar og sölu á afurðum hins vegar. Sala á afurðum er ekki verkefni hins opinbera. Ég krefst þess að þetta verði fellt út.
XIV. KAFLI
50-52 gr.
Aðrir en lögregla geta ekki stöðvað ökutæki, krafið menn um byssuleyfi, veiðikort eða aðrar persónuupplýsingar á veiðum. Umhverfisstofnun er eftirlitsstofnun og hefur því engar valdheimildir í slíkt, enda ekki hluti af valdstjórninni. Þessar greinar þarf að fella út.
Set hér inn umsögn mína aftur á PDF formi þar sem að uppsetning á skjali fór forgörðum við það að setja hana inn á þessa síðu.
ViðhengiMér þætti gaman að það yrði tekið einhvap kerfi upp með Álft þar sem hún samkvæmt mörgum er orðin meiri háttar vargur!
Einnig væri sú orð um héra hérlebdis tel að það væri einnig mjög gott fyrir náttúru á íslandi!
Athugasemdir vegna III. draga að frumvarpi að endurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
I.Kafli
2.gr.
Eðlilegt að að selir og smáhvalir falli undir ákvæði laganna enda engin málefnaleg rök til annars m.a. til að tryggja vernd og velferð sela
II.Kafli
5.gr.
Að mínu mati þarf að vera algjörlega skýrt í lögunum að NÍ sé með rannsóknarhlutann og
UST með stjórnsýsluna.
Svo er það algjörlega út úr korti að vera blanda Matvælastofnun inn í þetta og skortir öll rök. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
III.Kafli
10.gr.
„Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær sömu stöðum en 200 m
og á sjó nær en 2000 m.“
Hver eru rökin á bak við þetta? Hvar eru rannsóknirnar á því að skothvellur í 2 km fjarlægð
frá fuglabjargi valdi einhverjum usla? Núverandi 500 metra regla er algjörlega yfirdrifin,
alltént virðast 500m duga við arnahreiður, hví þá ekki við fuglabjarg?.
Auk þess myndi 2000 metra regla útiloka svartfuglsveiðar í heilu og hálfu fjörðunum að
ástæðulausu og án allra rannsókna. Einnig mundi þetta sennilega taka út að hægt sé að nota nokkra skotíþróttavelli á íslandi. Hver er svo skilgreiningin á fuglabjargi?
Þessu ætti að halda óbreittu frá fyrri lögum.
11. gr.
Hér er mikið ósamræmi í lagabálkum því í dýraverndarlögum er líka bálkur um villt dýr, kafli VII. Einfaldast er að hafa bálk um villt dýr og velferð þeirra í þessum lögum og fella þá út bálkinn í dýraverndarlögum. Að vísa almennt í dýraverndarlögin hefur valdið miklum misskilningi meðal almennings. Einfaldara væri þá í að vísa í kaflann beint.
14.gr.
Fella skal alla hvítabirni sem berast til landsins því á einhverjum tímapunkti muni fólki stafa hætta af. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu. Í augum Hvítabjarna erum við mannfólkið bara fæða.
V.Kafli
17.gr. 3.málsgr.
Það að setja sem skilirði að bráð sé veidd til neislu er útúr öllu korti. Með þessu er hreinlega verið að friða allan varg. Svo ætti það ekki að vera hlutverk löggjafans að ákveða hvernig veiðimenn nýta bráð sína.
VI.Kafli
20.gr.
Það er löngu kominn tími á að hefja veiðar á stofnum sem eru sterkir
t.d. á hrossagauk, enda stofninn gríðar sterkur og þolir vel þá hóflegu veiði sem yrði á
þeim. Eins er löngu kominn tími á að leyfa takmarkaðar, sjálfbærar veiðar á álft til að verja
kornakra og nýræktir bænda, enda þolir stofninn vel hóflega grisjun.
Svo er spurning um að setja inn í þessi lög eitthvað um kanínur sem eru orðnar viltar mjög víða.
21.gr.
Tek undir það Sem Bragi Sigurður Óskarsson skrifar.
„Aðgerðir geta m.a. falið í sér bann við veiðum á tilteknum tegundum, á
tilteknum svæðum, á tilteknum tímum árs eða sólahringsins.“
Á hvaða friðunarmöguleika er eiginlega verið að reyna að opna hérna? Banna anda/
gæsaveiðar í morgunskímunni? Banna kvöldveiði?
Veiðum er stjórnað með veiðitímabili og er það yfirdrifið verkfæri löggjafans.
VII.Kafli
26.gr
Þeir sem stunda veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum skulu hafa staðist bóklegt próf um
villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til að meðhöndla skotvopn til veiða í samræmi við lög þessi og reglur settar samkvæmt þeim.
Umhverfisstofnun semur námskrá, setur mörk og viðmið um fullnægjandi árangur á prófi
og heldur námskeið til undirbúnings hæfnisprófum. Umhverfisstofnun er heimilt að fela
aðilum, sem hafa til þess þekkingu,reynslu og aðstöðu (Skotvelli) að mati stofnunarinnar, að halda slík námskeið í sínu umboði.
Skotíþróttafélög um allt land eru með fullkomna aðstöðu til að halda námskeið í verklegu námi í meðferð skotvopna og ættu því einungis að fá að sjá um þann hluta.
27.gr
Til skotveiða er heimilt að gefa út veiðikort við 20 ára aldur. Einstaklingi yngri en 20 er heimilt að stunda veiðar í fylgd með veiðimanni sem haft hefur veiðikort í a.m.k. 4. ár.
VIII.Kafli
29.gr
Verulega hefur fækkað tegundum sem lagt er til að veiði verði heimiluð á samkvæmt
þessum drögum, en myndu vel þola veiði. Endurskoðun á listanum er því nauðsynleg,
enda er gert ráð fyrir því annarsstðar í lögunum að gerðar verði stjórnunar og
verndaráætlanir fyrir hverja tegund. Rétt er að vekja athygli á því að þetta frumvarp á að
fjalla um veiðar en ekki þrengingar á núverandi veiðirétti án rökstuðnings.
XIII.Kafli
48.gr
Að banna sölu á villibráð er ekki á neinum rökum byggð nema tilfinningum .
Leyfa á sölu á allri villibráð beri stofnar þær veiðar og þær seú sjálfbærar.
Það er ekki alltaf hægt að benda á að það sé til nóg af kjöti í búðinni. Þetta er einfaldlega hollasta og ómengaðasta fæða sem við komumst í og ættum að halda í það að bjóða áfram uppá Villibráðar matarmenningu á íslandi. Með því að banna sölu er verið að koma í veg fyrir góða og holla matarmenningu.
XIV.Kafli
50-52. gr.
Aðrir en lögregla geta ekki stöðvað ökutæki, krafið menn um skilríki eða aðrar
persónuupplýsingar á veiðum. Umhverfisstofnun er eftirlitsstofnun og hefur því engar
valdheimildir í slíkt, enda ekki hluti af valdstjórninni. Þessar greinar þarf að fella út.
XVI.Kafli.
55.gr.
Veiðikort er bara skattur á veiðimnenn og var talað um í upphafi að upphæð ætti ekki að hækka og á að vera þannig.
Hvað varðar úthlutun úr veiðikortasjóði ættu þeir fjármunir að fara til ransókna á veiðistofnum okkar og til að fá endurúthlutun skili styrkþegar af sér greinargóðum og marktækum gögnum um viðfangið.
Virðingarfylst
Ómar Örn Jónsson
Veiðimaður
ViðhengiVið skoðun á frumvarpi þessu finnst mér allt of langt gengið í ákveðnum liðum.
Eins og að stofna eigi “Veiðilöggu” sem er stjórnað af UST
Einnig finnst mér að gengið sé og langt í núverandi lögum.
Fyrst að það á að fara að skoða lögin í heild sinni er ekki úr vegi að leiðrétta ýmislegt í gömlu lögunum.
Þess vegna sé ég mig knúinn til að senda inn umsögn við þetta frumvarp
7.gr.
Viðbót við 3ju málsgrein verður eftirfarandi
Umhverfisstofnun skal halda námskeið ef fleirri en 10 manns biðja um það, námskeið geta verið haldin í fjarkennslu og einnig geta skrifleg próf farið fram í gegn um fjarbúnað. Þannig geta allir, sama hvar á landinu þeir búa sótt námskeiðin.
Verkleg kennsla skal eftir fremsta megni vera á vegum lögreglu eða skotveiðifélaga.
7.gr verður þá svona
Umhverfisstofnun.
Umhverfisstofnun hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd laga þessara. Umhverfisstofnun stjórnar aðgerðum af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á verndun tegunda, stofnstærð og útbreiðslu villtra dýra og aðgerðum til að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum.
Umhverfisstofnun vinnur stjórnunarhluta stjórnunar- og verndaráætlana, sbr. 16. gr. laga þessara og hefur jafnframt umsjón með gerð og vinnslu áætlunarinnar í heild fyrir þær tegundir sem heyra undir lög þessi.
Umhverfisstofnun fer með veiðistjórnun, hefur umsjón með veiðum á villtum dýrum og villtum fuglum, sér um framkvæmd námskeiða og hæfnisprófa til undirbúnings veiðum á villtum fuglum og villtum spendýrum, veitir fræðslu og leiðbeiningar vegna nytjaveiða og aðgerða til varnar tjóni, sér um útgáfu veiðikorta og veiðileyfa og veitir tímabundnar undanþágur til veiða m.a. í því skyni að varna tjóni. Umhverfisstofnun skal halda námskeið ef fleirri en 10 manns biðja um það, námskeið skulu vera haldin í fjarkennslu og einnig skrifleg próf. Verkleg kennsla skal vera á vegum lögreglu eða skotveiðifélaga sem næst lögheimili námskeiðs þáttakanda.
Umhverfisstofnun hefur með höndum eftirlit með framkvæmd veiða, sér um að taka saman veiðitölur, ásamt annarri söfnun upplýsinga um veiðar samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim.
10 gr
Í þriðju málsgrein fellur út talan 2000 og verður 500
Ef haldið verður til streytu að hafa 2000M á sjó þá mun skotveiði á sjó leggjast af þar sem heilu firðirnir og dvalarstaðir fugla sem veiði er leifð á um falla undir vermdarlínuna sem 2000 metrar veita
10. gr.
Verður þá svona
Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra.
Við skipulag, landnotkun og ferð um náttúruna skal eins og kostur er taka tillit til villtra fugla og villtra spendýra og búsvæða þeirra, sbr. lög um náttúruvernd og skipulagslög.
Forðast skal alla óþarfa truflun á dýralífi og röskun á búsvæðum, lykilbúsvæðum, eða lykilstöðum. Eigendum eða ábyrgðaraðilum hunda og katta ber að virða friðhelgi fugla um varptímann og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að forða tjóni og röskun af þeirra völdum.
Óheimilt er að þeyta flautur, fljúga þyrlum, flygildum eða flugvélum, sigla hljóðmiklum skipum eða bátum eða vera með háreisti eða annan hávaða að óþörfu við þau fuglabjörg, fuglabyggðir og selalátur sem tilgreind eru í reglugerð samkvæmt 54. gr. laganna, innan þeirra fjarlægðarmarka sem þar koma fram. Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær sömu stöðum en 200 m og á sjó nær en 500 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum, steypa undan fuglum eða ryðja fuglabjörg.
Óheimilt er að veiða fugla í sárum eða ófleyga unga. Lifandi ósærða fugla sem lenda í neti við veiðar skal ávallt greiða úr netinu og sleppa.
24gr.
Við veiðar á fuglum er að mikklu leyti notaðar haglabyssur með hlaupvídd að stærð nr 12 þó að þar séu undantekningar á, en þó má nota hvaða riffil sem er og hafa ber í huga að riffilkúla ferðast mun lengra en haglaskot, þess vegna skýtur skökku við að takmarka notkun á haglabyssum við hlaupvídd nr 12.
ég legg til að síðasta línan í fyrstu málsgrein falli niður enda verði einungis notaðar byssur sem eru á skrá hjá lögreglu
Ég vil gera athugasemdir á lið 9 og vil hreinlega leyfa búnað sem er Upptöku- eða afspilunartæki og eða annan rafknúin hljóðgjafa. Og þessi liður hreinlega falli út
Einnig set ég spurningarmerki við 14 lið þessarar greinar þar sem takmörk eru sett við skot í skotgeymi og miðast við tvö skot. Byssur sem seldar eru á Íslandi eru gerðar fyrir 5 skot í skotgeymi og væri nær að takmarka við þann fjölda í skotgeymi.
Og í 17 lið má lesa svo út úr þessu að veiðihundar verði bannaðir með gildistöku þessara laga, ég legg til að 17. Liður falli algerlega út.
og 24gr verði þá svona
Veiðiaðferðir.
Við veiðar má eingöngu nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl með þeim undantekningum sem upp eru taldar í liðum 4, 7 og 17 hér á eftir og nánar er kveðið á um í reglugerð.
Við veiðar er m.a. óheimilt að nota:
1. Eitur eða svefnlyf, nema útrýmingarefni til músa- og rottuveiða í samræmi við ákvæði efnalaga.
2. Sprengiefni, bensín eða önnur efni til þess að svæla með gasi eða reyk.
3. Steina, barefli, eggvopn, skutla, stunguvopn eða áþekka hluti.
4. Net, nema háf til lundaveiða.
5. Öngla eða önnur tól sem komið er fyrir í æti.
6. Snörur og snörufleka.
7. Gildrur, nema til músa-, rottu- og minkaveiða. Gerðir gildra skulu hafa hlotið samþykki Umhverfisstofnunar.
8. Rafbúnað sem getur drepið eða rotað.
9. Fellur út
10. Fastan ljósgjafa, nema til refa- og minkaveiða.
11. Búnað til að lýsa upp skotmörk, t.d. ljósbúnað festan við byssu.
12. Spegla eða annan búnað sem blindar.
13. Búnað til þess að miða í myrkri með rafeindatækjum er stækka eða breyta ímyndinni. Undanskilið er þó rafeindapunktur eða upplýstur kross í sjónauka.
14. Sjálfvirk skotvopn, svo og handhlaðnar fjölskotabyssur og hálfsjálfvirk skotvopn, með skothylkjahólfum sem taka fleiri en fimm skothylki.
15. Hljóðdeyfa, nema á stóra riffla sem nota miðkveikt skot og uppfylla skilyrði vopnalaga.
16. Lifandi dýr sem bandingja eða til þjálfunar veiðihunda.
17. Fellur út
Óheimilt er að nota loftför, flygildi eða önnur vélknúin farartæki við veiðar, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum á landi er einungis heimilt að nota götuskráð vélknúin farartæki og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 metra.
Umhverfisstofnun er heimilt að veita þeim sem varanlega eru bundnir við notkun á hjólastól, sérstaka undanþágu frá ákvæðum 3. Mgr. Til að skjóta frá kyrrstæðu vélknúnu farartæki á vegum eða merktum vegaslóðum, enda hafi veiðimaður í för með sér aðstoðarmann eða hund til að sækja bráð. Séu skilyrði náttúruverndarlaga um akstur á snævi þakinni og frosinni jörð utan vega uppfyllt er honum heimilt að víkja frá vegum eða merktum vegaslóðum við veiðar enda sé ekki hætta á náttúruspjöllum. Heimild samkvæmt þessari grein skal getið í veiðikorti hlutaðeigandi veiðimanns, sbr. 27. Gr. Laganna.
Í 26 gr á að koma inn skylda UST um að halda námskeið
Og 26gr verði þá svona
26gr.
Hæfnispróf veiðimanna.
Þeir sem stunda veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum skulu hafa staðist próf um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða í samræmi við lög þessi og reglur settar samkvæmt þeim.
