Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.7.2020

2

Í vinnslu

  • 24.7.2020–19.9.2021

3

Samráði lokið

  • 20.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-132/2020

Birt: 9.7.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Drög að reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Reglugerðin hefur verið gefin út og fékk númerið 856/2020.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk.

Nánari upplýsingar

Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að og tryggja að umgjörð þjónustu við fatlað fólk sem veitt er af einkaaðilum sé í samræmi við lög og reglur og uppfylli þær faglegu kröfur sem gera má til slíkra þjónustuaðila. Þjónustan skal miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og því sköpuð skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Skapa skal skilyrði til þess að fatlað fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum og þjónustan miðist við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa barna- og fjölskyldumála

frn@frn.is