Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.7.–8.8.2020

2

Í vinnslu

  • 9.8.2020–8.2.2021

3

Samráði lokið

  • 9.2.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-131/2020

Birt: 8.7.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Drög að reglugerð um hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa

Niðurstöður

Máli lokið með birtingu reglugerðar 2. nóv 2020

Málsefni

Reglugerð um hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana heilbrigðisumdæma og sjúkrahúsa er sett í kjölfar breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 sem samþykktar voru 26. júní sl.

Nánari upplýsingar

Þann 26. júní sl. var frumvarp til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 samþykkt á Alþingi. Var því frumvarpi m.a. ætlað að samræma lög um heilbrigðisþjónustu samþykktri heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Með setningu einnar reglugerðar um hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana heilbrigðisumdæma og sjúkrahúsa landsins er ætlunin auðvelda aðgengi að þeim reglum sem um þær gilda. Þá yrði með setningu nýrrar reglugerðar felld brott gildandi reglugerð um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007 og er breytingum á kafla reglugerðarinnar um heilsugæslustöðvar ætlað að ná betur utan um verkefni heilsugæslustöðva og færa orðalag og áherslur í nútímalegra horf. Ákvæði í kafla reglugerðarinnar um Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri eru að mestu leyti tekin upp úr lögum um heilbrigðisþjónustu. Með fyrrgreindu frumvarpi til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu voru ákvæði laganna um fyrrgreindar stofnanir stytt og ákveðið að þau ættu fremur heima í reglugerð. Að lokum er rétt að taka fram að reglugerðin miðar einnig að því að innleiða áherslur í samþykktri heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Anna Birgit Ómarsdóttir

hrn@hrn.is