Umhverfisstofnun semur námskrá, setur mörk og viðmið um fullnægjandi árangur á prófi og heldur námskeið til undirbúnings hæfnisprófum. Umhverfisstofnun er heimilt að fela aðilum, sem hafa til þess þekkingu og reynslu að mati stofnunarinnar, að halda slík námskeið í sínu umboði. Umhverfisstofnun er skylt að halda námskeið ef fleirri en 10 manns fara fram á að námskeið er haldið.
Umhverfisstofnun er heimilt að veita þeim sem óskar eftir veiðikorti, sem eingöngu gildir til töku eggja eða til annarra veiða en skotveiða, undanþágu frá hæfnisprófum veiðimanna skv.
1. og 2. mgr.
27gr ég er orðlaus að það eigi að bæta inn eggjatöku í þetta frumvarp og menn eigi að fara á veiðikortanámskeið til þess eins að týna egg
Ég legg til að 27gr verði svona
27.gr.
Útgáfa veiðikorta.
Allir sem stunda veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, skulu hafa til þess gilt veiðikort sem Umhverfisstofnun gefur út til eins árs í senn. Umhverfisstofnun er heimilt að gefa veiðikort út með rafrænum hætti.
Veiðikorthafar skulu hafa náð þeim aldri sem vopnalög mæla fyrir um til að hljóta almennt skotvopnaleyfi.
Á veiðikorti skal getið nafns handhafa, gildistímabils og þeirra tegunda sem viðkomandi hefur heimild til að veiða eða rétt til nýtingar ákveðinna hlunninda. Korthafi skal ætíð bera kortið á sér á veiðum, við nýtingu hlunninda og skal framvísa því ef óskað er.
Veiðikort þarf ekki til músaveiða innandyra né rottuveiða.
Við 29gr bætist við einn liður
Sem er svona
1. frá 1. Ágúst til 20 ágúst grágæs, heiðargæs enda verði veiðar eingöngu á túnum
Allar aðrar greinar færist niður.
Ástæða þess sem ég vil þessa grein er að grágæs og heiðargæs er að koma mikklu fyrr inn á tún bænda en 20 ágúst og eru að eyðileggja uppskeru og möguleika á nýtingu á heyjum bænda, þess vegna á að leyfa skotveiði á tunum bænda frá 1. Ágúst
29.gr.
Verði þá svona
Nytjaveiðar á fuglum.
Ráðherra er heimilt að aflétta friðun eftirtalinna fuglategunda, sbr. 17. gr., innan þeirra tímamarka sem hér segir:
1. Frá 1. Ágúst til 20 ágúst grágæs, heiðargæs enda verði veiðar eingöngu á túnum
2. Frá 20. ágúst til 31. mars: grágæs, heiðagæs.
3. Frá 1. september til 31. mars: dílaskarfur, toppskarfur, súla, blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, rita.
4. Frá 1. september til 10. maí: álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.
5. Frá 15. október til 22. desember: Rjúpa.
6. Frá 1. júlí til 15. ágúst: Hlunnindaveiðar lunda í háf skv. 34. gr.
Heimilt er að takmarka veiðar á tegund við ákveðna daga innan þeirra tímamarka sem fram koma í 1. mgr. og við ákveðinn tíma sólarhrings eða tiltekin landsvæði.
Ráðherra er heimilt að aflétta friðun á eggjum fugla sem ekki njóta sértækrar friðunar eða sérstakrar verndar enda þoli stofninni slíka eggjatöku samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlunum.
Nú hefur ráðherra ákveðið að aflétta friðun skv. 1. mgr. og getur hann þá að ósk Náttúrufræðistofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, sveitarstjórnar eða annarra aðila ákveðið að friðun gildi áfram í tiltekinn tíma á ákveðnum svæðum þar sem veiði er talin óæskileg.
52gr
Er I alvöru verið að fara að stofna veiðilöggu?
Þessi mál eru í ágætum farvegi hjá lögreglu. Ef menn hafa áhyggur af því að veiðimenn eru að brjóta lög (sem ekki hefur verið reyndin hingað til miðað við þegar lögregla hefur farið til að ath með veiðimenn á veiðislóð.) þá ber að veita meira fjarmagni til lögreglu til þess að sjá um og auka eftirlit með veiðimönnum og hafa fengið til þess þjálfun.
Ég legg til að 52 gr falli algerlega út í heild sinni
52.gr.
Heimildir Umhverfisstofnunar og upplýsingaskylda.
Sérstaklega auðkenndum veiðivörðum á vegum Umhverfisstofnunar er heimilt að hafa afskipti af veiðimönnum á veiðislóð í þeim tilgangi að hafa eftirlit með framkvæmd laga þessara og krefjast þess að þeir segi til nafns síns og kennitölu, framvísi veiðikorti og skotvopnaleyfi.
Við skoðun og eftirlit skulu veiðimenn veita allar umbeðnar upplýsingar sem hafa þýðingu við eftirlitið.
Umhverfisstofnun er heimilt að kæra til lögreglu eða leita eftir aðstoð lögreglu telji hún að brotið hafi verið gegn ákvæðum laga þessara eða það er talið nauðsynlegt til að framfylgja heimildum samkvæmt þessarar grein.
Réttarfar, refsingar og viðurlög.
53gr
Þar legg ég til að 14 liður falli niður
Og gr 53 verði svona
53.gr.
Um refsingar.
Hver sem brýtur gegn ákvæðum laga þessara skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef:
1. friðun og vernd arna eða hreiðurstæða þeirra er raskað,
2. friðun og vernd fuglabjarga, fuglabyggða og selalátra er raskað,
3. friðun og vernd grenja er raskað,
4. valdið er ólögmætri eða tilefnislausri truflun eða röskun á mikilvægum búsvæðum einstakra dýrategunda,
5. veiddar eru tegundir eða týnd eru egg tegunda sem njóta friðunar skv. lögum þessum,
6. veiðir eða eggjataka eru stunduð utan þess tíma sem veiði eða eggjataka er heimil,
7. veiðar eru stundaðar á svæðum sem eru friðuð fyrir veiðum skv. lögum þessum,
8. veiðar eru stundaðar á svæðum sem eru friðlýst vegna dýralífs eða á öðrum friðlýstum svæðum þar sem friðlýsingarskilmálar eða sérlög mæla fyrir um veiðibann,
9. stundaðar eru veiðar samkvæmt lögum þessum án þess að fyrir hendi sé gilt veiðikort eða veiðileyfi,
10. notaðar eru veiðiaðferðir sem andstæðar eru 24. gr. laga þessara,
11. veiðimaður veldur veiðidýri tilefnislausri, óheimilli og óþarfri þjáningu eða brýtur með öðrum hætti gegn skyldum sínum sem veiðimanns skv. lögum þessum eða hirðir vísvitandi ekki upp veiðibráð sína,
12. brotið er gegn ákvæðum laga þessara um útflutning eða sölu á veiðibráð, eggjum eða öðrum dýraafurðum og um starfsemi hamskera,
13. hann hefur undir höndum ólöglega veidd friðuð dýr eða fugla samkvæmt lögum þessum eða friðaða villta fugla og villt dýr sem skylt er að tilkynna um skv. 4. mgr.
49. gr
Refsing getur einnig falið í sér sviptingu veiðikorts, skotvopna- og veiðileyfis.
Virða skal það refsingu til þyngingar ef brot er stórfellt eða um ásetningsbrot er að ræða. Sama gildir ef brot beinist gegn sjaldgæfum eða fágætum fugla- eða dýrategundum, mikilvægum nytjategundum eins og æðarfugli eða svæðum sem njóta sérstakrar verndar eða friðunar samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum.
Gera má lögaðila sekt fyrir brot gegn 48. gr. og 49. gr. Um refsiábyrgðina fer eftir II. kafla A almennra hegningarlaga.
Tilraun til brota gegn lögum þessum og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, varða refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum.
Gera má upptækt til ríkissjóðs: Ólöglegt veiðifang, egg eða eggjaskurn, friðaða villta fugla og villt dýr og afurðir þeirra sem skylt er að tilkynna um, en ekki hefur verið gert, sbr. 4. mgr.
I. KAFLI
2. gr.
Eðlilegt væri að selir og smáhvalir féllu undir þessi lög.
II. KAFLI
Stjórnsýsla.
5. það þarf að vera algjörlega skýrt í lögunum að NÍ sé með rannsóknarhlutann og UST með stjórnsýsluna. Skil engann vegin hvers vegna verið er að blanda Matvælastofnun í þetta. Hér skortir öll rök.
III. KAFLI
10. gr. „Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær sömu stöðum en 200 m og á sjó nær en 2000 m.“
Hver eru rökin á bak við þetta? Hvar eru rannsóknirnar á því að skothvellur í 2 km fjarlægð frá fuglabjargi valdi einhverjum usla? Núverandi 500 metra regla er algjörlega yfirdrifin.
Auk þess myndi 2000 metra regla útiloka svartfuglsveiðar í heilu og hálfu fjörðunum að ástæðulausu og án allra rannsókna. Hver er skilgreiningin á fuglabjargi?
V. KAFLI
17. gr., 3. málsgr.
Af hverju að setja það sem skilyrði að bráðin sé veidd til neyslu? Hægt er að nytja bráð á margan annan hátt en borða hana. Það er ekki hlutverk löggjafans að ákveða hvernig menn nýta bráð sína. Þetta þarf að fella út.
20. gr.
Ég er sammála því að allar veiðar skuli vera sjálfbærar. Þá er líka ekkert því til fyrirstöðu að hefja veiðar t.d. á hrossagauk, enda stofninn gríðar sterkur og þolir vel þá hóflegu veiði sem yrði á þeim. Eins er löngu kominn tími á að leyfa takmarkaðar, sjálfbærar veiðar á álft til að verja kornakra og nýræktir bænda, enda þolir stofninn vel hóflega veiði.
VI. KAFLI
21. gr. „Aðgerðir geta m.a. falið í sér bann við veiðum á tilteknum tegundum, á tilteknum svæðum, á tilteknum tímum árs eða sólahringsins.“
Á hvaða friðunarmöguleika er eiginlega verið að reyna að opna hérna? Banna anda/gæsaveiðar í morgunskímunni? Banna kvöldveiði?
Veiðum er stjórnað með veiðitímabili og er það yfirdrifið verkfæri löggjafans.
25. gr. „Særi veiðimaður dýr ber honum að elta það strax uppi og aflífa ef þess er kostur. Ákvæði þetta gildir einnig þótt sært dýr fari inn á eignarland sem veiðimaður hefur ekki leyfi til að veiða á og er þá bráð, önnur en hreindýr, eign landeiganda. Veiðimanni er skylt að hirða bráð sína.“
Dæmi: Veiðimaður særir gæs á eignarlandi A, gæsin fellur til jarðar á eignarlandi B. Veiðimaðurinn er þá eðlilega skyldugur að fara strax og aflífa bráðina, þó svo að hann hafi ekki veiðileyfi á eignarlandi B. En eignast þá landeigandi á svæði B gæsina? Stangast það ekki á við síðustu setninguna; „Veiðimanni er skylt að hirða bráð sína.“?
VII. KAFLI
27. gr. „Veiðikort þarf ekki til músaveiða innandyra né rottuveiða.“
Þarf sem sagt veiðikort til músaveiða utandyra? Er mönnum alvara?
VIII. KAFLI
29. gr.
Verulega hefur fækkað tegundum sem lagt er til að veiði verði heimiluð á samkvæmt þessum drögum, en myndu vel þola veiði. Endurskoðun á listanum er því nauðsynleg, enda er gert ráð fyrir því annarsstðar í lögunum að gerðar verði stjórnunar og verndaráætlanir fyrir hverja tegund. Rétt er að vekja athygli á því að þetta frumvarp á að fjalla um veiðar en ekki þrengingar á núverandi veiðirétti án rökstuðnings.
IX. KAFLI
33.gr
Egg heiðagæsa ættu að vera í upptalningu í 1. málsgrein, enda stofninn í örum vexti og sölulegu hámarki og því engin rök fyrir því að banna sölu/að gefa heiðagæsaegg.
XIII. KAFLI
48. gr. Sala á veiðibráð eða öðrum afurðum villtra dýra
Hér er verið að fjalla um það hvort að viðkomandi stofn þoli sölu. Það er algjörlega ótækt að blanda saman tveimur ólíkum hagsmunum; dýravernd annars vegar og sölu á afurðum hins vegar. Sala á afurðum er ekki verkefni hins opinbera. þetta þarf að fella út.
XIV. KAFLI
50-52 gr.
Aðrir en lögregla geta ekki stöðvað ökutæki, krafið menn um skilríki eða aðrar persónuupplýsingar á veiðum. Umhverfisstofnun er eftirlitsstofnun og hefur því engar valdheimildir í slíkt, enda ekki hluti af valdstjórninni. Þessar greinar þarf að fella út.
1. gr., 1. töluliður: Þetta er óraunhæft og óréttlátt markmið á meðan vargfuglar og refir komast í æti sem fellur til vegna tilvistar manna. Þetta æti er t.d. sjálfdauður búfénaður, meðafli (sem er hent) fisveiðiflotans, og illa eða óurðaður úrgangur á smáum sem stórum urðunarstöðum. Vel þekkt er ásókn vargfugla og refa í stóra urðunarstaði sem reknir eru af einstaka sveitarfélögum eða samtökum sveitarfélaga. Þessi ásókn væri ekki til staðar ef vel væri gengið um staðina og þess gætt að vargfuglar og refir kæmust ekki í æti.
Á meðan vargfuglar og refir komast í auðfengið æti lagt til af mannavöldum, án þess að markvissar veiðar séu stundaðar samhliða, munu þær fuglategundir sem þessir vargfuglar og refir herja á eiga erfiðara uppdráttar. Má þar tildæmis nefna kríu, endur, og flesta mófugla. Lagt er til að þessi liður verði felldur út og mælt fyrir um mótvægisaðgerðir til varnar þeim tegundum sem vargfuglar og refir herja helst á til þess að stuðla að náttúrulegri fjölbreytni.
Nærtækt dæmi um ógnun náttúrulegrar fjölbreytni er í og við Þjóðgarðinn Snæfellsnesjökul. Þar á eitt af stærstu kríuvörpum landsins undir verulegt högg að sækja; ekki bara vegna viðvarandi fæðuskorts, heldur einnig vegna afráns refa sem nú njóta friðunar í þjóðgarðinum.
1. gr., 3. og 4. töluliðir: Eins og bent var á, þá spilla umsvif manna núþegar búsvæðum og afkomu ýmissa fuglategunda með því að vargfuglum og refum er lagt til æti allt árið um kring án þess að markvissar veiðar á þessum tegundum séu stundaðar samhliða því að þeim er lagt til æti. Helsta markmið þessara laga ætti að vera að tryggja náttúrulega fjölbreytni og ekki bíða þar til hún er töpuð. Lagt er til að breyta þessum töluliðum þannig að það sé skýrt að tryggja eigi líffræðilega fjölbreytni fyrir áhrifum manna og afráni ránfugla og refa. Þekkt er erlendis að veiðar í þjóðgörðum eru nauðsynlegar til að ná markmiðum um líffræðilega fjölbreytni.
24. gr., 7. töluliður: Heimild til að nota fótboga og aðrar gildrur til að ná refayrðlingum við greni hefur fallið út. Það er mikilvægt að þessi heimild haldist inni. Það er mun mannúðlegra að ná refayrðlingum í fótboga eða aðrar gildrur en að láta þá veslast upp þegar búið er að veiða báða foreldrana.
33. gr.: Í ljósi þess að kría er nú talin í „nokkurri hættu“ og er á síðasta válista (2018) Náttúrufræðistofnunar verður að teljast óráðlegt að leyfa áframhaldandi eggjatöku. Krían er ein af þeim tegundum sem hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna fæðuskorts og mikillar fjölgunar refa sem sækja í egg og unga. Eins og fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar og umsagnaraðili getur staðfest, þá hafa kríubyggðir horfið og mikið fækkað í öðrum.
Krían er ein af merkari fuglategundum Íslands og vekur hún jafnan aðdáunar ferðamanna enda duglegur og fallegur fugl. Lagt er til að eggjataka á kríueggjum verði gerð með öllu óheimil í viðleitni til að hægja á hraðri hnignun stofnsins.
34. gr.: Ef rík ásæða þykir til að heimila áfram töku eggja andfugla, þá er lagt til að skilgreina hvað telst „mikið“ andavarp. Margar endur, fyrir utan æðarfugl, eru mjög viðkvæmar fyrir styggð og hættir við að yfirgefa hreiður ef menn koma þar nærri. Það er því óljóst að tilgangur þess að skilja eftir minnst fjögur egg í hreiðri sé til bóta. Betra væri trúlega að taka öll egg úr þeim hreiðrum sem raskað er, ef eggjataka verður áfram heimil, en að raska þess í stað færri hreiðrum.
44. og 47 gr.: Þar sem stærð sveitarfélaga er ekki í samræmi íbúafjölda þeirra og kostnaður við veiðar á refum og minkum getur verið íþyngjandi fyrir landstór sveitarfélög með tiltölulega fáa íbúa, þá er lagt til að Umhverfisstofnun beri að endurgreiða sveitarfélögum að lágmarki 80 prósent af kostnaði við veiðarnar til að draga úr mismunun á milli sveitarfélaga.
Sjá umsögn í meðfylgjandi skjali.
ViðhengiGrein 3.7 í greinargerð varðandi fótboga.
Óljóst er hvaða dýravelferðarástæður liggja til grundvallar því að lagt er til að veiðar með fótbogum verði bannaðar. Rétt notaðir fótbogar eru góð veiðiaðferð sem veldur minni sársauka fyrir bráðina en margar aðrar veiðiaðferðir. Lagt er til að í stað þess að banna fótboga, að þá verði komið á fót námskeiðum fyrir þá sem vilja áfram nota fótboga við veiðar og að veiðar með fótbogum verði í framhaldi gerðar leyfiskildar.
þetta er svona þau helstu atriði sem trufla í þessari breytingu
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Ari Þráinsson veiðimaður
Drangeyjarfélagið
Sauðárkróki 23. ágúst 2020
Málefni: umsögn um mál nr.301/2019- Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spenndýrum.
Drangeyjarfélagið, er félagsskapur sem hefur það að markmiði að halda við gömlum veiðiaðferðum og þeirri aldagömlu hefð að síga eftir eggjum og veiða fugl, kemur hér með á framfæri eftirfarandi sjónarmiðum.
Í Drangey hefur eggjataka og fuglaveiði verið stunduð frá því að land byggðist, þó að sóknin hafi breyst í tímans rás og er nú mjög lítil miðað við það sem áður var.
Þar er nú sigið eftir svartfuglseggjum auk þess sem þar er stunduð lundaveiði í háf.
Félagsmenn hafa frá því að Náttúrustofa Suðurlands hóf vöktun á lundastofninum í Drangey fylgst vel með niðurstöðu stofnunarinnar hvað Drangey varðar sem og annars staðar. Allt frá upphafi rannsókna stofnunarinnar hefur ábúð og uppkoma unga verið með miklum ágætum í Drangey og raunar fyrir Norðurlandi öllu. Þetta má sjá í nýlegri skýrslu Náttúrstofu suðurlands. Virðist stofnunin eingöngu byggja tillögu sína um veiðibann á því að lunda hafi farið fækkandi á Íslandi. Ekki drögum við það í efa að varp lundans hefur misfarist undanfarin ár í Vestmannaeyjum. Hins vegar er það skoðun okkar að það eitt og sér eigi ekki að leiða til þess að veiðibann verði sett á um land allt og alls ekki þar sem stofninn er í vexti. Þeir fáu sem enn stunda einhverja lundaveiði í Drangey eru sammála um að lundabyggð er nú á stöðum þar sem hún var ekki áður. Það er samdóma álit veiðimanna og þeirra sem til eyjarinnar þekkja að þar hafi lunda fjölgað mikið og fjölgað hafi stöðugt í stofninum svo lengi sem elstu veiðimenn muna. Finnst okkur sem veiðibann á landsvísu megi líkja við að banna silungsveiði á öllu landinu með þeim rökum að veiðivötn á Suðurlandi hafi ekki verið gjöful í einhver ár.
Hér er og rétt að benda á að í Málmey á Skagafriði hefur lundastofninn vaxið með undraverðum hraða undanfarin 30 ár eða svo. Fullvíst má telja að þar sé að finna tugþúsundir lunda en þeirra er í engu getið í skýrslu nefndrar stofnunar.
Nú er svo komið að lundinn er kominn á válista og metinn í “bráðri hættu”. Virðist þessi niðurstaða fengin með því að vísa til rannsókna Náttúrustofu suðurlands.
Lundastofninn er stærsti fuglastofn landsins og reynslan sýnir að hann þolir ágætlega veiði á Skagafirði og að öllum líkindum fyrir norðurlandi öllu, eins og þær eru nú stundaðar. Vel kann hins vegar að vera að eðlilegt sé að friða lundann á einstaka svæðum líkt og gert hefur verið í Vestmannaeyjum. Þar hafa veiðimenn brugðist við á ábyrgan hátt.
Ef jafn yfirgripslitlar rannsóknir eins og N.s. stundar( Sjá heimasíðu Náttúrustofu suðurlands), eiga að vera grundvöllur fyrir veiðistjórnun á Íslandi ,er illa komið. Ekki verður annað séð en að í lokaskýrslu um stofnvöktun lunda 2017-2019 sé lítið gert úr góðri niðurstöðu fyrir norðurlandi en mikið úr slæmri stöðu þar sem það á við. Við teljum okkur, að fenginni reynslu og þekkingu á eyjum hér í firði, geta fullyrt að lundastofninn hefur stækkað gríðarlega undanfarin 25 ár eða svo.
Undanfarin ár hefur verið rekinn áróður á opinberum vetvangi um að friða beri lundann og allan svartfugl fyrir veiðum, þar fer félagið Fuglavernd fremst í flokki með mishaldlitlum rökum.
Drangeyjarfélögum þykir skjóta skökku við að sá sem stýrir lundarannsóknum fyrir N.s. og á skv. lagafrumvarpi þessu að veita veiðiráðgjöf, sé einnig sitjandi í stjórn Fuglaverndar, það getur seint talist faglegt.
Drangeyjarfélagið mótmælir því að rannsóknir Náttúrustofu suðurlands verði notaðar við veiðistjórnun og telur að þar ráði önnur sjónarmið en vísindaleg rök. Horfa verður til þess að ráðleggingar stofnunarinnar miða allar við að meta lundastofninn á landsvísu en ekkert tillit er tekið til viðkomu stofnsins á einstaka svæðum.
Drangeyjarfélagið hvetur þá sem um frumvarp þetta eiga að fjalla að kynna sér fyrrnefndar rannsóknir á hlutlausann og gagnrýninn hátt.
Við teljum að sjónarmið veiðimanna eigi ekki síður við en sjónarmið fuglaverndar.
Það hlítur að vera öllum til góðs að ræða þessi mál á opinskáan hátt án allra öfga en ekki sé eingöngu tekið tillit til friðunaráform Fuglaverndar.
Drangeyjarfélagið telur að landsmenn eigi að lifa á Íslandi í sátt við náttúruna og nýta hana á skynsaman hátt.
Fyrir hönd Drangeyjarfélagsins
Viggó Jónsson
Stjórnarformaður
S:8999073
Viðhengi5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Um 47. gr. í greinargerð
Það að reynt hafi verið „...með öllum ráðum...“ að útrýma minkum úr náttúru landsins er ekki rétt. Veiðar á minkum hafa almennt miðað að því að draga úr tjóni sem þeir valda í náttúrunni, en þær hafa ekki miðað að útrýmingu. Undantekning á þessu er átak sem gert var á Snæfellsnesi og í Eyjafirði á árunum 2007-2010. Á stórum svæðum í Eyjafirði varð ekki vart við mink í nokkur ár eftir að átakinu lauk. Þeim góða árangri var því miður ekki viðhaldið og hefur nú stofninn náð sér það vel á strik að landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar sá sig nýlega knúið til þess að leggja til að sótt verði um aukið fjármagn til Umhverfisstofnunar vegna eyðingu minks í sveitarfélaginu.
Greiðslur fyrir veiðar á minkum hafa almennt verið árangurstengdar. Greiðslurnar hafa miðast við fjölda veiddra dýra, en ekki fyrir að útrýma stofninum eða að halda honum í lágmarki. Slíkt kerfi er ekki líklegt til verulegrar fækkunar eða útrýmingu á minkum til frambúðar því laun veiðimanna lækka eftir því sem minkum fækkar. Um leið og lítið veiðist og veiðimenn fá ekki laun fyrir sína vinnu, þá dregur úr sókninni og stofninn vex aftur. Þessu þarf að breyta.
Þeim aðferðum og reynslu sem fékkst í áðurnefndu átaki í Eyjafirði hefur ekki verið markvisst miðlað og lærdómurinn af átakinu því ekki nýttur á landsvísu eins og eðlilegt hefði verið. Gildruveiði á minkum getur verið mjög árangursrík og vinna við að viðhalda gildrum er jafnvel minni en ítarleg leit og veiðar með aðstoð minkaveiðihunda. Lagt er til að komið verði upp kerfi þar sem greiðslur til minkaveiðimanna miðist við framlag þeirra til að halda stofninum í lágmarki, en ekki eingöngu fyrir fjölda veiddra dýra.
athugasemdir
14. gr
Skjota ā īsbirnina strax, hēr eru ekki teirra nāttūrulega heimkynni og tetta eru storhaettulegar skepnur.
23. gr
verja tarf meira rētt landeiganda og tā sērstaklega vardandi rjūpnaveidar. Veidar ī sameignalandi meiga heldur ekki skemma rētt eins landeiganda gagnvart odrum.
24. gr
hljoddeyfar eru frābaer verkfaeri, baedi fyrir menn og skepnur og tvī aetti ad leyfa tā ā alla riffla og haglabyssu lika til meindyraveidi. Naetursjonauka aetti ad leyfa til refaveida vid aeti.
45. gr
Umhverfisstofnun og NĪ hafa ekkert ad gera med grenjaskrār ā medan Sveitarfēlogin sjā um tessi mal og tad tarf tā ad tryggja tad raekilega ad tessi gogn sēu ekki misnotud. Grenjaskyttur eru ad lenda ītrekad ad grenjum sē spillt ā vorin, jafnvel keyrt upp ā tau ā velsledum ī aprīl og fleira eftir tvi.
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Hér er klárlega of langt gengið og verið að þrengja að rétti fólks til veiða.
Umsögn um endurskoðun laga um villt dýr
Við undirritaðar fögnum því að lög um villt dýr verði endurskoðuð og vonum að leitað verði samráðs Pírata við þá vinnu.
Umsögn þessi er skrifuð með hliðsjón af Stefnu Pírata um dýrahald og velferð dýra, sérstaklega fyrstu fjóru liðum þeirrar stefnu:
.
1. Setja skal ákvæði um dýravernd í stjórnarskrá og varúðarákvæði í löggjöf þannig að velferð dýra njóti vafans í ákvarðanatöku er varðar dýrahald, að hagur dýranna sé ætíð hafður að leiðarljósi.
2. Efla embætti yfirdýralæknis þannig að það geti unnið sjálfstætt að eftirliti, fræðslu, gagnaöflun og faglegri stjórnsýslu varðandi dýravelferð. Stjórnsýsla dýravelferðar skal að vera óháð stjórnsýslu matvælaöryggis. Auka þarf valdheimildir til að sinna velferð dýra.
3. Tryggja þarf daglega stjórnsýslu sveitarfélaga með umsjón og ábyrgð velferð dýra þegar kemur að dýraathvarfi, neyðartilfellum, umönnun, vörslusviptingum, o.þ.h. hvetja þarf til þjónustu við dýraeigendur, m.a. með hundagerðum eða öðrum dýravinsamlegum útivistarsvæðum í bæjarfélögum.
4. Skýrir ferlar, skjót viðurlög og valdheimildir eru jafn áríðandi þættir til að tryggja velferð dýra, til dæmis ef taka þarf dýr af fólki sem ekki sinnir þeim, getur ekki sinnt þeim eða stundar dýraníð. Þessu þarf að bæta úr strax með auknu fjármagni.
Lög um velferð dýra nr.55/2014 þarf að vera leiðandi í gerð þessarar endurskoðunar og að markmið þeirra laga verði sameiginlegt með lögum um velferð dýra skmt. 1.gr. þeirra „ 1. gr.
Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“
Markmið 1. Stuðla að því að villtir fuglar og villt spendýr fái að þróast eftir lögmálum náttúrunnar.
Þetta er ekki nógu sterkt markmið fyrir þau dýr sem búa og/eða hafa viðveru á Íslandi. Að segja stuðla eigi að því að dýrin fái að þróast eftir lögmálum náttúrunnar dugir ekki til. Á tímum þar sem mannleg umsvif (anthropocene) hafa haft áhrif á öll vistkerfi landsins allt frá upphafi landnáms er ekki lengur ljóst hver „lögmál náttúrunnar“ eru þar sem fæðukeðjur dýra hafa riðlast, vistkerfi horfið og óvissa um viðurværi margra dýrategunda er mikil.
Markmið 3. Tryggja að ekki sé gengið á líffræðilega fjölbreytni og búsvæði villtra dýra í þeim mæli að það ógni viðgangi þeirra.
Markmið 4. Tryggja að verndarstöðu villtra fugla og villtra spendýra sé ekki spillt með umsvifum manna eða framandi lífverum sem ógnað gætu viðgangi þeirra.
Þetta eru einnig ekki nógu sterk markmið. Eitt stærsta verkefni stjórnvalda er að tryggja að líffræðilegur fjölbreytileiki minnki ekki. Það er gríðarlega erfitt verkefni í ljósi þess að hann er á undanhaldi í öllum heimsálfum, í öllum löndum og á öllu landi. Loftslagsbreytingar hafa síðan haft ennþá meiri áhrif á búsvæði og möguleika dýra til fæðuöflunar. Hætta er á að stærstur fjöldi tegunda sem hafa þróast á þessari plánetu munu hverfa og er Ísland þar ekki undanskilið. Breytingar á sýrustigi sjávar og hitastigi í sjó og á landi eru að breyta kolefnisbúskap jarðarinnar og eru veiðar á villtum dýrum með öllu óásættanlegar í slíku árferði.
Hvítabirnir í bráðri útrýmingarhættu
Í núgildandi lögum er heimild til þess að aflífa hvítabirni ef að vera þeirra á landi er talið ógna búfénaði eða fólki samkvæmt 16.gr. laga þessara. Greinin er orðuð sem svo: „ Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.“. Orðalag þessi er mjög óljós og gefur þannig hverjum sem er heimild til þess að ákveða hvenær og hvort ísbirnir ógni búfénaði og/eða fólki.
Hvítabirnir eru í mjög bráðri útrýmingarhættu og fall hvers hvítabjarnar hefur því mikil áhrif á fjölda hvítabjarnarstofnsins. Skilgreina þarf betur þessa grein og að fólki sé óheimilt að skjóta hvítabirni að fyrrabragði. Hvítabirnir sem reka að lenda eru í flestum tilfellum búin að reka frá búsetusvæði sínu um langan tíma og eru þrekuð og oft veik vegna þorsta og/eða sveltis. Þróttur þeirra er því mjög takmarkaður og leita þeir síst á búsvæði manna nema í undantekingartilfellum. Skilgreina ætti með skýrum hætti að fyrst og fremst beri að fanga hvítabjörninn og koma honum á öruggan stað þar sem hann á heima. Gera þarf ráð fyrir að hvítabirnir þurfi aðhlynningu áður en þeim er sleppt aftur á sín heimasvæði.
Tjón af völdum villtra dýra
Í núgildandi lögum er getið á um „Tjón af völdum villtra dýra: fjárhagslegt tjón sem einstaklingar, fyrirtæki eða aðrir verða fyrir, heilsufarslegt tjón fólks eða búfénaðar og tjón á náttúru landsins.”
-Dýr og villtir fuglar valda ekki tjóni. Þau geta aftur á móti verið flæmd af sínum svæðum vegna búsetu eða aðgerðum mannana. Tryggja þarf að svæðum þeirra og lífi sé síst raskað og flæmir þau ekki frá sínu svæði á svæði mannana sem ógnar lífi þeirra og velferð.
Villt dýr valda frekar tjóni ef að fólk hefur hænt þau að sér eða svæðum þeirra hefur verið ógnað þar sem þau hafa annars leitað sér ætis. Tryggja þarf að friðun svæða villtra dýra sé verndað með skýrum hætti og umgangur manna sé takmarkað á þeim svæðum.
Villt dýr á válista
Refir, lundar og selir eru dæmi um friðuð dýr sem ráðherra má veita undantekningar til veiða, okkur þykir ótækt að dýr á válista séu veidd og að framtíð þessarra tegunda séu í höndum þeirra embættismanna sem fara með völd hverju sinni. Lög um bann við veiði á villtum dýrum á válista eiga að vera skýr og án undantekninga.
Fanga/bjarga í stað þess að drepa. Það eru mörg fordæmi um það erlendis að villt dýr sem hafa flæmst frá sínu búsetusvæði í mannabyggðir hafi verið fönguð og komið á örugga staði til þess að gera þeim aftur kleift að fara í náttúruna á ný. Tryggja þarf að heimild fólks til þess að raska þeirra náttúrulegu hegðun og lífi sé takmarkað og að villt dýr á borð við refi séu fangaðir og fluttir á friðlýst svæði í stað þess að drepa þá.
Minkaveiði
Minkar eru villt dýr í náttúru Íslands af tilstuðlan mannsins. Minkur var hingað fluttur í loðdýrarækt og slapp fjótlega út í náttúruna. Þó svo að minkur sé álitinn meindýr og ógni öðru dýralífi þykir okkur ótækt að hann megi veiða með öllum ráðum og gildrum sem bannaðar eru í Evrópusambandinu og ríkjum sem við miðum okkur við. Veiðar á minkum skal rétt eins og veiðar á öðrum dýrum lúta lögum um velferð dýra og það ætti að fella inn ákvæði til að fanga þá og sleppa á svæðum sem friðlýst hafa verið í tilraunaskyni. Svo lengi sem minkar eru haldnir til loðdýraeldis, munu þeir halda áfram að sleppa úr haldi. Píratar vilja að öll loðdýrarækt verði hætt fyrir 1 janúar 2023, engin ný leyfi útgefin eða ræktun aukin á tímabilinu þar til algjört bann tekur gildi.
Markmið laganna eru veik og auðvelt að túlka með víðum hætti þannig að hagur dýra á Íslandi verði ekki hafður að leiðarljósi heldur skammtímamarkmið um veiðar á þeim. Villtir fuglar og spendýr á Íslandi búa við erfiðar aðstæður þar sem búsvæðum þeirra hefur markvisst verið eytt með þúsundum skurða, landfyllingum, samgöngumannvirkjum og öðrum umsvifum þar sem maðurinn hefur markað spor sín á landið. Eftirfarandi eru athugasemdir eru sérstaklega við markmið laganna:
Maðurinn hefur haft það mikil áhrif á alla náttúru og allt umhverfi að ekki er til sá staður sem hefur ekki orðið fyrir áhrifum hans. Til þess að tryggja vernd villtra fugla og spendýra á Íslandi þurfa lögin að tryggja það að allir villtir fuglar og spendýr verði sjálfkrafa vernduð. Ef heimila á veiðar á einhverri dýrategund þarf að rökstyðja það sérstaklega, að öðrum kosti skuli allar villtar tegundir vera verndaðar.
Endurskoða þarf þá grunnhugsun sem birtist í lögum þessum að tilgangur dýra sé að veiða þau til skemmtunar fyrir ákveðna einstaklinga samfélagsins. Öll dýr eiga rétt á heilbrigðu lífi og dýrin hafa gildi í sjálfu sér. Einungis með því að viðurkenna þetta siðferðislega sjónarmið mun maðurinn breyta hegðun sinni til þess að tryggja afkomu allra dýrategunda.
Virðingarfyllst, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Valgerður Árnadóttir
Viðhengi3. gr., 35. töluliður: Skilgreining á tjóni einskorðast við fjárhagslegt- eða heilsufarslegt tjón manna ásamt tjóni á náttúru landsins af völdum framandi tegunda. Lagt er til að þessi skilgreining verði útvíkkuð og að hún taki einnig til tjóns sem vargfuglar og refir valda á náttúru landsins.
Refum hefur stórfjölgað á síðastliðnum 40 árum og hafa valdið (og eru að valda) umtalsverðu tjóni á náttúru landsins. Sumt af þessu tjóni, t.d. á stofni kríu, verður ekki afturkræft ef heldur sem horfir og varpárangur verður áfram lélegur vegna fæðuskorts og afráns. Lagt er til að markvisst verði lagt mat á afrán refa í kríubyggðum sem og á fuglastofnum sem verða helst fyrir afráni af völdum refa.
Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í áreiðanlegt stofnstærðarmat á fuglastofnum, ekki bara þeim sem eru nytjaðir, til að hægt verði að grípa til frekari ráðstafana til að viðhalda náttúrulegri fjölbreytni áður en fleiri fuglategundir færast ofar á válista Náttúrufræðistofnunar. Þess má að geta að geirfuglinn er efstur á válistanum sem var gerður árið 2018.
Í þessum lögum er kveðið á um leiðsögumenn með hreindýraveiðum. Þar er ákvæði um að þeir sem vilji vera leiðsögumenn skuli hafa ákveðna þekkingu og reynslu og að þeir þurfi að sitja námskeið á vegum umhverfisstofnunar til að verða gjaldgengir sem leiðsögumenn.
Þarna þyrfti að mínu mati að bæta inn skyldum á umhverfisstofnun, að námskeið séu ekki haldin sjaldnar en á 4 ára fresti hið minnsta. Einnig ætti að setja inn ákvæði um mögulegt raunfærnimat, en hluti veiðimanna fullkomlega hæfir til að sinna leiðsögn án þess að þurfa í raun að sitja námskeið.
Síðasta námskeið umhverfisstofnunar var haldið 2011 að mig minnir og 9 ár er ansi langur tími milli námskeiða. Það þarf því alveg eins að setja kvaðir á stofnunina rétt eins og veiðimenn, þaðneiga allir að standa sína plikt.
Eftirfarandi breytingum vil ég koma á framfæri:
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Umsögn Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum.
ViðhengiHér eru því nokkur mikilvæg atriði sem þið getið afritað og notað ef þið viljið eða umorðað og bæta við greinum En heyrst hefur að fólk er ekki viss um hvað það eigi að skrifa og hvaða greinar það er sem hagsmunafélögin eru að gera athugasemdir við. Tekið úr umsögnum Skotvís og Bogveiðifélagi Íslands og er listinn því ekki tæmandi og hvet ykkur til að skoða umsagnir þeirra.
Sameinumst í krafti fjöldans
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Hér eru því nokkur mikilvæg atriði sem þið getið afritað og notað ef þið viljið eða umorðað og bæta við greinum En heyrst hefur að fólk er ekki viss um hvað það eigi að skrifa og hvaða greinar það er sem hagsmunafélögin eru að gera athugasemdir við. Tekið úr umsögnum Skotvís og Bogveiðifélagi Íslands og er listinn því ekki tæmandi og hvet ykkur til að skoða umsagnir þeirra.
Sameinumst í krafti fjöldans
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturin
Komið Sæl.
Hér eru nokkrir hlutir sem eru athugunarverđir á nýju frumvarpi á Villidýralögnunum.
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Efni: Umsögn um mál nr. 130/2020 – Drög að frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Undirritaður vill gera athugasemdir við 2. gr., 9. gr. og 1. mgr. 22. gr. frumvarpsdraganna um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra að því snertir landfræðilegt gildissvið þeirra.
Undirritaður, ásamt Arnari Þór Jónssyni, ritaði fræðigrein sem birtist í Tímariti Lögréttu árið 2017 þar sem m.a. er að finna gagnrýni á gildissviðsákvæði l. nr. 64/1994 (Gildissviðsgatasigti (2017) 12(2) Lögrétta 216-263) og umfjöllun um yfirráðasvæði og lögsögu íslenska ríkisins almennt.
Undirritaður telur að 2. gr., sem skilgreinir gildissvið frumvarpsdraganna, sé ekki nógu skýr. Greinin hljóðar svo: „Ákvæði laga þessara taka til allra villtra fugla og villtra spendýra á íslensku yfirráðasvæði, hvort sem er á landi eða sjó, innan efnahagslögsögu Íslands, (nema hvala og sela.)“
Rétt er að benda á að yfirráðasvæði ríkis nær yfir landsvæði, lofthelgi og landhelgi (í mörgum tilfelli einnig til innsævis sem er hafsvæði innan grunnlína landhelginnar). Efnahagslögsaga er hins vegar svæði utan landhelgi sem afmarkast af línu sem alls staðar er 200 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar, sbr. 3. gr. l. nr. 41/1979 um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og 55. og 57. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1982.
Hér kviknar spurningin hvort orðlag 2. gr. draganna, „innan efnahagslögsögu Íslands“, þýði fyrir innan hana, þ.e. lögin gildi á íslensku yfirráðasvæði, eða er átt að við að lögin taki til yfirráðasvæðis Íslands og efnahagslögsögunnar, eða er litið svo á að efnahagslögsagan rúmist innan hugtaksins yfirráðasvæði sem er rangur skilningur. Í þessu samhengi skal auk þess bent á að lögsaga strandríkja í efnahagslögsögunni er takmarkaðri en lögsaga þess á yfirráðasvæði sínu. Efnhagslögsagan nær t.a.m. ekki til loftrýmisins.
Af athugasemdum í greinargerð með frumvarpsdrögunum má ráða að ætlunin sé að gildissvið laganna nefni fleiri lögsögubelti en efnahagslögsöguna líkt og gildandi lög. Til að svo verði þarf að breyta orðinu „innan“ og nota t.d. orðalag eins og „lögin ná einnig til efnahagslögsögu Íslands“ eða einfaldlega skipta orðin „innan“ út fyrir orðið „og“. Önnur leið er að tilgreina þau lögsögubelti sem lögin eiga að taka til og jafnvel nefna þá málaflokka sem eiga við í efnahagslögsögunni.
Í 9. gr. draganna er vísað til hugtaksins yfirráðasvæði. Vegna ofangreinds óskýrleika 2. gr. má spyrja hvernig skýra beri hugtakið yfirráðasvæði í 9. gr.
Í 1. mgr. 22. gr. draganna birtist sá skilningur að innri mörk landhelgi Íslands liggi að ytri mörkum netlaga landareigna. Það er rangt. Ytri mörk netlaga eru í flestum tilvikum á innsævi þar sem Ísland dregur svokallaðar beinar grunnlínur í kringum landið sem víðátta landhelginnar er mæld frá (sjá kort). Hér er líklega hugtakið fiskveiðilandhelgi (sjá 2. mgr. 2. gr. l. nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands) að valda ruglingi.
Virðingarfyllst,
Dr. Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild HR.
ViðhengiHér eru nokkur atriði sem ég vil benda á
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
,, 15. Hljóðdeyfa, nema á stóra riffla sem nota miðkveikt skot og uppfylla skilyrði
vopnalaga. "
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar ásamt randkveiktum rifflum, samanbert því sem þekkist á norðurlöndunum.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Einnig þarf að athuga hvað gera skal við Álftina, taka út magn stofnsins og skoða hvort hægt væri að verjast henni á þeim svæðum þar sem þær valda sem mestum skaða, hvort það sé með undanþágu á friðun til stýrðra veiða eða álíka.
40. gr.
Leiðsögumenn með hreindýraveiðum
,, Allir sem stunda hreindýraveiðar skulu vera í fylgd með leiðsögumanni sem fengið hefur
til þess leyfi Umhverfisstofnunar "
Hafi veiðimaður sótt hreindýr t.d að lágmarki 5 sinnum ætti hann að teljast orðinn "vanur" veiðimaður og aðferðum tengdum hreindýraveiðum, væri ekki hægt að fá undanþágu eða taka námskeið sem sjálfstæður veiðimaður ( geta sótt sjálfur sitt dýr ) en gegna samt reglum og tilkinningaskyldu , próftöku osfv til Ust.
40. gr.
Leiðsögumenn með hreindýraveiðum
,, Allir sem stunda hreindýraveiðar skulu vera í fylgd með leiðsögumanni sem fengið hefur
til þess leyfi Umhverfisstofnunar "
Hafi veiðimaður sótt hreindýr t.d að lágmarki 5 sinnum ætti hann að teljast orðinn "vanur" veiðimaður og aðferðum tengdum hreindýraveiðum, væri ekki hægt að fá undanþágu eða taka námskeið sem sjálfstæður veiðimaður en gegna samt reglum og tilkinningaskyldu , próftöku osfv til Ust.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
,, 15. Hljóðdeyfa, nema á stóra riffla sem nota miðkveikt skot og uppfylla skilyrði
vopnalaga. "
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar ásamt randkveiktum rifflum, samanbert því sem þekkist í Skandinavíu.
Þetta er það sem ég tók eftir að mætti breyta og bæta
Nokkur atriði í viðbót sem ég tók eftir að mætti bæta.
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Einnig þarf að athuga hvað gera skal við Álftina, taka út magn stofnsins og skoða hvort hægt væri að verjast henni á þeim svæðum þar sem þær valda sem mestum skaða, hvort það sé með undanþágu á friðun til stýrðra veiða eða
Umsögn og athugasemdir.
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Jón Ingi Guðmundsson
Skotveiðimaður og formaður svæðisráðs skotveiðimann á Norðurlandi eystra.
ViðhengiIII. kafli
9. gr.
Ráðherra á ekki að geta, að eigin frumkvæði, tekið ákvarðanir sem þessar.
10. gr.
2000m frá landi á sjó er ansi stórt svæði og útilokar þar með stór svæði til veiða. 400m ætti að vera meira en nóg til þess að ná fram markmiði greinarinnar.
VI. kafli
24. gr.
11. Leyfa ætti atvinnu refa- og minkaveiðimömmun að nota ljósbúnað festan við byssu til refa- og minkaveiða.
16. Þjálfun standandi fuglaveiðihunda þarfnast þess að hægt sé að finna lifandi bráð.
Hjálögð er umsögn Bændasamtaka Íslands.
ViðhengiGóðan daginn
Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Bestu kveðjur
Bryndís
ViðhengiNorðfjörður 24.08.2020
Athugasemdir við drög að nýju frumvarpi
Mál nr. 130/2020
III. KAFLI Vernd og velferð villtra fugla og villtra spendýra.
9. gr.Friðun.
Legg til breytingu á textanum „ Ráðherra er heimilt að eigin frumkvæði eða samkvæmt tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar að kveða á um aukna vernd eða sértæka friðun ákveðinna villtra fugla og villtra spendýra ef ástæða þykir til “
- Breytingartillaga: „Ráðherra er heimilt samkvæmt tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og hagsmunaaðila að kveða á um aukna vernd eða sértæka friðun ákveðinna villtra fugla og villtra spendýra ef rík ástæða þykir til“
Þessi breyting kemur í veg fyrir að ákvarðanir séu teknar af einni manneskju án faglegrar aðkomu.
Athugasemd við gr 10: Þetta er óþarflega stórt svæði, mun loka fyrir veiðar í fjörðum. Hér myndi þurfa töluvert sterk rök til að réttlæta breytingu úr 500m í 2000m, land fjarlægð líklega í lagi frá bjargi en varpland æðarfugls verður að vera undanþegið svo refaveiðar til verndunar varps sé heimil.
Skilgreina þarf betur stjórnun hreindýraveiða að mínu mati og þá úthlutun atvinnuleyfa til hreindýraveiðileiðsagnar, tel að hér sé ekki sátt um framkvæmd. Það væri ráð að vanir og viljugir menn geti fengið leyfi til að sinna þessari vinnu. Það mætti setja svipuð viðmið og eru skipstjórnarskírteini. Þeir sem stunda þetta fá endurnýjun en aðrir þurfi að taka endurmenntunarnámskeið.
24.gr.Veiðiaðferðir.
-liður 16: Legg til að hér sé með skýrum hætti sett inn að það megi nýta frjáls dýr til æfinga á t.d. veiðihundum, og þá taka líka fram að það sé gert utan varptíma. t.d. 16. Ófrjáls dýr til þjálfunar veiðihunda og eða til veiða. Heimilt er að þjálfa bendandi veiðihunda til þjálfunar frjálsra fugla utan varptíma.
- liður 17: Legg til eftirfarandi breytingu
17. Hunda til þess að hlaupa uppi og fanga ósærða bráð, nema við minkaveiðar.
25.gr Skyldur veðimanna
Særi veiðimaður dýr ber honum að elta það strax uppi og aflífa ef þess er nokkur kostur. Ákvæði þetta gildir einnig þótt sært dýr fari inn á eignarland sem veiðimaður hefur ekki leyfi til að veiða á og er þá bráð, önnur en hreindýr, eign landeiganda. Veiðimanni er skylt að hirða bráð sína
Hér þyrfti að breyta því hvernig getur bráð sem felld var af veiðimanni í landi sem hann hafði leyfi á ( þá fugl á flugi yfir því landi) en fellur síðan í landi sem hann hefur ekki leyfi að veiða á orðið eign annars. Þetta er bara til þess gert að valda vandræðum í samskiptum veiðimanna og landeiganda. Hér myndi ég vilja sjá eftirfarandi berytingu
- Bráð sem sannarlega var felld í landi sem veiðimaður hafði leyfi á fellur sært eða dautt í landi sem veiðimaður hafði ekki leyfi á er eign veiðimanns og er veiðimanni því skylt að elta uppi og aflífa og eða sækja ef þess er nokkur kostur. Eftirfarandi er auðvitað háð leyfi landeiganda fyrir umferð inná ræktuð lönd.
17. gr.Almenn skilyrði fyrir afléttingu friðunar vegna nytjaveiða og eggjatöku
Athugasemd við lið 3 í upptalningu
3.Ákvörðun um afléttingu friðunar vegna nytjaveiða skal byggjast á að veiðibráð sé þess eðlis að hún sé veidd til neyslu.
- Hér þyrfti líklega ekki að vera ástæða til afléttunar vegna nytja til neyslu, nýting bráðar er ákveðin af veiðimanni. Ef löggjafi hefur áhyggjur af lélegri nýtingu bráðar þá legg ég til að slíkt sé viðrað undir öðrum lið.
VII. KAFLI, 27. grein
Legg til að hér verði bætt við heimild til veiða unglingar í fylgd umráðamanns. Semsagt hægt að fá úthlutað veiðikorti til einstaklings yngri en 20 ára stílað á umráðamann og korthafa. Þetta er þekkt víða erlendis og leyfir þá foreldri að leiðbeina.
29. gr.Nytjaveiðar á fuglum
Hér hef ég almenna athugasemd um upplistun og tímabil. Er ekki óþarfi að setja þessu skorður. Væri ekki nær að hafa þetta opnara svo t.d. sé hægt að bregðast við offjölgun eins og stefnir í með heiðagæs og leyfa veiðar á svæðum og fuglum sem eru að verða landi og sjálfum sér til tjóns. t.d opna fyrr á veiðar þar sem geldfuglar halda sig til á, offjölgun andfugla hefur valdið óbætanlegu tjóni annarsstaðar í heiminum ( snjógæs í Kanada) og tel ég að hætta á slíku sé töluverð, t.d í tilviki heiðargæsarinnar. Virk veiðistjórnun er það sem við flest viljum og þá væri nær að rýmka heimildir ráðherra og fagaðila til stjórnunar frekar en að skerða þær og eða setja þannig að duttlungar einstaks aðila geti sett slíkt í ójafnvægi.
33.gr.Eggjataka.
Hér tel ég óæskilegt að setja svona þröngar skorður við nýtingu eggja. Að aðeins landeigandi geti nýtt egg mismunar fólki. Almenningur ætti líka að geta týnt og nýtt egg til neyslu af svæðum sem almenningur má nýta og eða fær leyfi frá landeiganda.
Legg til: 1mgr- "Langeigandi og öðrum sem hafa almennt leyfi til veiði á ákveðnu landi/svæði er heimil eggjatýnsla... "
-2mgr Landeiganda og öðrum sem hafa almennt leyfi til veiði á ákveðnu landi/svæði er heimilt til neyslu að taka ...."
40.gr.Leiðsögumennmeð hreindýraveiðum.
Hér legg ég til eftirfarandi
Mæli ég með að slíkt leyfi sé aðeins endurnýjanlegt ef viðkomandi hefur á síðustu 4 árum farið í ákveðið margar veiðiferðir sem leiðsögumaður ella standast aftur öll fyrrnefnd skilyrði.
t.d. Endurnýjun leiðsögumannaleyfis er háð því að viðkomandi hreindýraleiðsögumaður sé virkur sem slíkur og hafi síðasliðin 4 ár leiðsagt og tekið virkan þátt í veiðum með 16 veiðimönnum þar sem 16 dýr hafa verið felld.
liður 4.
4.Hafa tvisvar á sama veiðitímabili leiðsagt með hreindýraveiðum undir handleiðslu starfandi leiðsögumanns sem valinn er af Umhverfisstofnun
- Held að þetta ætti að vera opnara og þá að viðkomandi aðili hafi val um hvern hann velur sér sem leiðbeindanda og til handleiðslu, semsagt honum er skipaður virkur leiðsögumaður sem var valinn af lista sem UST hefur sett saman.
XIII. KAFLI
Sala á veiðifangi og eggjum. Starfsemi hamskera.
48. gr.
Sala á veiðibráð eða öðrum afurðum villtra dýra
Hér þarf að rýmka heimild manna til að geta selt þjónust sína.
t.d hefur rjúpa verið löglega veidd á Íslandi og veiðimaður vill fengið bráð sína uppstoppaða og senda til sín.
Mæli með að heimild til umsóknar um undanþágu sé leyfileg fyrir slíka aðila.
greinar 50, 51 og 52
Hér tel ég vera tilraun til valdtöku sem ekki er heimild fyrir og ætti alls ekki að vera á höndum UST.
Lögreglan sér um þessi mál og ein hefur heimildir til gjörninga eins og lýst er í þessum greinum.
Legg til að eftirfarandi
50. gr.Eftirlit.Umhverfisstofnunannast eftirlit með framkvæmd laga þessara og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Umhverfisstofnun getur með samningi falið náttúrustofum og öðrum stjórnvöldum einstaka þætti eftirlits samkvæmt lögum þessum. Í þeim tilvikum sem Umhverfisstofnun hefur gert samning um framkvæmd eftirlits hefur viðkomandi sömu heimildir til skoðunar og eftirlits og Umhverfisstofnun skv. þessum kafla laganna.
51. gr.Eftirlitsáætlun.Til að tryggja yfirsýn með framkvæmd laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim skal Umhverfisstofnun útbúa eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn vegnaeftirlitsmeð veiðum og annarri framkvæmd laga þessara og gæta sérstaklega að hagkvæmni í eftirliti.
52. gr. Heimildir Umhverfisstofnunar og upplýsingaskylda
Umhverfisstofnun er heimilt að kæra til lögreglu eða leita eftir aðstoð lögreglu telji hún að brotið hafi verið gegn ákvæðum laga þessara eða það er talið nauðsynlegt til að framfylgja heimildum samkvæmt þessarar grein.
55. gr.Gjaldtaka.
Hér tel ég ekki við hæfi að skattur sé vísitölutengdur.
Gjaldið ætti að vera sett fast til minnstakosti 3 ára og samræmast áætlun UST um nýtingu þess fés eins og tekið er fram í þessari grein.
Niðurlag.
Almennt lýst mér vel á að lögin séu endurskoðuð. En tel að slík vinna skuli vera vönduð og unnin vel með hagsmunaaðilum.
Helst vil ég nefna þröngar skorður til leyfis til leiðsagnar á hreindýraveiðar, það þarf að sjá til þess að menn sem hafa getu, vilja og áhuga til að starfa sem slíkir geti fengið tækifæri til þess. Að það sé ekki búið að vera mögulegt í meira en 10 ár að sækja námskeið og fá réttindi sem hreindýraleiðsögumnaður er með ólíkindum og mótmæli ég því harðlega.
Ég vil svo koma því á framfæri að ég styð einnig tillögur og athugasemdir Skotvís.
Virðingarfyllst,
Heimir Snær Gylfason
veiðimaður
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.
Kveðja,
Guðmundur
ViðhengiTil að byrja með er undirritaður hryggur yfir því af hve mikilli vanþekkingu um veiðar og þau mál sem frumvarpið fjallar um, það er samið. Víða er hægt að gera athugasemdir, en í heild er langt í að þessi drög verði að góðum lögum.
En rétt er að drepa niður fæti einhversstaðar.
Markmið laga eru tilgangslaus ef ekki er ljóst í lagatexta hvernig á að ná þeim og uppfylla.
Einstakar greinar.
5. gr.
Mikilvægt er að stjórnsýsla í kringum veiðar sé skýr og einföld. Eins og síðar verður komið að er aðkoma Matvælastofnuna að velferð villtra fugla og spendýra óskiljanleg, og í raun óframkvæmanleg. Þar að auki er það ekki til að auka skilvirkni að bæta 3ju stofnuninni við málaflokkinn. UST á að sjá um framkvæmt stjórnsýslu veiða.
9.gr.
Grunnur í löggjöfinni er friðun, og að ráðherra geti aflétt tímabundið friðun. Það er ekki breyting frá fyrri lögum. Erfitt er hins vegar að átta sig á hvað aukin vernd er, eða sértæk friðun. Ef dýrategund er friðuð er hægt að friða hana meira? Til að virðing almennings gagnvart lögum og lagasetningarvaldinu nái einhverntímann upp úr kjallaranum, er ekki hægt að bera svona vitleysu á borð fyrir okkur.
10. gr.
Óheimilt er samkvæmt greininni að hleypa af skoti nær fuglabjargi en 2000 metrum. Það er ansi víðfemt og stór landsvæði sem þá eru óhæf til veiða, sérstakleg þar sem ákvæðið er ótímabundið. Það er ljóst þeim sem stunda veiði, að fugl er ekki allt árið í fuglabjörgum, og skoti sem hleypt er af í nóvember, truflar engan fugl í bjargi. Veiðimenn fara eingöngu fram á skynsemi og að ákvæði sem þetta taki mið af náttúrunni. Tilgangslaust bann að vetri þjónar engum tilgangi nema minnka virðingu gagnvart sömu lögum.
11. gr.
Erfitt er að sjá hvernig hægt er að láta lög um velferð dýra gilda um villt dýr í náttúru Íslands. Lög um velferð dýra fjalla um dýr í haldi, þ.e. þau dýr sem maðurinn hefur ákveðið að halda, annað hvort sem bústofn eða gæludýr. Eðlilegt er að gera kröfur um velferð þessara dýra. Það er hins vegar algerlega galið og gjörsamlega óframkvæmanlegt að tryggja að sú löggjöf gildi um villt dýr í náttúru landsins. Hvernig í ósköpunum ætlar löggjafinn að tryggja að ekkert villt dýr líði "vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur." Lagatexti sem er óframkvæmanlegur getur aldrei orðið til þess að auka virðingu fólks fyrir lögum, né þeim sem þau setja.
Á íslensku heitir þetta bull, og skal kallað bull.
15. gr.
Varhugavert er að lögfesta válista, sem þó eru í raun aðeins athugunarlistar, enda íslenska þýðingin í engu samræmi við það sem til var stofnað við gerð listanna. Útgangspunktur laga sem þessara á að vera sjálfbær veiði. Veiði úr stofni getur verið sjálfbær þó hann sé á "válista"
24. gr.
Löngu er kominn tími á að opna á aðrar veiðiaðferðir en með "skotvopn sem skjóta má fríhendis frá öxl" til að mynda bogveiði.
Í sömu grein er einnig horfið frá því að ekki megi nota vélknúin ökutæki svo sem fjór eða sexhjól eða vélsleða til að flytja menn á veiðislóð. Í greinargerð frumvarps er sagt að þetta sé til einföldunar, þar sem mismunandi túlkanir hafi verið á hvað teldust torfærutæki. Sá misskilningur er algerlega heimatilbúinn, þar sem UST gaf frá sér álit, í kjölfar máls þar sem málsmetandi aðili innan stjórnsýslunnar var staðinn að því að nota götuskráð torfærutæki til að flytja sig á veiðisljóð. Ákvæðið var sett í lög á sínum tíma til að gera mönnum aðeins erfiðara fyrir að komast á veiðislóð, og tryggja jafnræði. Enda var ákvæði um götuskráningu torfærutækja ekki komið í lög á þeim tíma, og löggjafinn ekki með það í huga. Tilgangurinn var að takmarka sókn. Ef vilji er til að hverfa frá því, er vandséð hvers vegna þarf að leggja skilgreininguna "götuskráð" til hliðsjónar, þar sem alveg samskonar tæki, geta verið skráð sem torfærutæki, eða götuskráð. Eiginleikar ökutækisins og geta til flutnings veiðimanna er algerlega sú sama og því í raun verið að mismuna eigendum þeirra eftir greiðslu opinberra gjalda. Rétt væri því að opna ákvæðið alveg, ef vilji er til að hverfa frá banninu.
25. gr.
Ef veiðimanni er skylt að hirða bráð sína, er rétt að hún sé alltaf eign hans, jafnvel þó hún sé að endingu hirt á landi þar sem viðkomandi hefur ekki leyfi.
26. gr.
Hér vantar frekari skilgreiningu á hverjir eru hæfir til að halda námskeið í umboði UST. Eins og ákvæðið er orðað gæti stofnunin þess vegna falið bókaklúbb námskeiðshald. Eðlilegast væri hér að veiðimenn mennti veiðimenn, eins og frændur okkar á norðurlöndum hafa gert um aldabil. Engin ástæða til að finna upp hjólið hér.
30. gr.
Til að löggjöf geti verið skýr, er óþarfi að endurtaka sama hlutinn í mörgum lögum. Hér er grein sem er jafnframt í lögum um NÍ.
39. gr.
Hér er ákvæði um verklegt skotpróf, en í það vantar allar viðmiðanir, heimildir UST til að setja viðmið o.s.frv.
48. gr.
Óþarfi er að sala á villibráð sé sjálkrafa bönnuð, þó svo sölu geti verið beitt sem veiðistjórntæki þegar við á.
50. gr.
Hér er það nýmæli að Umhverfisstofnun skal gera út veiðiverði. Erfitt er að sjá hvar þeir falla inn í aðra löggjöf, enda er ekkert hér að finna um valdheimildir þeirra, né hvernig starfsemin verði fjármögnuð.
Ýmislegt fleira er við frumvarpið að athuga, og ljóst að eins og það er núna, er það vart á vetur setjandi. Ef löggjafinn vill virðingu veiðimanna fyrir þeim lögum sem um þá gilda, þarf að vanda mun betur til verka en hér er.
Hér að neðan eru athugasemdir sem ég hef við nýtt veiðifrumvarp.
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Umhverfis og auðlindaráðuneytið
Skuggasundi 11
101 Reykjavík
Akureyri 24. ágúst 2020
Athugasemdir við frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra:
3. gr.
Skilgreiningar
13. liður: Í ljósi hertra reglna um skot nálægt fuglabjörgum þarf að skilgreina og/eða tilgreina fuglabjörg áður en lögin taka gildi. Tilgreindar eru tegundir varpfugla í skilgreiningunni en ráðherra þarf að tilgreina hvaða fuglabjörg er um að ræða samkvæmt 54. grein, lið 2. Væntanlega þarf Náttúrufræðistofnun að leggja fram tillögu þess efnis.
5.gr.
Stofnanir og hlutverk þeirra.
1. mgr.
Aðgreina þarf með skarpari hætti hlutverk Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Lengi vel sendi Náttúrufræðistofnun tillögur um veiðistjórnun til Umhverfisráðuneytis í tengslum við rjúpnaveiðar þrátt fyrir að það væri lögbundið hlutverk Umhverfisstofnunar. Náttúrufræðistofnun ætti að sinna sínu rannsóknar- og gagnaöflunarhlutverki en heppilegra er að Umhverfisstofnun sinni veiðistjórnunarmálum.
2. mgr.
Matvælastofnun ætti vissulega að sinna velferð villtra fugla og villtra spendýra - þegar villt dýr er í haldi. Annað flækir lagaumhverfið og kallar á flókin umsagnarferli.
7. grein
Umhverfisstofnun
4. mgr.
Það er grundvallarbreyting á starfsemi Umhverfisstofnunar að fella eftirlit undir hennar hlutverk. Jákvæð breyting í ljósi takmarkaðrar getu lögregluembætta til að fylgjast með þessum málaflokki en vonandi gleymist ekki að eftirlit er nafnið eitt ef ekki fylgir fjárveiting.
10. gr.
Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
2. mgr.
Varðandi eigendur hunda og katta og virðingu fyrir friðhelgi fugla á varptíma. Þessi grein er marklaus án nánari skilgreiningar á því hvað í „ráðstöfunum“ felst.
3. mgr.
2000 m er vel í lagt til verndar fuglabjörgum gegn skothvellum. Svo víðtækt bann myndi leggja svartfuglsveiðar af á ákveðnum svæðum verði þau tilgreind sem fuglabjörg. Grímsey er ágætt dæmi. 1 km væri hæfilegri fjarlægð og nær markmiði lagana - að styggja ekki fugla á varptíma. Þetta ákvæði er mikilvægt í ljósi þess að skothvellur í nágrenni við fuglabjörg getur valdið því að hundruð fugla draga egg og unga með sér í flugtakinu. Má þannig sjá skriður eggja og unga hrapa niður björgin.
12. gr.
Sértæk friðun og verndun hreiðurstæða arna
3. mgr.
Æðarvarp þarf að aðlagast náttúrulegu umhverfi eins og kostur er og verndun hafarna er brýnni en verndun einstakra æðarfugla. Æðarvarp þarf ekki endilega að njóta sérstakrar verndar gagnvart haförnum. Að gefa sérstaka heimild til að „stugga við“ haförnum sem halda til eða sjást við æðarvörp er óþarfi og ber vitni þeirrar tilhneygingar að hagsmunir náttúrunnar skuli ávallt víkja fyrir hagsmunum mannsins. Oft má sjá æðafugla svamla í fjörumáli í fæðuleit nokkra metra frá haförnum sitjandi þar hjá. Æðavarp getur og ætti að aðlagast haferninum, ekki öfugt.
14. gr.
Málefni hvítabjarna
Miðað við reynslu undanfarinna ára af komu hvítabjarna til landsins ætti það að vera regla að þeir skulu skotnir við fyrsta tækifæri. Verndun þeirra stendur ekki og fellur með þeim örfáu hvítabjörnum sem villast til Íslands. Það er hættuspil að ætla að fanga hvítabirni og flytja á „hættulausan stað“. Sá staður er ekki til og dýraverndunarsjónarmið réttlæta ekki þá hættu sem aðgerðin skapar. Forsendur lögreglunnar til að meta hættuna það litla að ekki þurfi að grípa tafarlaust til aðgerða munu hvort eð er aldrei verða hvítabirni í hag.
Öllum skotvopnabærum ætti að vera heimilt að fella hvítabjörn. Ekki er víst að lögregla sé alltaf til staðar. Heppilegt væri þó að setja ákvæði um lágmarkskalíber og standa þannig mannúðlega að verki. Stærri kalíber eru líklegri en minni til að uppfylla kröfur 11. gr. lagana um skjótan og sársaukalausan dauðadag.
16. gr.
Stjórnunar og verndaráætlanir
4.mgr.
Að leggja fram endurskoðaða stjórnunar- og verndaráætlun á fimm ára fresti er vel í lagt. Vika er langur tími í pólitík. Fimm ár eru langur viðbragðstími þegar stofn þarf á vernd að halda. Það hefur sýnt sig að stofnþróun getur breyst það hratt að fimm ár duga ekki til. Æskilegra væri að hér væri talað um tvö til þrjú ár.
24. gr.
15. liður.
Hér kemur tvennt til álita. Nota fremur orðið hljóðdempari í stað hljóðdeyfir. Orðið hljóðdempari gefur ef til vill frekar til kynna að hvellurinn lækkar en hverfur ekki alveg. Ennfremur er spurning hvort nægi að takmarka notkunina við miðkveikt skothylki. Tilgangurinn var upphaflega sá að ekki væri hægt að deyfa hvellinn alveg niður. Það er hægt með miðkveiktum skothylkjum sem hlaðin eru þannig að hraði kúlunnar fer undir hljóðhraða. Mögulega væri heppilegra að tala um miðkveikt skot sem fara yfir hljóðhraða.
3. mgr.
Hér er búið að fella út bann við notkun fjórhjóla til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum. Skömmu eftir gildistöku núverandi laga komu götuskráð fjórhjól til sögunnar sem flæktu málið. Eftir því sem komist er næst hefur Umhverfisstofnun ávallt talið bannað að notast við fjórhjól í þessum tilgangi óháð því hvort um væri að ræða götuskráð eða ekki. Tilgangurinn með banninu er að draga úr álagi á ákveðnar veiðilendur.
Tilkoma fjórhjóla hefur síst orðið til að bæta veiðimenninguna né sporna við utanvegaakstri. Í anda ætlunar núgildandi laga væri því heppilegt að orða hin nýju lög fremur í þá áttina að taka af allan vafa um að fjórhjól og sambærilegum farartækjum er ekki ætlað að gagnast veiðimönnum. Þau rök að erfitt sé að gera greinarmun á því hvaða götuskráð farartæki megi nota og hvað ekki standast ekki skoðun. Undanþága fyrir þá sem bundnir eru við hjólastól er hinsvegar kærkomin breyting.
29. gr.
Nytjaveiðar á fuglum
5. mgr.
Talað er um að ef ráðherra hafi ákveðið að aflétta friðun geti hann að ósk Náttúrufræðistofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, sveitastjórnar eða annarra aðila ákveðið að friðun gildi áfram í tiltekinn tíma á ákveðnum svæðum þar sem veiði er talin óæskileg. Heppilegast og einfaldast væri að einungis Umhverfisstofnun kæmi hér að í ljósi þess að stofnunin fer með veiðistjórnunarhlutverk. Sé þörf á geta aðrir aðilar eflaust komið slíkum óskum á framfæri.
43.-45.gr.
Refir
Grenjavinnsla sem veiðiaðferð er svartur blettur á íslenskri veiðimenningu. Þessi aðferð á ekkert skylt við veiði og tíðkast ekki í siðmenntuðum samfélögum. Aðferðin byggist á fornum hefðum, rótgróinni sannfæringu um að refurinn sé af hinu illa og samræmist ekki alþjóðlegum sáttmálum um dýravernd. Það væri framfaraskref fyrir íslenska veiðimenningu að hætta alfarið grenjavinnslu.
Tilgangi refaveiða - að verjast tjóni og vernda ákveðin svæði má ná með öðrum og mannúðlegri veiðiaðferðum en grenjavinnslu. Það sáralitla tjón sem refir valda í dag réttlætir ekki þá grimmilegu aðferð sem grenjavinnsla er. Aðferðin stenst enga skoðun og út frá sjónarmiðum dýraverndar og má líkja henni við að skjóta fugl með unga á hreiðri.
Það er tímabært að endurskoða refaveiðar frá grunni. Mögulega þarf að vernda ákveðin svæði fyrir ágangi refs, en skaðsemin er stórlega ofmetin samkvæmt gögnum Umhverfisstofnunar sem borist hafa frá sveitarfélögum.
Refurinn er nú þegar friðaður á um 26 svæðum á landinu. Hornstrandir eru ekki eina friðland refa. Náttúrustofa Vesturlands gerði rannsókn í þjóðgarðinum Snæfellsjökli sem sýndi fram á að friðun breytti sáralitlu um fjölda grenja í ábúð. Sú staðreynd segir okkur að grenjavinnsla sé ofmetin sem áhrifavaldur á stofnstærð rétt eins og meint tjón af völdum refa.
Æskilegt væri að afnema þessa aðferð og leggja fremur áherslu á vetrarveiði og svæðisbundnar veiðar.
Í Finnlandi njóta refalæður með yrðlinga sérstakrar verndar á tímabilinu 1. maí til 31. júlí. Utan þess tíma má veiða refi. Í Svíþjóð gilda svipaðar reglur. Þessu er öfugt farið á Íslandi þar sem sérstök áhersla er lögð á refaveiðar á þessum tíma. Það er eitthvað rangt við þennan samanburð og sýnir hve rótgróið hatrið á refnum er hér á landi þrátt fyrir aukna meðvitund um mikilvægi dýraverndar.
Með því að hætta grenjavinnslu mætti fara sömu leið í lagasmíðinni og gert er í nágrannalöndunum: tilgreina leyfðar veiðiaðferðir í 24. grein í stað þess að birta lista yfir bannaðar ógeðfeldar aðferðir sem flestar eiga rætur í fornum aðferðum við grenjavinnslu.
Annað
Heppilegt væri að sjá heimild í lögunum fyrir ráðherra til að setja skilyrði um lágmarks-kalíber til ákveðinna veiða í reglugerð. Flest nágrannalanda okkar hafa slíkar reglur enda er tilgangur þeirra mannúðleg veiði.
Sömuleiðis sakna ég þess að sjá ekki ákvæði um að selir og smáhveli tilheyri þessum lögum. Nýleg lög um selveiðar voru framför, en þau mættu falla inn í frumvarpið. Ákvæði um höfrungaveiðar ættu sömuleiðis heima í þessum lögum.
Einar Guðmann
www.gudmann.is
Höfundur er fyrrum starfsmaður Umhverfisstofnunar, höfundur Skotvopnabókarinnar og Veiðar á villtum fuglum og spendýrum.
Nokkur atriði sem eg oska eftir að verði tekin til rækilegrar athugunar aður en lagafrumvarpið verðu samið og lagt fyrir alþingi
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæði útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Endurskoða tillögu að banni við veiðar a ófleygum fugli, eg hef alla tið stundað veiðar a fýlsungum i lok agust eða byrjun september i Mýrdalnum og vil ekki að takmarkanir verði settar a þær veiðar.
Með von um góðan hljómgrunn
Sveinn Þorðarson
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Sjá viðhengi
Umsagnir vegna draga að frumvarpi.
ViðhengiÉg vil mótmæla því að ekki verði leyfilegt að veiða Fýlsunga með háf ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Háfaveiðar á Fýlsungum hafa verið stundaðar hér um árabil og hafa verið stundaðar af frændum okkar Færeyingum mun lengur. Þessar veiðar eru stundaðar þar sem Fýlavarp er í björgum sem snúa að sjó en ekki söndum. Einnig vil ég gera athugasemdir við að Fýlaveiði sé ekki leyfileg fyrr en 1. september. Svo lengi sem elstu menn munu hefur Fýlaveiði hafist á miðvikudegi í 19 viku sumars og ekki ætti að vera ástæða til að breyta því.
VERND, VELFERÐ OG VEIÐAR
Að lítið ígrunduðu máli vil ég senda hér inn athugasemdir, sérstaklega er snúa að málsmeðferð, eða vinnu við gerð þessara frumvarpsdraga. Forsagan er á þá leið að í stjórnartíð Svandísar Svafarsdóttur var unnin gríðarlega mikil skýrsla undir forystu Menju von Schmalensee. Afraksturinn var um 350 blaðsíðan verk um réttarstöðu villtra dýra á Íslandi. Gefin út 3 apríl 2013 Svo virðist sem þessu þrekvirki hafi verið stungið ofan í skúffu í 7 ár þangað til seinasta sumar var tilkynnt um að endurskoða ætti veiðilöggjöfina. Nefnd var skipuð vor 2019. Frysti fundur boðaður í janúar 2020 eða 8 mánuðum síðar. Fengum við nefndarmenn þá í hendurnar drög sem báru það með sér að vera skrifuð af takmarkaðri þekkingu á veiðum. Þó enn vantaði í þau marga stóra kafla. Næsti fundur var einnig í byrjun árs 2020, og náðist að skoða grunnt nokkra fyrstu kaflana og var samdóma álit allra nefndarmanna að mikið verk væri fyrir höndum. Við þessi drög komu nokkur hundruð athugasemdir! Nefndar menn biðu í ofvæni næsta fundar, en höfðum frétt að á þann fund kæmi líka fulltrúi Bjarmalands. Næsta sem nefndin frétti var að drögin væru tilbúin og færu í samráðsgátt! Við fengum 5 klukkustunda fyrirvara! Marga kafla sáum við þar í fyrstaskiptið!
Þetta vakti í mínum huga upp nokkrar spurningar.
• Er þarna um svo kallað Vatnajökulsþjóðgarðssamráð ( Sýndarsamráð) að ræða? Því eftir höfðinu dansa limirnir. Var bara blöff að kalla fólk með sérþekkingu á málaflokknum að borðinu, þar sem ekki stóð til að hlusta á það hvort eð er!
• Hver var tilgangurinn með nýjum lögum. Það hlýtur að vera ástæða fyrir þessum vinnubrögðum.
• Það einfaldlega getur ekki verið að ástæðulausu að menn ákveða að henda kasta svona til höndunum á seinustu metrunum.
• Var verið að velja tíma í samráðsgátt þegar sumarleyfi stæðu yfir og veiðitími?
• Var þetta sett með þessum hætti í samráðsgátt í von um að veiðimenn, eftir þó nokkur svik, til að mynda við Vatnajökulsþjóðgarð, teldu tilgangslaust að senda inn athugasemdir?
Til að reyna að ná utan um hver tilgangurinn var þá sendi ég ósk „ með tilvísun til , Upplýsingalaga nr. 140 28. Desember 2012“ þann 15 júlí, en hef ekki enn fengið svör, núna 24 ágúst, nokkrum klukkustundum fyrir skilafrest athugasemda. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Virðist það vera í stíl við annað. Menn fara ekki í svona vegferð að óundirbúnu máli. Menn hljóta að hafa fengið sér einhverja ráðgjöf við smíði draganna, allavega talað við einhvern sem veit hvorumegin hættulegi endinn er! Það vaknar enginn á þriðjudegi og segir nú vil ég sparka í tæplega 20 þúsund veiðimenn!
Ef tilgangurinn var að samræma okkar löggjöf löndunum í kringum okkur þá stíga þessi drög stórt skref í ranga átt.
Ef tilgangurinn var að einfalda stjórnkerfið, þá er þetta auðvitað ekki í neinum takt við það. Það að bæta öðrum ráðherra öðru ráðuneyti og þriðju ríkisstofnuninni inn í málið, er bara ekki til einföldunar. Réttast væri að bæta við bandorm og fella Landbúnaðarráðuneytið og Matvælastofnun undan málaflokknum.
Ef tilgangurinn er að enn og aftur þrengja að íslenskum veiðimönnum, sem nú þegar búa við einhverja þrengstu löggjöf í heimi í einhverju dreifabýlasta landi í heimi, þá tekst þokkalega til á köflum!
Ef tilgangurinn er að auka réttarstöðu villtra dýra, þá hjálpar það þeim ekki að verða á milli þriggja stofnanna. Náttúrufræðistofnun á að fara með og bera ábirgð á rannsóknum. Hún má gjarnan fela náttúrustofum, fyrirtækjum eða einstaklingum hluta verksins, en NÍ eina stofnunin sem á að fara með þau mál. Veiðistjórnunarsvið stjórnsýslustofnunarinnar Umhverfisstofnunar á síðan að fara með veiðistjórnun og vera ráðherra til ráðgjafar um veiðitíma, veiðiaðferðir, vernd og veiðar. Óþarfi að tvær og jafnvel þrjár stofnanir séu að senda ráðherra hver sýna tillögu. Virk veiðistjórnun á að vera höfð að leiðarljósi rétt eins og við fiskveiðar.
Ef tilgangurinn er að ganga gegn tillögum USCN er varðar veiðar og gegn grundvelli athugunarlysta /válista , þá tekst mönnum vel til.
Ef tilgangurinn er að vaða yfir veiðimenn án samvinnu, gera lög sem skarast á við önnur lög önnur ráðuneyti, jafnvel bæði skattalög, lögvarin eignarétt og fleira í þeim dúr þá tekst mönnum vel upp.
Það er því einföld áskorun frá mér að menn fari að vinna þetta faglega.
• Það skiptir enga meira máli að hafa heilbrigða og skýra löggjöf en okkur veiðimenn.
• Það skiptir enga meira máli að hafa heilbrigða og skinsama veiðistjórnun.
• Það skiptir enga meira máli að hafa heilbrigða og stóra veiðistofna.
• Það skiptir enga meira máli að veiðar sé snyrtilegar og framkvæmdar þannig að sómi sé af.
Stjórnsýslan þarf að vera einföld og skýr rétt eins og markmiðin um að Náttúrufræðistofnun rannsaki, Veiðistjórnarsvið Umhverfisstofnunar stýri, í samráði við þá er málið varðar. Ekki ber að setja meiri kvaðir á herðar veiðimanna en nauðsyn ber til. Enda samræmist það stjórnarskránna um að takmarka ekki réttindi þegnanna frekar en brýna nauðsyn beri til.
Með nokkurri virðingu
24,08,20
Einar Kristján Haraldsson
2601645709
860-9955
Viðhengi ViðhengiVeit ekki hvort viðhengin skili sér..
Þar sem #Vegna uppfærslu á kerfi er ekki hægt að senda viðhengi í gegnum Internet Explorer vafrann.# Sem er í anda við annað við þessa smíð... Ég nota ekki einu sinni Exsplorer!
En hér eru athugasemdir við fyrrihlutann...
Hitt verðurað bíða svara ráðuneytissinns!
ViðhengiÉg vil gera athugasemd við 9.gr:
"Ráðherra er heimilt að eigin frumkvæði eða samkvæmt tillögu Náttúrufræðistofnunar
Íslands og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar að kveða á um aukna vernd eða sértæka
friðun ákveðinna villtra fugla og villtra spendýra ef ástæða þykir til."
Það getur ekki talist eðlilegt að einn einstaklingur hafi vald til friðunar ákveðinna fugla eða spendýra. Efnisgreinin gæti hljóðað svona í staðinn:
"Ráðherra er heimilt í samstarfi við Náttúrufræðistofnun
Íslands og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar að kveða á um aukna vernd eða sértæka
friðun ákveðinna villtra fugla og villtra spendýra ef ástæða þykir til."
Ég fagna rjúpnaveiðitímabilinu sem birtist í drögunum, sem og auknu eftirliti á veiðislóð.
Að lokum myndi ég vilja sjá ákvæði sem heimilar ungmennum (undir tvítugu) að veiða með reyndum veiðimanni og þá eingöngu með skotvopnum sem falla undir A-leyfi.
VI. kafli - 24 gr.
Þykir að mætti athuga með leyfisveitingu á nætursjónaukum (þe. búnaði sem hægt er að miða og sjá í myrkri )
til ráðinna refaveiðimanna
Rök : auðveldar að fella bráð örugglega og einnig að finna hana fari hún frá t.d. annars staðbundnu upplýstu svæði.
XI. KAFLI - 44 gr.
Leggja til að friðun á friðlandi refa á hornströndum verði aflétt - fjölgun stofnsins er nóg fyrir og rannsóknir á honum löngu búnar.
Sá aðili sem rannsakaði hann á sínum tíma og fallin er nú frá , sagði fyrir margt löngu að ekkert mælti lengur með því að halda friðuna áfram.
(viðbót - áfram ætti að halda hófsömum og skipulögðum veiðum á honum , þar sem stofninn er í stanslausri fjölgun og færir sig sífellt nær byggð með breyttu hátterni - menn myndu ekki vilja sjá hvert stefndi fyrir fuglalíf og jafnvel sauðfjárbændur ef þær veiðar yrðu alfarið bannaðar - það að ekki sé skráð tjón af völdum hans er frekar um að kenna illu aðgengi að skráningu eða lélegri skráningu af höndum bænda ... )
annað :
I. KAFLI, 3. grein, atriði 33
Skilgreina þarf mun betur hvað átt er við um sjálfbærar veiðar, það er grunnurinn að veiðistjórnun og margar skilgreiningar í gangi. Í raun og veru ætti að vera sérstakur kafli í lögunum um hvað teljast vera sjálfbærar veiðar,hvaða tímaramma er miðað við og viðgangi stofns í sögulegu tilliti.
II. KAFLI, 5. grein
Skotvís leggur ríka áherslu á að verkefnaskipting sér algjörlega skýr á milli stofnana og telur að vinna eigi út frá þeirri megin línu að Náttúrufræðistofnun Íslands sinni rannsóknum og ráðgjöf en öll stjórnsýsla varðandi veiðar og ráðgjöf, þar með talið tillögugerð um veiðikvóta og veiðitímabil til ráðherra, sé hjá Umhverfisstofnun. Skoða þurfi ákvæði 6 og 7 m..t.t. þess.
III. KAFLI, 14. grein
SKOTVÍS vísar í nefndarálit um hvítabirni. Að mati félagsins skal fella alla hvítabirni sem berast til landsins því á einhverjum tímapunkti muni fólki stafa hætta af. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu.
Ástæðurnar eru einfaldar.
1) Hvítabirnir eru stórvirk drápstæki fullkomnuð af náttúrunni, þau líta ekki á manninn sem vin heldur auðvelda bráð.
2) Til að fanga hvítabjörn svo vel takist til útfrá dýraverndarsjónarmiðum þarf sérþjálfað teymi sem bjargar nokkrum slíkum á ári ásamt því að stunda æfingar. Slíkt teymi er ekki staðar á Íslandi. T.d. þarf sérþjálfað auga til að meta stærð og þyngd ísbjarnar en það er lykilatriði svo magn svefnlyfs sem skotið er í hann sé nægilegt til að svæfa hann en ekki drepa.
3) Takist svo ótrúlega vel til að ísbjörninn er fangaður lifandi þá blasir við nýtt vandamál. Enginn vill taka við honum. Dýragarðar vilja ekki slík dýr og ekki má flytja hann neitt vegna sjúkdómavarna s.s. hundaæðis. Eftir svæfingu má aðeins flytja hann í klst áður en hann er vakinn aftur.
4) Sé fullorðinn fangaður ísbjörn settur í dýragarð mun honum líða illa á hverjum degi uppfrá því. Slíkt væri dýraníð.
Sérstök friðun á helsingja í austur skaftafellssýslu er fyrir þó nokkru síðan orðin óþörf þar sem helsingi er nú farinn að verpa frá Öræfasveit og austur í Nesjasveit.
Lengd veiðitíma á grágæs og heiðagæs mætti lengja að minnsta kosti fram í miðjan apríl og jafnvel endaðan apríl þar sem engar gæsir eru komnar til landsins 15 mars þegar veiðitímabil endar, en þegar hún kemur veldur hún gríðarlegu tjóni á túnum þegar nýgræðingurinn er að byrja að koma upp og varp byrjar ekki fyrr en í mai og mest eru það hópar af geldfugli sem herjar á tún á vorin.
Kv
Borgar Antonsson
Umsögn má finna í viðhengi.
ViðhengiSvæðisráð veiðimanna á Norðurlandi vestra lýsir yfir stuðningi við tillögur og umsagnir hjá Skotvís, Bogveiðifélagi íslands og Drangeyjarfélaginu er snúa að drögum að frumvarpi til nýrra villidýralaga.
En við viljum skerpa á nokkrum atriðum
2. gr.
Varðandi eigendur hunda og katta og virðingu fyrir friðhelgi fugla á varptíma. Þessi grein er marklaus án nánari skilgreiningar á því hvað í „ráðstöfunum“ felst. Og einnig hvað fæst með þvi að koma þessu ákvæði inn nema til friðþægingar. Verið er að Disney væða hunda og ketti og reynt að bæla niður þeirra náttúrlega eðli.
Legg til að Matvælastofnun verði tekin út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
5. gr.
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr.
Óheimilt er samkvæmt greininni að hleypa af skoti nær fuglabjargi en 2000 metrum. Það er ansi víðfemt og stór landsvæði sem þá eru óhæf til veiða, sérstakleg þar sem ákvæðið er ótímabundið. Það er ljóst þeim sem stunda veiði, að fugl er ekki allt árið í fuglabjörgum, og skoti sem hleypt er af í nóvember, truflar engan fugl í bjargi. Veiðimenn fara eingöngu fram á skynsemi og að ákvæði sem þetta taki mið af náttúrunni. Tilgangslaust bann að vetri þjónar engum tilgangi nema minnka virðingu gagnvart sömu lögum.
11. gr.
Erfitt er að sjá hvernig hægt er að láta lög um velferð dýra gilda um villt dýr í náttúru Íslands. Lög um velferð dýra fjalla um dýr í haldi, þ.e. þau dýr sem maðurinn hefur ákveðið að halda, annað hvort sem bústofn eða gæludýr. Eðlilegt er að gera kröfur um velferð þessara dýra. Það er hins vegar algerlega galið og gjörsamlega óframkvæmanlegt að tryggja að sú löggjöf gildi um villt dýr í náttúru landsins. Hvernig í ósköpunum ætlar löggjafinn að tryggja að ekkert villt dýr líði "vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur." Lagatexti sem er óframkvæmanlegur getur aldrei orðið til þess að auka virðingu fólks fyrir lögum, né þeim sem þau setja.
14. gr Málefni hvítabjarna
Miðað við reynslu undanfarinna ára af komu hvítabjarna til landsins ætti það að vera regla að þeir skulu skotnir við fyrsta tækifæri. Verndun þeirra stendur ekki og fellur með þeim örfáu hvítabjörnum sem villast til Íslands. Það er hættuspil að ætla að fanga hvítabirni og flytja á „hættulausan stað“. Sá staður er ekki til og dýraverndunarsjónarmið réttlæta ekki þá hættu sem aðgerðin skapar. Forsendur lögreglunnar til að meta hættuna það litla að ekki þurfi að grípa tafarlaust til aðgerða munu hvort eð er aldrei verða hvítabirni í hag.
Öllum skotvopnabærum ætti að vera heimilt að fella hvítabjörn. Ekki er víst að lögregla sé alltaf til staðar. Heppilegt væri þó að setja ákvæði um lágmarkskalíber og standa þannig mannúðlega að verki.
15. gr.
Varhugavert er að lögfesta válista, sem þó eru í raun aðeins athugunarlistar, enda íslenska þýðingin í engu samræmi við það sem til var stofnað við gerð listanna. Útgangspunktur laga sem þessara á að vera sjálfbær veiði. Veiði úr stofni getur verið sjálfbær þó hann sé á "válista"
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24. gr.
Löngu er kominn tími á að opna á aðrar veiðiaðferðir en með "skotvopn sem skjóta má fríhendis frá öxl" til að mynda bogveiði. En sú veiðiaðferð er orðin leyfð í flestum löndum Evrópu
Sem og leyfa notkun hljóðdemprara á haglabyssur við veiðar
48. grein
Tel ekki rétt að banna sölu á villibráð sem meginreglu heldur væri það undantekning. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka stóran hluta landsmanna frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar kemur að íslenskri matarmenningu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Að lokum tökum við undir að vanda þurfi til verka og skoða þurfi mörg önnur atrið frumvarpisins mun betur eins með: Refaveiði t.d vetrarveiði á að banna/leyfa notkun á nætursjónaukum við refaveiðar? Á að leyfa/banna notkun ljóss við veiðar? Hver eru rökin á bakvið að banna? Hvað með notkun veiðihunda er það ekki í góðum farvegi, er einhver þörf á að breyta því? Jafnframt fara þarf betur yfir alla kafla er lúta að fuglum en þetta frumvarp virðist að mörgu leyti vera sniðið að þvi að friða fuglastofna.
Fyrir hönd svæðisráðs skotveiðimanna á Norðurlandi Vestra.
Tómas Árdal
Veiðimaður
5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett í staðinn að Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni þau er snúa að velferð villtra fugla og spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg, hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa ætti notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar, það hjálpar við að vinna á móti heyrnarskaða.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Einar Sigurður Kristjánsson
I. KAFLI, 2. grein
Undirritaður leggur áherslu að að selir falli undir ákvæði laganna enda engin málefnaleg rök til annars m.a. til að tryggja vernd og velferð sela.
I. KAFLI, 3. grein, atriði 33
Skilgreina þarf mun betur hvað átt er við um sjálfbærar veiðar, það er grunnurinn að veiðistjórnun og margar skilgreiningar í gangi. Í raun og veru ætti að vera sérstakur kafli í lögunum um hvað teljast vera sjálfbærar veiðar,hvaða tímaramma er miðað við og viðgangi stofns í sögulegu tilliti.
I. KAFLI, 3. grein, almennt
Í lögunum er kafli um friðlýsingu æðarvarpa en hinsvegar er æðarvarp hvergi skilgreint í lögum.
II. KAFLI Stjórnsýsla.
II. KAFLI, 5. grein
Undirritaður leggur ríka áherslu á að verkefnaskipting sér algjörlega skýr á milli stofnana og telur að vinna eigi út frá þeirri megin línu að Náttúrufræðistofnun Íslands sinni rannsóknum og ráðgjöf en öll stjórnsýsla varðandi veiðar og ráðgjöf, þar með talið tillögugerð um veiðikvóta og veiðitímabil til ráðherra, sé hjá Umhverfisstofnun. Skoða þurfi ákvæði 6 og 7 m..t.t. þess.
II. KAFLI, 5. grein
Undirritaður leggur ríka áherslu á að verkefnaskipting sér algjörlega skýr á milli stofnana og telur að vinna eigi út frá þeirri megin línu að Náttúrufræðistofnun Íslands sinni rannsóknum og ráðgjöf en öll stjórnsýsla varðandi veiðar og ráðgjöf, þar með talið tillögugerð um veiðikvóta og veiðitímabil til ráðherra, sé hjá Umhverfisstofnun. Skoða þurfi ákvæði 6 og 7 m..t.t. þess. Til dæmis er eðlilegt að NÍ reikni út veiðiþol til Umhverfisstofnunar, Umhverfisstofnun útfærir svo veiðistjórnunartillögur fyrir þann stofn mtt til þeirra og sendir til ráðherra.
II. KAFLI, 8. grein
Samráð við Matvælastofnun á einungis að eiga sér stað ef villtu dýri er haldið föngnu.
III. KAFLI Vernd og velferð villtra fugla og villtra spendýra.
III. KAFLI, 10. grein
"Óheimilt er að veiða fugla í sárum eða ófleyga unga".
Hér er verið að loka á hefðbundnar hlunnindaveiðar, t.d. veiðar á fýlsungum. Slíkar veiðar eru hluti af staðbundinni menningu og hafa ríkt menningarsögulegt gildi. Undirritaður leggst alfarið gegn þessu banni. UNESCO hefur bent á að hlunnindaveiðar hafi ríkt menningarsögulegt gildi og t.d. nefnt veiðar með fálkum sem dæmi.
III. KAFLI, 11. grein
Hér er mikið ósamræmi í lagabálkum því í dýraverndarlögum er líka bálkur um villt dýr, kafli VII. Einfaldast er að hafa bálk um villt dýr og velferð þeirra í þessum lögum og fella þá út bálkinn í dýraverndarlögum. Að vísa almennt í dýraverndarlögin hefur valdið miklum misskilningi meðal almennings. Einfaldara væri þá í að vísa í kaflann beint.
III. KAFLI, 14. grein
Undirritaður vísar í nefndarálit um hvítabirni. Það er mitt mat að fella skal alla hvítabirni sem berast til landsins því á einhverjum tímapunkti muni fólki stafa hætta af. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu.
Ástæðurnar eru einfaldar.
1) Hvítabirnir eru stórvirk drápstæki fullkomnuð af náttúrunni, þau líta ekki á manninn sem vin heldur auðvelda bráð.
2) Til að fanga hvítabjörn svo vel takist til útfrá dýraverndarsjónarmiðum þarf sérþjálfað teymi sem bjargar nokkrum slíkum á ári ásamt því að stunda æfingar. Slíkt teymi er ekki staðar á Íslandi. T.d. þarf sérþjálfað auga til að meta stærð og þyngd ísbjarnar en það er lykilatriði svo magn svefnlyfs sem skotið er í hann sé nægilegt til að svæfa hann en ekki drepa.
3) Takist svo ótrúlega vel til að ísbjörninn er fangaður lifandi þá blasir við nýtt vandamál. Enginn vill taka við honum. Dýragarðar vilja ekki slík dýr og ekki má flytja hann neitt vegna sjúkdómavarna s.s. hundaæðis. Eftir svæfingu má aðeins flytja hann í klst áður en hann er vakinn aftur.
4) Sé fullorðinn fangaður ísbjörn settur í dýragarð mun honum líða illa á hverjum degi uppfrá því. Slíkt væri dýraníð.
IV. KAFLI Válistar, stjórnunar- og verndaráætlanir.
IV. KAFLI, 15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
Undirritaður leggst því alfarið gegn því að þessir listar séu beintengdir við lagasetningu.
IV. KAFLI, 16. grein
Undirritaður leggur áherslu á virka veiðistjórnun ( Adaptive Harvest Management). Ákvæðið þarf að taka mið af þeirri hugmyndafræði. Skoða þarf ákvæði m.t.t. þess. Hlutverk stofnananna þarf líka að vera skýrt m.t.t. athugasemdar að framan um hlutverk NÍ og UST.
VI.KAFLI Veiðar.
VI. KAFLI, 21. grein
"Í þeim tilgangi að framfylgja stjórnunar- og verndunaráætlun er Umhverfisstofnun heimilt að grípa til aðgerða til veiðistjórnunar í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands og eftir atvikum aðrar fagstofnanir eða hagsmunaaðila."
Hér er enn verið að blanda stofnunum saman, Umhverfisstjórnun fer með veiðistjórnunarmál. Ef stofnunin kýs og metur nauðsynlegt að hafa samráð við aðra aðila vegna veiðistjórnunar þá gerir hún það. Algerlega óþarft að binda slíkt samráð lagaskyldu.
"Ákvarðanir Umhverfisstofnunar um veiðistjórnun á grundvelli þessarar greinar skal birt á vefsetri stofnunarinnar."
Í ljós þess hraða sem samskipti og tækni eru á þessa dagana er í besta falli kjánalegt að hafa eitthvað slíkt í lagatexta. Stofnuninni skal í sjálfsvald sett hvernig slíkt er birt eða tilkynnt.
VI. KAFLI, 24. grein Veiðiaðferðir
Undirritaður bendir á mikið ósamræmi í lagasetningu löggjafans þar sem í lögum um velferð dýra frá 2013. nr.55 kafla VII, 27. grein stendur:
? Ráðherra setur í reglugerð, að höfðu samráði við ráðherra er fer með stjórn veiða, vernd og friðun villtra fugla og villtra spendýra, nánari ákvæði um aðferðir við veiðar.
Enn og aftur bendir Undirritaður á að Veiðiaðferðir og Velferð villtra dýra eru best geymd á einum stað. Í einum lagabálk.
Undirritaður fagnar þeirri breytingu að veiðimönnum sem eru fatlaðir fái heimild til að nota vélknúinn farartæki á veiðum. Einnig leggur Undirritaður til að bogveiði verði bætt við sem leyfilegri veiðiaðferð til samræmis við Norðurlöndin.
VII. KAFLI Veiðikort og hæfni til veiða.
VII. KAFLI, 27. grein
Undirritaður leggst gegn því að eggjataka sé færð inn í veiðikortakerfið, það mun einungis flækja framkvæmdina.
Undirritaður leggur einnig til eftirfarandi breytingu á greininni.
Til skotveiða er heimilt að gefa út veiðikort við 20 ára aldur. Einstaklingi yngri en 20 er heimilt að stunda veiðar í fylgd með veiðimanni sem haft hefur veiðikort í a.m.k. 4. ár.
VII. KAFLI, 29. grein
Undirritaður gerir alvarlegar athugasemdir við þessa upptalningu. Ein af meginniðurstöðum skýrslunnar sem vitnað er í og er grunngagn nýju laganna er sérstaklega tekið fram að mun fleiri tegundir þoli takmarkaðar veiðar en eru ekki nýttar. Reyndar er það þannig að allar tegundir þola veiðar, hvernig nýtingin á sér stað og með hvaða hætti er bara veiðistjórnun með sjálfbærni að leiðarljósi. Sérstaklega skal bent á það að veiðimenn hafa sýnt mikinn skilning og ábyrgð þegar stofnar eiga undir högg að sækja. T.d. hefur rjúpnaveiðin minnkað úr 168.000 fuglum þegar hún var mest niður í 35-50.000 fugla á ári. Veiðiálagið hefur minnkað úr 30% í 10% sem er vel innan sjálfbærnimarka til lengri tíma og í sögulegu samhengi. Þrátt fyrir aukningu leyfilegra veiðidaga hefur veiðiálag ekki aukist. Annað dæmi er lundastofninn þar sem veiðin hefur minnkað úr rúmlega 200.000 fuglum í 25.000 á ári. Veiðiálagið er núna um 0,5%-1% af stofninum sem er vel sjálfbært og hefur því hverfandi áhrif á viðkomu hans til lengri tíma og í sögulegu tilliti. Enda vita allir að veiðar eru ekki ástæða þess að svartfuglar eigi undir högg að sækja heldur fæðubrestur og áhrif loftslagsbreytinga.
XIII. KAFLI Sala á veiðifangi og eggjum. Starfsemi hamskera.
XIII. KAFLI, 48. grein
Undirritaður telur ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Undirritaður leggur til að horfið verði frá þessu. Undirritaður leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
XIV. KAFLI Eftirlit og framkvæmd eftirlits.
Undirritaður er hlynntur frekara eftiliti með veiðum. Undirritaður telur hins vegar að það þarfnist frekari umræðu að búa til sérstaka veiðiverði í stað þess að nýta lögreglu til starfans. Hver eru rökin fyrir því og hvaðan munu koma frjámunir til þess?
XIV. KAFLI, 52. grein
Ef veiðimenn framvísa veiðikorti er þá ekki óþarfi að þeir segi til nafns og kennitölu? Er ekki nafn og kennitala á veiðikortinu? Efast um að veiðiverðir eigi að hafa eftirlit með skotvopnaleyfum....veiðimenn fá ekki veiðikort nema hafa skotvopnaleyfi.
Hjálögð er umsögn mín um frumvarpsdrögin.
ViðhengiUmsögn og tillaga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra er í meðfylgjandi skjali.
- Egill Ari Gunnarsson
Viðhengi5. gr. Stofnanir og hlutverk þeirra. Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu vera ráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laganna og gera tillögur varðandi verndun, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem lög þessi mæla fyrir um eða ráðherra óskar sérstaklega eftir, auk þeirra verkefna sem þeim eru sérstaklega falin samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun fer með málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra.
Legg til að Matvælastofnun verði tekið út og sett” Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar sjái um málefni málefni er snúa að velferð villtra fugla og villtra spendýra”
Raun allt í þessum lögum þar sem Matvælastofnun er tilgreind þá verði það tekið út. Matvælastofnun ætti eingöngu koma að samráði á málefnum villtra dýra þegar þeim er haldið í húsi eða garði.
10. gr. Önnur vernd villtra dýra og villtra fugla og búsvæða þeirra
Hér er um mikla þversögn að ræða er kemur að hávaða og umferð fólks með skotvopn. Það er hvergi eins mikið dýra og fuglalíf einmitt við skotvelli landsins. Í raun hefur almenn umferð fólks meiri áhrif á fuglalíf en t.d skotveiðar. Umferð um svæði á veiðitíma er mikið minni en ef borið er saman við almenna umferð ferðamanna og ofl. Þarf ekki mesta næði á varptíma og yfir sumarið. Það að hafa allt að 2000m frá landi getur orsakað að heilu fjörðunum gæti verið lokað fyrir veiðum ef menn vildu. Fuglabjörg hver er skilgreining á fuglabjörgum og hver sér um þá skilgreiningu sem og banna nýtingu lands t.d hjá bónda. Þessi atriði þarf að skoðast nánar
14. grein Fella út
Vísa í nefndarálit um hvítabirni. Sem var að fella skuli alla hvítabirni sem koma til landsins. Óþarfi er að bíða eftir fyrsta alvarlega slysinu til að setja slíka verklagsreglu um að fanga.
15. grein
"Séu tilteknar tegundir dýra eða fugla skilgreindar á válista í nokkurri hættu, í hættu, eða í bráðri hættu, skal eins og unnt er veita slíkum tegundum og búsvæðum þeirra viðeigandi vernd við framkvæmd laga þessara. "
Hér er verið að leggja til beintengingu Válista við lagasetningu. Það er áhugavert þar sem á ráðstefnu um Válista sem haldin var í Reykjavík árið 2018 tók yfirmaður IUCN Red List Unit (Craig Hilton-Taylor) það sérstaklega fram að ALLS EKKI mætti beintengja listana við lagasetningu. Þeir væru byggðir á bestu fáanlegri þekkingu, áhugamanna sem sérfræðinga, og væru alls ekki fullkomnir. Hinsvegar væru þeir nothæfir til að flagga viðvörunarflöggum sem ætti þá að skoða sérstaklega í hverju tilviki. Reyndar er íslenska orðið VÁLISTI sérstaklega sterkt orð og ætti listinn frekar að heita ATHUGUNARLISTI í ljósi orða þeirra sem halda utan um listana erlendis.
21. gr. Veiðistjórnun
Tel að setja þurfi inn í þessi lög línu um það sem er kallað Virk veiðistjórnun(Adaptivve management) sem gengu á að hægt er að friða einstök svæði gangvart veiðum á fuglum og villtum dýr í staðin að friða/banna veiðar á ákveðnum tegundum um allt land. Jú við vitum að dýr færa sig bæðu útaf fæðu og öðrum þáttum. Og því geti í sumum tilvikum talning á fyrirfram ákveðnum talningasvæðum gefið ranga mynd af stöðum stofna þegar vitað er um fjölgun á öðrum svæðum sem falla ekki undir þessi talningasvæði.
24 grein Veiðiaðferðir
Legg til að fella skuli út línuna nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl Þetta hindrar að hægt sé að leyfa aðrar veiðiaðferðir sem eru viðkenndar samkvæmt alþjóðlegum samningum eins og t.d bogveiði. En flest lönd Evrópu leyfa bogveiði í dag og er ekki bönnuð samkvæmt ýmsum samningum sem Ísland er aðili er að og er notað til viðmiðunar t.d The 6th Annex in the “Habitat Directive 92/43/EEC”. Legg því til að bogveiði verði bætti við sem leyfilegri veiðaferð á öll dýr á Íslandi sem eru á annað borð veidd með skotvopnum.
Leyfa notkun hljóðdempara á haglabyssur við veiðar.
26. gr. Hæfnispróf veiðimanna
Bæta inn vegna bogveiði. veiðimenn fari á sér um bogveiðnámskeið sem Bogveiði Íslands sjái um framkvæmd og umsjón þess enda sé þekking reynsla og réttindi til staða en skilyrði til að vera búinn með veiðikortanámskeiðið. Bogveiðisamaband Evrópu er að mælast til að svo verði. Enda sé um aukanámskeið að ræða sem er sérsniðið að bogveiðum og sérkunnáttu.
27. grein
Aldurstakmark vegna fylgd á veiðar en legg til að aldur til að taka yngri einstaklinga með á veiðar verði lækkaður til samræmis við það sem þekkist á norðurlöndunum. Og að aldur vegna bogveiði verði samræmdur við norðurlöndin. Hafa óbreytt með aldur þeirra sem geta farið á veiðikortanámskeið.
48. grein
Tel ekki rétt að ganga svo langt að banna sölu á villibráð sem meginreglu. Veiðum lýkur ekki fyrr en maturinn hefur verið eldaður. Með þessu væri í raun verið að útiloka alla frá því að njóta þeirra gæða sem það er að snæða villibráð. Með því væri verið að eyðileggja matarmenningu sem nú um nokkurra ára skeið hefur myndast á Íslandi. Það er ekki eins og að um auðugan garð sé að gresja þegar að kemur að íslenskri matarmenningu. Ég legg leggur til að horfið verði frá þessu. Ég leggst þó ekki gegn því að sölubann verði hér eftir sem hingað til nýtt sem stjórntæki þegar þörf krefur. Engin nauðsyn standi til að banna sölu almennt á villibráð.
Meðfylgjandi umsögn bætt inn á samráðsgátt þar sem hún barst ráðuneyti fyrir lok samráðsfrests á rafrænu formi.
Viðhengi